Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?

Lilja Dögg Erlingsdóttir og Sara Ívarsdóttir

Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu.

Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Íslendingar að drekka það um það leyti, en einhverjir höfðu eflaust smakkað það fyrr á ferðalögum erlendis. Eggert Ólafsson minnist á kaffi og kallar það „kolamylsnusaup“ í Búnaðarbálki sínum um 1764. Eins og margt annað kom kaffið fyrst til Íslands frá Danmörku.

Kaffi kom fyrst til Íslands á 18. öld.

Fyrstu áratugina eftir að kaffið barst til Íslands var kaffidrykkja ekki algeng og þekktist aðallega meðal yfirstéttarfólks. Um miðja 19. öld hafði kaffidrykkja náð almennri útbreiðslu á landinu en kaffi þótti enn býsna dýrt. Sumir drukku kaffi aðeins á sunnudögum og ýmsu var bætt út í kaffið til þess að spara baunirnar, þá einkum svonefndur kaffibætir. Kaffibætir var gerður úr síkoríurót (Chichorium intybus) og var blandað saman við malað kaffi. Íslendingar kölluðu hann oft eksport (útflutningur) en það orð stóð stórum stöfum á pökkunum sem fluttir voru inn frá Danmörku.

Árið 1760 voru flutt inn tæplega 20 kg af kaffi til Íslands, 1779 var innflutningurinn orðinn um 1.600 kg en árið 1994 voru flutt inn 1976 tonn af kaffi. Á síðasta ári (2011) voru 2.213,1 tonn af kaffi flutt inn til Íslands. Það kostaði 2.097,5 milljónir króna og var um 0,4% af heildarinnflutningi til Íslands. Á þessum tölum sjáum við að kaffidrykkja Íslendinga hefur aukist mikið síðan kaffið var fyrst flutt til Íslands.

Heimildir:
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Vefútgáfa: snara.is. Örn og Örlygur, Reykjavík 2000.
  • Nanna Rögnvaldardóttir. Matarást: alfræðibók um mat og matargerð. Vefútgáfa: snara.is Iðunn, Reykjavík 2002.
  • Kaffi - sjónarhorn. Morgunblaðið 4. apríl 1995.
  • Hagstofan - hagtölur. Upplýsingar um innflutning á kaffi árið 2011.

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

13.6.2012

Spyrjandi

Nanna Hlín Halldórsdóttir, Margrét J. Gísladóttir, Eygló Viðarsdóttir Biering, Aðalsteinn Hákonarson

Tilvísun

Lilja Dögg Erlingsdóttir og Sara Ívarsdóttir. „Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2012, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61338.

Lilja Dögg Erlingsdóttir og Sara Ívarsdóttir. (2012, 13. júní). Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61338

Lilja Dögg Erlingsdóttir og Sara Ívarsdóttir. „Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2012. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61338>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu.

Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Íslendingar að drekka það um það leyti, en einhverjir höfðu eflaust smakkað það fyrr á ferðalögum erlendis. Eggert Ólafsson minnist á kaffi og kallar það „kolamylsnusaup“ í Búnaðarbálki sínum um 1764. Eins og margt annað kom kaffið fyrst til Íslands frá Danmörku.

Kaffi kom fyrst til Íslands á 18. öld.

Fyrstu áratugina eftir að kaffið barst til Íslands var kaffidrykkja ekki algeng og þekktist aðallega meðal yfirstéttarfólks. Um miðja 19. öld hafði kaffidrykkja náð almennri útbreiðslu á landinu en kaffi þótti enn býsna dýrt. Sumir drukku kaffi aðeins á sunnudögum og ýmsu var bætt út í kaffið til þess að spara baunirnar, þá einkum svonefndur kaffibætir. Kaffibætir var gerður úr síkoríurót (Chichorium intybus) og var blandað saman við malað kaffi. Íslendingar kölluðu hann oft eksport (útflutningur) en það orð stóð stórum stöfum á pökkunum sem fluttir voru inn frá Danmörku.

Árið 1760 voru flutt inn tæplega 20 kg af kaffi til Íslands, 1779 var innflutningurinn orðinn um 1.600 kg en árið 1994 voru flutt inn 1976 tonn af kaffi. Á síðasta ári (2011) voru 2.213,1 tonn af kaffi flutt inn til Íslands. Það kostaði 2.097,5 milljónir króna og var um 0,4% af heildarinnflutningi til Íslands. Á þessum tölum sjáum við að kaffidrykkja Íslendinga hefur aukist mikið síðan kaffið var fyrst flutt til Íslands.

Heimildir:
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Vefútgáfa: snara.is. Örn og Örlygur, Reykjavík 2000.
  • Nanna Rögnvaldardóttir. Matarást: alfræðibók um mat og matargerð. Vefútgáfa: snara.is Iðunn, Reykjavík 2002.
  • Kaffi - sjónarhorn. Morgunblaðið 4. apríl 1995.
  • Hagstofan - hagtölur. Upplýsingar um innflutning á kaffi árið 2011.

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....