Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er þvag gult?

EDS

Þvag er venjulega gult eða gulbrúnt að lit og má rekja lit þess til svokallaðra galllitarefna sem myndast í lifrinni. Gula galllitarefnið gallrauða er losað út í smáþarmana en þegar það berst í ristilinn eru bakteríur sem breyta því í annað efni sem kallast úróbílónógen. Hluti af úróbílónógeninu berst í þvag þar sem það oxast í úróbílín, en þessi tvö efni eru þvaglitarefnin.

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á hversu ljóst eða dökkt þvag er, til dæmis hversu mikið við drekkum eða hvað við borðum.

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á hversu ljóst eða dökkt þvag er, til dæmis hversu mikið við drekkum eða hvað við borðum. Rammt þvag er til að mynda dekkra en þunnt, þvagið verður rauðleitt eftir neyslu rauðrófna og skærgult ef teknar eru inn sterkar B-vítamíntöflur. Ýmsir sjúkdómar og lyf geta einnig haft áhrif á lit þvagsins. Til dæmis verður það dekkra ef blóð er í þvaginu, en það getur verið vísbending um einhvern sjúkdóm svo nýrnasteina, nýrnabólgu eða sýkingar í þvagkerfi.

Nánar er fjallað um þvag og lit þess í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.10.2006

Síðast uppfært

13.12.2021

Spyrjandi

Leó Garðar, f. 1994

Tilvísun

EDS. „Af hverju er þvag gult?“ Vísindavefurinn, 11. október 2006, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6302.

EDS. (2006, 11. október). Af hverju er þvag gult? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6302

EDS. „Af hverju er þvag gult?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2006. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er þvag gult?
Þvag er venjulega gult eða gulbrúnt að lit og má rekja lit þess til svokallaðra galllitarefna sem myndast í lifrinni. Gula galllitarefnið gallrauða er losað út í smáþarmana en þegar það berst í ristilinn eru bakteríur sem breyta því í annað efni sem kallast úróbílónógen. Hluti af úróbílónógeninu berst í þvag þar sem það oxast í úróbílín, en þessi tvö efni eru þvaglitarefnin.

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á hversu ljóst eða dökkt þvag er, til dæmis hversu mikið við drekkum eða hvað við borðum.

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á hversu ljóst eða dökkt þvag er, til dæmis hversu mikið við drekkum eða hvað við borðum. Rammt þvag er til að mynda dekkra en þunnt, þvagið verður rauðleitt eftir neyslu rauðrófna og skærgult ef teknar eru inn sterkar B-vítamíntöflur. Ýmsir sjúkdómar og lyf geta einnig haft áhrif á lit þvagsins. Til dæmis verður það dekkra ef blóð er í þvaginu, en það getur verið vísbending um einhvern sjúkdóm svo nýrnasteina, nýrnabólgu eða sýkingar í þvagkerfi.

Nánar er fjallað um þvag og lit þess í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hvað stjórnar lit á hægðum og þvagi fólks?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....