Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?

Ulrika Andersson

Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Antoníusi. Líf og örlög Kleópötru hafa löngum heillað fólk. Ástarævintýri hennar og Markúsar Antoníusar hefur veitt bæði leikritahöfundum og kvikmyndagerðarmönnum innblástur, svo að ekki sé minnst á höfunda Ástríksbókanna.

Eiginlega allt sem við vitum um Kleópötru er ættað frá rómverskum höfundum. Margir þeirra tóku þátt í viðleitni Oktavíusar (Ágústusar) keisara að gera sjálfan sig að lifandi goðsögn, guði. Sem óvinir keisarans, urðu Kleópatra og Antoníus sjálf að goðsagnakenndum verum í augum Rómverja og erfitt er að greina kjarnann frá hisminu í því sem skrifað hefur verið um ævi þeirra. Hafa verður það í huga þegar rakin er saga Kleópötru.

Sögusögnin um fegurð Kleópötru og nef hennar, er sennilega nokkuð ýkt. Henni er svo lýst að hakan var skörp, ennið breitt og nefið framstandandi þó að það sé ekki að sjá á samtímamyndinni hér fyrir neðan. Hins vegar er talið að Kleópatra hafi verið einstaklega aðlaðandi, skemmtileg og gáfuð kona. Hún var vel menntuð, talaði mörg tungumál og rödd hennar þótti töfrandi.

Kleópatra fæddist í Alexandríu, höfuðborg Egyptalands, árið 69 fyrir Krist. Hún var af makedónskum uppruna en ætt hennar tók við stjórn í Egyptalandi eftir að Alexander mikli hertók Egyptaland árið 332 f.Kr. Alexander var upphaflega konungur Makedóníu og lést árið 323 f.Kr.

Kleópatra varð drottning 18 ára að aldri þegar faðir hennar, Ptólemaíos tólfti, lést árið 51 f.Kr. Hásætinu var skipt milli Kleópötru og yngri bróður hennar, Ptólemaíosar þrettánda, þar sem kona gat ekki stýrt ríki samkvæmt egypskum lögum nema annaðhvort með bróður sínum eða syni. Skilyrði var að þau giftust þótt Ptólemaíos XIII væri aðeins tólf ára. Þetta var ekki óvenjulegt í Egyptalandi á þessum tíma, sérstaklega í konungsættum; foreldrar Kleópötru voru einnig systkini. Eftir þrjú ár steypti Ptólemaíos systur sinni af stóli og rak hana í útlegð. Við tók borgarastyrjöld þar sem Kleópatra safnaði saman herliði í Sýrlandi.

Rómverski einvaldurinn Júlíus Sesar kom Kleópötru óvænt til hjálpar. Rómverjar höfðu talið sig ráða Egyptalandi allar götur síðan árið 168 f.Kr. en höfðu ekki talið þörf á að leggja landið undir sig. Það átti eftir að breytast. Sesar réðst með her sinn á Alexandríu og náði völdum yfir borginni. Kleópatra vildi ekki missa tækifærið til að komast aftur að völdum og lét smygla sér inn í borgina, falin í teppi. Teppið var afhent Sesari og urðu þau fljótt ástfangin. Ptólemaíosi fannst samband þeirra sér hættulegt. Hann reyndi að flýja frá Alexandríu yfir Níl en drukknaði við tilraunina og Kleópatra varð aftur drottning Egypta árið 48 f.Kr. Til þess þurfti hún að giftast næsta yngri bróður sínum, Ptólemaíosi XIV, en hann var aðeins 11 ára gamall.

Rómaveldi var á þessum tíma valdamesta ríki heims og her þess gríðarstór. Kleópötru grunaði að Rómverjarnir ætluðu að ná enn frekari völdum í Egyptalandi. Eina leiðin sem hún sá til að bjarga ríki sínu var að vingast eins vel og hún gat við stjórnvöld í Róm. Sesar var voldugur maður og einráður í Rómaveldi og Kleópatra ákvað að treysta honum.

Júlíus Sesar varð mjög hrifinn af Kleópötru og tók hana með sér til Rómar árið 45 f.Kr. Ptólemaíos XIV fylgdi með en Kleópatra bjó í húsi sem Sesar átti og var ástmær hans. Árið 47 f.Kr. fæddi Kleópatra son sem hún kallaði Caesarion eða „litla Sesar”. Ekki er vitað hvort hann var í raun sonur Sesars en hann var ekki seinn á sér að gangast við barninu. Þremur árum síðar var Sesar myrtur af öldungaráðsmönnum sínum. Kleópatra varð fyrir hótunum og ákvað að hverfa aftur til Egyptalands. Samtímis lést bróðir hennar, sennilega eftir að hún hafði gefið honum eitur. Kleópatra tók við völdum í Egyptalandi, nú með son sinn sér við hlið. Morðið á Sesari markaði upphaf innanlandsófriðar í ríki Rómverja. Oktavíus, sem nefndist síðar Ágústus, og hershöfðinginn Markús Antoníus tóku höndum saman um að sigrast á morðingjum Sesars og ákváðu að taka sameiginlega við stjórn í ríkinu.

Þegar Markús Antoníus bauð Kleópötru til sín í Róm, árið 41 f.Kr., sá hún fram á enn eitt tækifæri til að bjarga ríki sínu. Hún tók með sér heilmikið af gjöfum, klæddi sig eins og ástargyðjan Afródíta til að bræða hjarta Antoníusar. Kleópötru mistókst ekki. Hún fékk Antoníus til að gleyma bæði konu sinni Fúlvíu og metnaðarfullri áætlun Rómverja um að hertaka Persíu. Antoníus fór með Kleópötru til Egyptalands og var þar í eitt ár. Þá hélt hann aftur til Ítalíu til að semja við Oktavíus um framtíð sína innan Rómaveldis. Fúlvía var nú látin og til að auðvelda samningsgerðina við Oktavíus, kvæntist Antoníus Oktavíu, systur Oktavíusar. Oktavía þótti falleg og greind kona og með henni eignaðist Antoníus tvö börn.Frá vinstri að ofan: Sesar, Kleópatra, Kleópatra, Ptólemaíos XIII

Markús Antoníus hélt samt sem áður áfram að hitta Kleópötru, og endaði það með því að hann kvæntist henni líka. Þau eignuðust þrjú börn og fjöldskyldan naut mikilla vinsælda í Alexandríu. Þetta vakti reiði hjá Rómverjunum, vegna þess að tvíkvæni var bannað samkvæmt rómverskum lögum. Auk þess hafði Antoníus gefið Kleópötru lönd sem tilheyrðu rómverska ríkinu. Oktavíusi fannst hegðun Antoníusar ögrandi og það leiddi til valdamissis Antoníusar í Róm.

Oktavíus lýsti yfir stríði á hendur Egyptalandi árið 32 f.Kr. Markús Antoníus og Kleópatra leiddu heri sína saman í stríðið. Sjóorrustan sem fylgdi árið eftir við Aktíum fyrir utan strönd Grikklands varð örlagarík fyrir þau bæði. Þegar Kleópatra sá að þau mundu ekki sigra, yfirgaf hún orrustuna og sigldi heim með sinn flota. Markús Antoníus þurfti að berjast einn með flota sinn og laut í lægra haldi. Antoníus flúði til Alexandríu og í tæpt ár barðist hann við að verja höfn borgarinnar áður en Oktavíus hertók hana.

Kleópatra og Antoníus vissu að þau yrðu niðurlægð og myndu missa forréttindi sín í Alexandríu. Kleópatra sendi bréf til Antoníusar með tilkynningu um að hún væri látin. Markús Antoníus kastaði sér þá á sverð sitt. Strax á eftir fékk hann nýtt bréf um að hún væri enn þá á lífi, en það var um seinan. Áður en hann lést var hann borinn til Kleópötru og grátbað hann hana um að semja við Oktavíus.

Oktavíus kom til Alexandríu til að ræða við Kleópötru og reyndi hún einu sinni enn að heilla leiðtoga Rómverja, en það mistókst. Til að forðast niðurlægingu ákvað hún að svipta sig lífi, sem hún gerði sennilega með því að láta eiturslöngu bíta sig. Þegar Kleópatra lést í ágúst árið 30 f.Kr., var hún 39 ára og hafði verið drottning í 22 ár. Caesarion var síðar drepinn af Oktavíusi og Egyptaland féll í hendur Rómverja.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningu frá Sylvíu Rakel:
Var Kleópatra drottning Egyptalands áður en bróðir hennar rak hana til Sýrlands?

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

21.1.2003

Spyrjandi

Lára Sigríður Haraldsdóttir
Sigrún Edda Oddsdóttir
Sylvía Rakel, f. 1987

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2003. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3030.

Ulrika Andersson. (2003, 21. janúar). Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3030

Ulrika Andersson. „Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2003. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3030>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?
Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Antoníusi. Líf og örlög Kleópötru hafa löngum heillað fólk. Ástarævintýri hennar og Markúsar Antoníusar hefur veitt bæði leikritahöfundum og kvikmyndagerðarmönnum innblástur, svo að ekki sé minnst á höfunda Ástríksbókanna.

Eiginlega allt sem við vitum um Kleópötru er ættað frá rómverskum höfundum. Margir þeirra tóku þátt í viðleitni Oktavíusar (Ágústusar) keisara að gera sjálfan sig að lifandi goðsögn, guði. Sem óvinir keisarans, urðu Kleópatra og Antoníus sjálf að goðsagnakenndum verum í augum Rómverja og erfitt er að greina kjarnann frá hisminu í því sem skrifað hefur verið um ævi þeirra. Hafa verður það í huga þegar rakin er saga Kleópötru.

Sögusögnin um fegurð Kleópötru og nef hennar, er sennilega nokkuð ýkt. Henni er svo lýst að hakan var skörp, ennið breitt og nefið framstandandi þó að það sé ekki að sjá á samtímamyndinni hér fyrir neðan. Hins vegar er talið að Kleópatra hafi verið einstaklega aðlaðandi, skemmtileg og gáfuð kona. Hún var vel menntuð, talaði mörg tungumál og rödd hennar þótti töfrandi.

Kleópatra fæddist í Alexandríu, höfuðborg Egyptalands, árið 69 fyrir Krist. Hún var af makedónskum uppruna en ætt hennar tók við stjórn í Egyptalandi eftir að Alexander mikli hertók Egyptaland árið 332 f.Kr. Alexander var upphaflega konungur Makedóníu og lést árið 323 f.Kr.

Kleópatra varð drottning 18 ára að aldri þegar faðir hennar, Ptólemaíos tólfti, lést árið 51 f.Kr. Hásætinu var skipt milli Kleópötru og yngri bróður hennar, Ptólemaíosar þrettánda, þar sem kona gat ekki stýrt ríki samkvæmt egypskum lögum nema annaðhvort með bróður sínum eða syni. Skilyrði var að þau giftust þótt Ptólemaíos XIII væri aðeins tólf ára. Þetta var ekki óvenjulegt í Egyptalandi á þessum tíma, sérstaklega í konungsættum; foreldrar Kleópötru voru einnig systkini. Eftir þrjú ár steypti Ptólemaíos systur sinni af stóli og rak hana í útlegð. Við tók borgarastyrjöld þar sem Kleópatra safnaði saman herliði í Sýrlandi.

Rómverski einvaldurinn Júlíus Sesar kom Kleópötru óvænt til hjálpar. Rómverjar höfðu talið sig ráða Egyptalandi allar götur síðan árið 168 f.Kr. en höfðu ekki talið þörf á að leggja landið undir sig. Það átti eftir að breytast. Sesar réðst með her sinn á Alexandríu og náði völdum yfir borginni. Kleópatra vildi ekki missa tækifærið til að komast aftur að völdum og lét smygla sér inn í borgina, falin í teppi. Teppið var afhent Sesari og urðu þau fljótt ástfangin. Ptólemaíosi fannst samband þeirra sér hættulegt. Hann reyndi að flýja frá Alexandríu yfir Níl en drukknaði við tilraunina og Kleópatra varð aftur drottning Egypta árið 48 f.Kr. Til þess þurfti hún að giftast næsta yngri bróður sínum, Ptólemaíosi XIV, en hann var aðeins 11 ára gamall.

Rómaveldi var á þessum tíma valdamesta ríki heims og her þess gríðarstór. Kleópötru grunaði að Rómverjarnir ætluðu að ná enn frekari völdum í Egyptalandi. Eina leiðin sem hún sá til að bjarga ríki sínu var að vingast eins vel og hún gat við stjórnvöld í Róm. Sesar var voldugur maður og einráður í Rómaveldi og Kleópatra ákvað að treysta honum.

Júlíus Sesar varð mjög hrifinn af Kleópötru og tók hana með sér til Rómar árið 45 f.Kr. Ptólemaíos XIV fylgdi með en Kleópatra bjó í húsi sem Sesar átti og var ástmær hans. Árið 47 f.Kr. fæddi Kleópatra son sem hún kallaði Caesarion eða „litla Sesar”. Ekki er vitað hvort hann var í raun sonur Sesars en hann var ekki seinn á sér að gangast við barninu. Þremur árum síðar var Sesar myrtur af öldungaráðsmönnum sínum. Kleópatra varð fyrir hótunum og ákvað að hverfa aftur til Egyptalands. Samtímis lést bróðir hennar, sennilega eftir að hún hafði gefið honum eitur. Kleópatra tók við völdum í Egyptalandi, nú með son sinn sér við hlið. Morðið á Sesari markaði upphaf innanlandsófriðar í ríki Rómverja. Oktavíus, sem nefndist síðar Ágústus, og hershöfðinginn Markús Antoníus tóku höndum saman um að sigrast á morðingjum Sesars og ákváðu að taka sameiginlega við stjórn í ríkinu.

Þegar Markús Antoníus bauð Kleópötru til sín í Róm, árið 41 f.Kr., sá hún fram á enn eitt tækifæri til að bjarga ríki sínu. Hún tók með sér heilmikið af gjöfum, klæddi sig eins og ástargyðjan Afródíta til að bræða hjarta Antoníusar. Kleópötru mistókst ekki. Hún fékk Antoníus til að gleyma bæði konu sinni Fúlvíu og metnaðarfullri áætlun Rómverja um að hertaka Persíu. Antoníus fór með Kleópötru til Egyptalands og var þar í eitt ár. Þá hélt hann aftur til Ítalíu til að semja við Oktavíus um framtíð sína innan Rómaveldis. Fúlvía var nú látin og til að auðvelda samningsgerðina við Oktavíus, kvæntist Antoníus Oktavíu, systur Oktavíusar. Oktavía þótti falleg og greind kona og með henni eignaðist Antoníus tvö börn.Frá vinstri að ofan: Sesar, Kleópatra, Kleópatra, Ptólemaíos XIII

Markús Antoníus hélt samt sem áður áfram að hitta Kleópötru, og endaði það með því að hann kvæntist henni líka. Þau eignuðust þrjú börn og fjöldskyldan naut mikilla vinsælda í Alexandríu. Þetta vakti reiði hjá Rómverjunum, vegna þess að tvíkvæni var bannað samkvæmt rómverskum lögum. Auk þess hafði Antoníus gefið Kleópötru lönd sem tilheyrðu rómverska ríkinu. Oktavíusi fannst hegðun Antoníusar ögrandi og það leiddi til valdamissis Antoníusar í Róm.

Oktavíus lýsti yfir stríði á hendur Egyptalandi árið 32 f.Kr. Markús Antoníus og Kleópatra leiddu heri sína saman í stríðið. Sjóorrustan sem fylgdi árið eftir við Aktíum fyrir utan strönd Grikklands varð örlagarík fyrir þau bæði. Þegar Kleópatra sá að þau mundu ekki sigra, yfirgaf hún orrustuna og sigldi heim með sinn flota. Markús Antoníus þurfti að berjast einn með flota sinn og laut í lægra haldi. Antoníus flúði til Alexandríu og í tæpt ár barðist hann við að verja höfn borgarinnar áður en Oktavíus hertók hana.

Kleópatra og Antoníus vissu að þau yrðu niðurlægð og myndu missa forréttindi sín í Alexandríu. Kleópatra sendi bréf til Antoníusar með tilkynningu um að hún væri látin. Markús Antoníus kastaði sér þá á sverð sitt. Strax á eftir fékk hann nýtt bréf um að hún væri enn þá á lífi, en það var um seinan. Áður en hann lést var hann borinn til Kleópötru og grátbað hann hana um að semja við Oktavíus.

Oktavíus kom til Alexandríu til að ræða við Kleópötru og reyndi hún einu sinni enn að heilla leiðtoga Rómverja, en það mistókst. Til að forðast niðurlægingu ákvað hún að svipta sig lífi, sem hún gerði sennilega með því að láta eiturslöngu bíta sig. Þegar Kleópatra lést í ágúst árið 30 f.Kr., var hún 39 ára og hafði verið drottning í 22 ár. Caesarion var síðar drepinn af Oktavíusi og Egyptaland féll í hendur Rómverja.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Hér er einnig svarað spurningu frá Sylvíu Rakel:
Var Kleópatra drottning Egyptalands áður en bróðir hennar rak hana til Sýrlands?

...