Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?

Gavin Lucas

Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í Mið-Austurlöndum á 9. öld. Í slíkum krukkum, sem voru teknar í notkun í Evrópu á 13. öld, var geymdur áburður og lyf. Þessar tilteknu krúsir voru búnar til úr leir og húðaðar með hvítum tin-gljáa, oft mikið skreyttar með málningu.

Hollensk krukka af gerðinni albarello frá 1575-1625.

Mikilvægar breytingar áttu sér stað á 16. öld og þá kom eiginlegur forfaðir nútímaglerkrukkunnar fram á sjónarsviðið. Á þessum tíma er tekið að nota krukkurnar undir fleira en áður, til dæmis voru geymdir í þeim ávextir í sýrópi eða hunangi ásamt öðrum matvælum. Þessi vitneskja er byggð á upplýsingum úr uppskriftabókum þar sem er vísað til þeirra undir heitinu galleypots. Um svipað leyti er tekið að framleiða ílát í Evrópu sem eru svipuð í laginu en úr íburðarminni jarðleir og enn oftar úr steinleir. Smám saman tóku þau við hlutverki hins litríka albarello.

Á 16. öld líta fyrstu glerkrukkurnar dagsins ljós, þótt þær hafi enn verið sjaldgæfar. Það er raunar ekki fyrr en á 20. öld sem glerkrukkur verða algengari en leirkrukkur. Jafnvel síðla á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. voru leirkrukkur úr steinleir, gjarnan með lóðéttum rákum í hliðunum, mikið notaðar fyrir sultur og súrsað grænmeti.

Marmelaðikrukka frá 1929.

En hvers vegna skyldi gler hafa tekið við leirnum? Breytingin tengist þróun í glergerð sem varð á 19. öld, en þá hófu menn að framleiða glerílát með því að þrýsta bráðnu gleri í mót. Glerílát eru venjulega búin til með því að blása úr pípu í bráðið gler, gjarnan í mót. Önnur aðferð er að þrýsta bráðnu gleri í mót með eins konar pressu eða stimpli.

Til að byrja með var aðferðin fyrst og fremst notuð til að búa til skreyttan borðbúnað úr gleri en eftir 1850 var hún höfð í auknum mæli til að búa til hversdagslega nytjahluti eins og krukkur, sérstaklega þær sem voru með skrúfgangi fyrir málmlok. Áður höfðu krukkur verið innsiglaðar með loki sem var gert úr blöðru úr skepnu (innyfli), pergamenti eða öðru efni sem reyrt var með snúru neðan við krukkubarminn. Gróf neðan við barm á leirkrukkum gefur til kynna að þeim hafi verið lokað þannig.

Mason-krukka frá lokum 19. aldar.

Bandaríkjamaðurinn John Landis Mason er oft talinn hafa framleitt fyrstu krukkuna sem hafði skrúfgang, það var árið 1858 og var hún kölluð Mason-krukkan. Um þær mundir voru þó aðrir farnir að framleiða svipaðar krukkur og má þar til dæmis nefna Kilner-krukkurnar bresku. Þær eru náskyldar krukkunum sem við kaupum í verslunum í dag en á 19. öld voru þær einkum seldar tómar til að geyma og súrsa matvæli á heimilum – á svipaðan hátt og leirkrukkurnar.

Þrátt fyrir innreið glerkrukkunnar voru leirkrukkur algengari þar til snemma á 20. öld en í auknum mæli voru þær seldar með tilbúnu innihaldi, til dæmis sultu eða marmelaði. Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. tóku glerkrukkur forystuna vegna þróunar í glerframleiðslu. Hálfsjálfvirk og síðar alsjálfvirk glerframleiðsluaðferð var þróuð og kom nú í stað aldagamallar blásturshefðar. Í nýju vélunum var gleri vélblásið í mót og þessi aðferð kom líka í staðinn fyrir að þrýsta bráðnu gleri í mót við framleiðslu á krukkum. Krukkur nútímans eru búnar til í vélum, lofttæmdar með innihaldinu og innsiglaðar með málmloki.

Krukkur sem við kaupum í dag – í ýmsum stærðum og gerðum, þar á meðal í hinu dæmigerða sívala formi – eru því ekki mikið meira en 100 ára gömul uppfinning en forverar hennar, sem einkum voru úr leir, eiga rætur að rekja til 16. aldar. Saga krukkunnar er ekki einungis einföld saga af hönnun og tækni, hún endurspeglar skýrt hvernig við treystum sífellt meira á aðkeypt matvæli. Krukkan endurspeglar ekki bara geymslu matvæla til langs tíma, heldur einnig flutning þeirra um langan veg. Hún er fullkomið tákn um framleiðslu nútímans, neyslu og flókin kerfi sem liggja að baki hversdagslegum hlutum sem við leiðum hugann sjaldan að.

Heimildir:
  • P. Brears 1991. Pots for Potting: English Pottery and its Role in Food Preservation in the Post-Medieval Period. In: C. Wilson (ed.) ´Waste not, Want Not´. Food preservation from early times to the present day. Edinburgh: Edinburgh University Press, pp.32-65.
  • O. Jones & C. Sullivan 1989. The Parks Canada Glass Glossary. Ottawa: Parks Canada.

Myndir:

Upphaflega hljómaði spurningin svo:
Hver fann upp krukkuna?

Höfundur

dósent í fornleifafræði við HÍ

Útgáfudagur

11.5.2012

Spyrjandi

Friðrik Hans Blomsterberg

Tilvísun

Gavin Lucas. „Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2012, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53126.

Gavin Lucas. (2012, 11. maí). Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53126

Gavin Lucas. „Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2012. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53126>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er saga krukkunnar og hver fann eiginlega upp krukkur?
Í tímans rás hafa matvæli og vökvar af ýmsu tagi verið geymd og varðveitt í alls kyns ílátum, oftast búnum til úr leir. Krukkurnar sem við þekkjum í dag, sem yfirleitt eru úr gleri með áskrúfuðu málmloki, hafa líkast til þróast frá ákveðinni tegund krukkna, svonefndum albarello-krukkum, sem fyrst voru búnar til í Mið-Austurlöndum á 9. öld. Í slíkum krukkum, sem voru teknar í notkun í Evrópu á 13. öld, var geymdur áburður og lyf. Þessar tilteknu krúsir voru búnar til úr leir og húðaðar með hvítum tin-gljáa, oft mikið skreyttar með málningu.

Hollensk krukka af gerðinni albarello frá 1575-1625.

Mikilvægar breytingar áttu sér stað á 16. öld og þá kom eiginlegur forfaðir nútímaglerkrukkunnar fram á sjónarsviðið. Á þessum tíma er tekið að nota krukkurnar undir fleira en áður, til dæmis voru geymdir í þeim ávextir í sýrópi eða hunangi ásamt öðrum matvælum. Þessi vitneskja er byggð á upplýsingum úr uppskriftabókum þar sem er vísað til þeirra undir heitinu galleypots. Um svipað leyti er tekið að framleiða ílát í Evrópu sem eru svipuð í laginu en úr íburðarminni jarðleir og enn oftar úr steinleir. Smám saman tóku þau við hlutverki hins litríka albarello.

Á 16. öld líta fyrstu glerkrukkurnar dagsins ljós, þótt þær hafi enn verið sjaldgæfar. Það er raunar ekki fyrr en á 20. öld sem glerkrukkur verða algengari en leirkrukkur. Jafnvel síðla á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. voru leirkrukkur úr steinleir, gjarnan með lóðéttum rákum í hliðunum, mikið notaðar fyrir sultur og súrsað grænmeti.

Marmelaðikrukka frá 1929.

En hvers vegna skyldi gler hafa tekið við leirnum? Breytingin tengist þróun í glergerð sem varð á 19. öld, en þá hófu menn að framleiða glerílát með því að þrýsta bráðnu gleri í mót. Glerílát eru venjulega búin til með því að blása úr pípu í bráðið gler, gjarnan í mót. Önnur aðferð er að þrýsta bráðnu gleri í mót með eins konar pressu eða stimpli.

Til að byrja með var aðferðin fyrst og fremst notuð til að búa til skreyttan borðbúnað úr gleri en eftir 1850 var hún höfð í auknum mæli til að búa til hversdagslega nytjahluti eins og krukkur, sérstaklega þær sem voru með skrúfgangi fyrir málmlok. Áður höfðu krukkur verið innsiglaðar með loki sem var gert úr blöðru úr skepnu (innyfli), pergamenti eða öðru efni sem reyrt var með snúru neðan við krukkubarminn. Gróf neðan við barm á leirkrukkum gefur til kynna að þeim hafi verið lokað þannig.

Mason-krukka frá lokum 19. aldar.

Bandaríkjamaðurinn John Landis Mason er oft talinn hafa framleitt fyrstu krukkuna sem hafði skrúfgang, það var árið 1858 og var hún kölluð Mason-krukkan. Um þær mundir voru þó aðrir farnir að framleiða svipaðar krukkur og má þar til dæmis nefna Kilner-krukkurnar bresku. Þær eru náskyldar krukkunum sem við kaupum í verslunum í dag en á 19. öld voru þær einkum seldar tómar til að geyma og súrsa matvæli á heimilum – á svipaðan hátt og leirkrukkurnar.

Þrátt fyrir innreið glerkrukkunnar voru leirkrukkur algengari þar til snemma á 20. öld en í auknum mæli voru þær seldar með tilbúnu innihaldi, til dæmis sultu eða marmelaði. Í lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. tóku glerkrukkur forystuna vegna þróunar í glerframleiðslu. Hálfsjálfvirk og síðar alsjálfvirk glerframleiðsluaðferð var þróuð og kom nú í stað aldagamallar blásturshefðar. Í nýju vélunum var gleri vélblásið í mót og þessi aðferð kom líka í staðinn fyrir að þrýsta bráðnu gleri í mót við framleiðslu á krukkum. Krukkur nútímans eru búnar til í vélum, lofttæmdar með innihaldinu og innsiglaðar með málmloki.

Krukkur sem við kaupum í dag – í ýmsum stærðum og gerðum, þar á meðal í hinu dæmigerða sívala formi – eru því ekki mikið meira en 100 ára gömul uppfinning en forverar hennar, sem einkum voru úr leir, eiga rætur að rekja til 16. aldar. Saga krukkunnar er ekki einungis einföld saga af hönnun og tækni, hún endurspeglar skýrt hvernig við treystum sífellt meira á aðkeypt matvæli. Krukkan endurspeglar ekki bara geymslu matvæla til langs tíma, heldur einnig flutning þeirra um langan veg. Hún er fullkomið tákn um framleiðslu nútímans, neyslu og flókin kerfi sem liggja að baki hversdagslegum hlutum sem við leiðum hugann sjaldan að.

Heimildir:
  • P. Brears 1991. Pots for Potting: English Pottery and its Role in Food Preservation in the Post-Medieval Period. In: C. Wilson (ed.) ´Waste not, Want Not´. Food preservation from early times to the present day. Edinburgh: Edinburgh University Press, pp.32-65.
  • O. Jones & C. Sullivan 1989. The Parks Canada Glass Glossary. Ottawa: Parks Canada.

Myndir:

Upphaflega hljómaði spurningin svo:
Hver fann upp krukkuna?
...