Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju þarf maður að pissa oftar og fyrr eftir kaffi- og bjórdrykkju en eftir til dæmis djús eða mjólk?

Þvagmagn sem myndast hverju sinni fer fyrst og fremst eftir því hversu mikinn vökva maður drekkur en það er rétt hjá spyrjanda að það er ekki alveg sama hver vökvinn er.

Í kaffi og bjór eru efni sem hafa bein áhrif á þvagmyndun. Þessi efni virka þó á ólíkan hátt.

Manneken Pis er eitt þekktasta kennileitið í Brussel.

Í bjór er etanól sem hindrar heilann í að seyta svokölluðu þvagtemprandi hormóni sem heldur þvagmyndun í skefjum með því að auka endursog vatns í nýrunum. Ef minna er seytt af þessu hormóni myndast meira þvag og þá pissar maður meira.

Koffín í kaffi truflar endursog natrínjóna sem leiðir til minna endursogs á vatni og þar af leiðandi er meira myndað af þvagi.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

10.5.2012

Spyrjandi

Bylgja Hilmarsdóttir

Höfundur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju þarf maður að pissa oftar og fyrr eftir kaffi- og bjórdrykkju en eftir til dæmis djús eða mjólk?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2012. Sótt 19. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=13359.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 10. maí). Af hverju þarf maður að pissa oftar og fyrr eftir kaffi- og bjórdrykkju en eftir til dæmis djús eða mjólk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13359

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju þarf maður að pissa oftar og fyrr eftir kaffi- og bjórdrykkju en eftir til dæmis djús eða mjólk?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2012. Vefsíða. 19. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13359>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hermann Þórisson

1952

Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun og jafnvægi og kannað eiginleika þeirra.