Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?

Í svari Birgis Urbancics Ásgeirssonar við spurningunni Hvað er eigintíðni? segir:
Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, massa, stærð og togi/spennu (e. tension) og er eigintíðnin mæld í hertsum (Hz) en sú mælieining er nefnd eftir þýska eðlisfræðingnum Heinrich Hertz (1857-1894). Eitt herts jafngildir einni sveiflu á sekúndu.
En hvernig ná hlutir þessari tíðni? Hlutir fara að sveiflast þegar þeir verða fyrir til dæmis höggi eða bylgju. Hlutir geta þannig farið að sveiflast vegna hljóðs enda er hljóð bylgja sem berst um loftið.

Kristallsglös geta brotnað vegna hljóðs ef tíðni hljóðsins er sú sama og eigintíðni glasanna og ef hljóðstyrkurinn er nægur.

Ef söngkona nær að syngja með sömu tíðni og eigintíðni kristallsglass, getur hún fengið glasið til að sveiflast. Sveiflurnar aukast svo vegna þessara áhrifa en það nefnist hermun (e. resonance). Ef „vel tekst til“, það er ef tíðni hljóðsins er sú sama og eigintíðni glassins og ef hljóðstyrkurinn er nægur, getur glasið brotnað. Hljóðbylgjur geta þannig bæði hreyft gler og brotið það!

Lesendum er bent á áðurnefnt svar eftir Birgi og svar Birgis og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er herma og hvernig er hægt að brjóta gler með henni? en þetta svar er byggt á þeim svörum.

Mynd:

Útgáfudagur

5.6.2013

Spyrjandi

6. SJ í Setbergsskóla

Höfundur

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2013. Sótt 28. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=65373.

ÍDÞ. (2013, 5. júní). Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65373

ÍDÞ. „Hvernig geta hljóðbylgjur hreyft og brotið gler?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2013. Vefsíða. 28. jún. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65373>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Colosseum

Colosseum er frægasta mannvirki Rómverja og líklega þekktasta mannvirki á Ítalíu fyrr og síðar. Það tók átta ár að byggja Colosseum, byggingu þess lauk árið 80. Það var stærst allra hringleikahúsa Rómaveldis en alls ekki stærsti leikvangurinn. Einu sinni var það fyllt af vatni og þar sett á svið sjóorrusta.