Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvort er rétt: bollalenging eða bollalegging, og hvaðan kemur orðið?

Nafnorðið er bollalegging, oftast notað í fleirtölu bollaleggingar ‘getgáta, heilaspuni; lausleg ráðagerð, vangaveltur’ og er myndað með viðskeyti af sögninni bollaleggja ‘íhuga, hugleiða, velta fyrir sér’. Bæði orðin eru vel þekkt samkvæmt dæmum í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 19. öld.

Orðin koma ekki fram í eldri orðabókum en í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 (I:94) er orðið bollafleipur í merkingunni ‘þvaður, vitleysishjal’. Bollalegging(ar) er fletta í orðabók Jóns Þorkelssonar sem kom út undir lok 19. aldar. Þar er einnig flettan bollalagnaður í merkingunni ‘heilaspuni’.

Hugsanlega tengist uppruni orðsins bollalegging því að eitthvað er lagt fram og rætt yfir bollum.

Um það hvernig sögnin bollaleggja varð til hef ég ekkert fundið. Orðið bolli var til þegar í fornu máli bæði um drykkjarílát og sem mæliker. Orðið bollafleipur kom mér til að velta því fyrir mér hvort átt sé við fleipur sem fer fram við samtal yfir bollum og hvort bollalegging sé þá það sem ákveðið er, lagt er fram yfir bollum. Geti einhverjir bætt um betur væri það vel þegið.

Heimildir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.6.2024

Spyrjandi

Olgeir Guðbergur Valdimarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2024, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86470.

Guðrún Kvaran. (2024, 26. júní). Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86470

Guðrún Kvaran. „Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2024. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86470>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvort er rétt: bollalenging eða bollalegging, og hvaðan kemur orðið?

Nafnorðið er bollalegging, oftast notað í fleirtölu bollaleggingar ‘getgáta, heilaspuni; lausleg ráðagerð, vangaveltur’ og er myndað með viðskeyti af sögninni bollaleggja ‘íhuga, hugleiða, velta fyrir sér’. Bæði orðin eru vel þekkt samkvæmt dæmum í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 19. öld.

Orðin koma ekki fram í eldri orðabókum en í Íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 (I:94) er orðið bollafleipur í merkingunni ‘þvaður, vitleysishjal’. Bollalegging(ar) er fletta í orðabók Jóns Þorkelssonar sem kom út undir lok 19. aldar. Þar er einnig flettan bollalagnaður í merkingunni ‘heilaspuni’.

Hugsanlega tengist uppruni orðsins bollalegging því að eitthvað er lagt fram og rætt yfir bollum.

Um það hvernig sögnin bollaleggja varð til hef ég ekkert fundið. Orðið bolli var til þegar í fornu máli bæði um drykkjarílát og sem mæliker. Orðið bollafleipur kom mér til að velta því fyrir mér hvort átt sé við fleipur sem fer fram við samtal yfir bollum og hvort bollalegging sé þá það sem ákveðið er, lagt er fram yfir bollum. Geti einhverjir bætt um betur væri það vel þegið.

Heimildir:

...