
Áin Níl var forsenda fastrar búsetu. Feiknamikill og frjósamur framburður fékkst ár hvert er áin flæddi yfir bakka sína. Áin sameinaði fólkið sem bjó við hana því það þurfti að vinna saman að flóðgörðum og áveitum. Flestir ræktuðu hveiti og bygg. Fólk ræktaði einnig baunir, lauk, gúrkur, vínber, melónur, fíkjur og döðlur. Á sumrin var ekki hægt að vinna á ökrunum því þá flæddi áin yfir akrana en í nóvember sáðu Egyptar. Á vorin kepptust Egyptar við uppskeru áður en áin flæddi á ný yfir akrana. Við bendum á ítarlegra svar á Vísindavefnum eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur: Heimildir og mynd:
- Nile á Wikipedia, the Free Encyclopedia
- Hver eru lengstu fljót í heimi eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur á Vísindavefnum
- NOVA online
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.