Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæmi séu nefnd. Ef orðið er aðlagað íslensku er eðlilegast að gera það með því að setja kommu yfir o-ið og skrifa espressó þótt framburðarmyndir með [-ks-], [ekspressó] þekkist vissulega vel.
Ég hef ekki fundið orðið þrýstikaffi notað um espressókaffi. Það er að því leyti óheppilegt að orðið þrýstikanna er allmikið notað yfir könnur sem orðnar eru mjög algengar. Þá á ég við könnur, þar sem kaffið er sett í botninn, vatni hellt yfir og blandan látin standa um stund. Þá er þar til gerðu áhaldi þrýst niður í könnuna þannig að kaffikorgurinn pressast á botninn. Ég hef spurst fyrir á kaffihúsum og kannast fólk vel við orðið þrýstikanna en ekki orðið þrýstikaffi.
Mynd:Espressia.
Guðrún Kvaran. „Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2005, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5109.
Guðrún Kvaran. (2005, 4. júlí). Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5109
Guðrún Kvaran. „Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2005. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5109>.