Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?

Halldór Svavarsson

Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einföld.

Þegar dropi fellur á borð breiðir hann úr sér og reynir að væta sem stærstan hluta þess. Þó að borðið kunni að virðast slétt eru alltaf einhverjar ójöfnur á því og þar nær jaðar dropans að festa sig. Þessu má líkja við djúp hjólför á akvegum sem erfitt getur reynst að komast upp úr þegar keyrt er í þeim. Á svipaðan hátt á jaðar dropans erfitt með að færa sig úr stað og þess vegna kostar einhverja orku að minnka ummál hans á borðinu.

Nálægt jaðri dropans hallast efra borð hans miðað við borðið sem hann liggur á. Flatarmál efra borðsins er þess vegna meira en neðra borðsins sem undir því liggur. Uppgufunin er í hlutfalli við þetta flatarmál efra borðsins. Uppgufun miðað við flatarmálseiningu á borðinu sem undir liggur er þess vegna mest við jaðar dropans.

Ummál og jaðar dropans haldast óbreytt þegar vökvinn í dropanum gufar upp. Vegna örari uppgufunar við jaðarinn verður vökvi þess vegna að flæða þangað. Þegar allur vökvinn er horfinn hefur hlutfallslega meira af honum gufað upp frá jaðri flatarins þar sem hann lá á borðinnu. Í kaffi eru sterk dökk litarefni sem berast með vökvaflæðinu en verða eftir þegar vökvinn gufar upp. Þau safnast því saman við ystu brún dropans í mun meiri mæli en í miðjunni. Þetta sama gerist ef við höfum tæran vatnsdropa í stað kaffidropa en þar höfum við ekki litarefni og því verðum við ekki vör við þetta með berum augum.







Best er að skilja þetta með því að skoða þverskurðarmynd af kaffidropa á eldhúsborði. Á mynd 1 er þverskurður af ferskum kaffidropa. Mynd 2 sýnir þverskurð af sama kaffidropa nokkru síðar og sést þar að hann þornar hraðast við jaðar dropans. Þegar hann leitar í sömu lögun dregst vökvi að jaðri dropans og ber með sér dökkar fastar agnir (kaffiduft). Lokastigið er svo sýnt á mynd 3 sem er ýkt mynd af þversniði dökka lagsins sem verður eftir þegar allur vökvinn hefur gufað upp.

Skýringin er því í hnotskurn sú að meira magn af vatni, með uppleystu kaffi, gufar upp á jaðrinum en nær miðju dropans. Því verður meira af föstu efni eftir við jaðarinn og dökka efnið þar er þykkara og dekkra en aðrir hlutar blettsins.



Mynd: Conquin, Inc.

Höfundur

Halldór Svavarsson

dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

18.6.2002

Spyrjandi

Gunnlaugur Briem

Tilvísun

Halldór Svavarsson. „Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2002, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2500.

Halldór Svavarsson. (2002, 18. júní). Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2500

Halldór Svavarsson. „Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2002. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2500>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einföld.

Þegar dropi fellur á borð breiðir hann úr sér og reynir að væta sem stærstan hluta þess. Þó að borðið kunni að virðast slétt eru alltaf einhverjar ójöfnur á því og þar nær jaðar dropans að festa sig. Þessu má líkja við djúp hjólför á akvegum sem erfitt getur reynst að komast upp úr þegar keyrt er í þeim. Á svipaðan hátt á jaðar dropans erfitt með að færa sig úr stað og þess vegna kostar einhverja orku að minnka ummál hans á borðinu.

Nálægt jaðri dropans hallast efra borð hans miðað við borðið sem hann liggur á. Flatarmál efra borðsins er þess vegna meira en neðra borðsins sem undir því liggur. Uppgufunin er í hlutfalli við þetta flatarmál efra borðsins. Uppgufun miðað við flatarmálseiningu á borðinu sem undir liggur er þess vegna mest við jaðar dropans.

Ummál og jaðar dropans haldast óbreytt þegar vökvinn í dropanum gufar upp. Vegna örari uppgufunar við jaðarinn verður vökvi þess vegna að flæða þangað. Þegar allur vökvinn er horfinn hefur hlutfallslega meira af honum gufað upp frá jaðri flatarins þar sem hann lá á borðinnu. Í kaffi eru sterk dökk litarefni sem berast með vökvaflæðinu en verða eftir þegar vökvinn gufar upp. Þau safnast því saman við ystu brún dropans í mun meiri mæli en í miðjunni. Þetta sama gerist ef við höfum tæran vatnsdropa í stað kaffidropa en þar höfum við ekki litarefni og því verðum við ekki vör við þetta með berum augum.







Best er að skilja þetta með því að skoða þverskurðarmynd af kaffidropa á eldhúsborði. Á mynd 1 er þverskurður af ferskum kaffidropa. Mynd 2 sýnir þverskurð af sama kaffidropa nokkru síðar og sést þar að hann þornar hraðast við jaðar dropans. Þegar hann leitar í sömu lögun dregst vökvi að jaðri dropans og ber með sér dökkar fastar agnir (kaffiduft). Lokastigið er svo sýnt á mynd 3 sem er ýkt mynd af þversniði dökka lagsins sem verður eftir þegar allur vökvinn hefur gufað upp.

Skýringin er því í hnotskurn sú að meira magn af vatni, með uppleystu kaffi, gufar upp á jaðrinum en nær miðju dropans. Því verður meira af föstu efni eftir við jaðarinn og dökka efnið þar er þykkara og dekkra en aðrir hlutar blettsins.



Mynd: Conquin, Inc....