Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:53 • Sest 07:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:00 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík

Er hægt að svitna í vatni?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni.

Staðreyndin er sú að það er vel hægt að svitna í vatni. Hvort og hversu mikið fer hins vegar eftir því hversu mikið okkur hitnar í lauginni. Þættir eins og hiti vatnsins, hiti og raki í loftinu og hversu mikið við reynum á okkur, hafa allir áhrif á það.Svitinn bogar ekki beint af þessum kátu krökkum en ef þau syntu kröftuglega í dálítinn tíma eða sætu í heita pottinum í góða stund færu þau trúlega að svitna.

Við viljum halda líkamshitanum við um það bil 37 gráður á Celsíus og því þurfum við að losna við allan umframvarma sem mundi annars valda því að við ofhitnuðum. Svitamyndun er ein leið líkamans til þess að losa sig við umframvarma. Um þetta er fjallað í nokkrum svörum á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Hvers vegna svitnar maður? segir meðal annars:

Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þunnu hornlagi, en það er ytra lag húðarinnar. Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóðið. Uppgufunin þarf mikla orku og þess vegna er þetta býsna skilvirk aðferð til kælingar.

Ef sundlaugin er mjög köld eða ef við hreyfum okkur ekki það mikið að líkaminn hitni að ráði þá er ekki nein sérstök þörf til þess að kæla líkamann og við svitnum þar af leiðandi ekki mikið. Ef vatnið er hins vegar heitt eða áreynslan nær að hita líkamann vel upp þá leitar líkaminn þeirra leiða sem hann þekkir til að kæla sig, þar á meðal að mynda svita.

Ástralskir vísindamenn gerðu könnun á svitamyndun landsliðs Ástrala í sundi. Sundmennirnir voru vigtaðir fyrir og eftir æfingu og útkoman borin saman, að teknu tilliti til þess hversu mikið þeir drukku á meðan á æfingunni stóð. Niðurstaðan var sú að afreksfólkið svitnaði að meðalatali um 600 ml á um það bil klukkustundar langri æfingu. Til samanburðar má geta þess að miðað er við að á erfiðri íþróttaæfingu á þurru landi sem stendur yfir í klukkutíma, geti svitamyndunin verið á bilinu 1 – 1 ½ lítri.

Það er sem sagt vel hægt að svitna í sundi þótt við tökum ekki eftir því þar sem svitinn fer út í vatnið. Hins vegar tökum við eftir því að eftir sundferðir getur þorsti sagt til sín og skýrist hann meðal annars af vökvatapinu sem líkaminn verður fyrir þegar hann svitnar í lauginni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Þegar maður fer í sund og leggst í heita pottinn, ætli maður sé þá að svitna í vatnið?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.3.2010

Spyrjandi

Ásgrímur Arason, Selja Snorradóttir, Ásrún Sigurjónsdóttir, Kristinn Valtýsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hægt að svitna í vatni?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2010. Sótt 2. apríl 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=27920.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 23. mars). Er hægt að svitna í vatni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27920

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hægt að svitna í vatni?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2010. Vefsíða. 2. apr. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27920>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að svitna í vatni?
Þegar við syndum verðum við ekki vör við svita á sama hátt og þegar við hjólum, hlaupum eða reynum á okkur á annan hátt. Í sundi erum við umlukin vatni og finnum því ekki svitann á húðinni sem raka. Það er því ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort fólk svitni ekkert i í vatni.

Staðreyndin er sú að það er vel hægt að svitna í vatni. Hvort og hversu mikið fer hins vegar eftir því hversu mikið okkur hitnar í lauginni. Þættir eins og hiti vatnsins, hiti og raki í loftinu og hversu mikið við reynum á okkur, hafa allir áhrif á það.Svitinn bogar ekki beint af þessum kátu krökkum en ef þau syntu kröftuglega í dálítinn tíma eða sætu í heita pottinum í góða stund færu þau trúlega að svitna.

Við viljum halda líkamshitanum við um það bil 37 gráður á Celsíus og því þurfum við að losna við allan umframvarma sem mundi annars valda því að við ofhitnuðum. Svitamyndun er ein leið líkamans til þess að losa sig við umframvarma. Um þetta er fjallað í nokkrum svörum á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Hvers vegna svitnar maður? segir meðal annars:

Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þunnu hornlagi, en það er ytra lag húðarinnar. Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóðið. Uppgufunin þarf mikla orku og þess vegna er þetta býsna skilvirk aðferð til kælingar.

Ef sundlaugin er mjög köld eða ef við hreyfum okkur ekki það mikið að líkaminn hitni að ráði þá er ekki nein sérstök þörf til þess að kæla líkamann og við svitnum þar af leiðandi ekki mikið. Ef vatnið er hins vegar heitt eða áreynslan nær að hita líkamann vel upp þá leitar líkaminn þeirra leiða sem hann þekkir til að kæla sig, þar á meðal að mynda svita.

Ástralskir vísindamenn gerðu könnun á svitamyndun landsliðs Ástrala í sundi. Sundmennirnir voru vigtaðir fyrir og eftir æfingu og útkoman borin saman, að teknu tilliti til þess hversu mikið þeir drukku á meðan á æfingunni stóð. Niðurstaðan var sú að afreksfólkið svitnaði að meðalatali um 600 ml á um það bil klukkustundar langri æfingu. Til samanburðar má geta þess að miðað er við að á erfiðri íþróttaæfingu á þurru landi sem stendur yfir í klukkutíma, geti svitamyndunin verið á bilinu 1 – 1 ½ lítri.

Það er sem sagt vel hægt að svitna í sundi þótt við tökum ekki eftir því þar sem svitinn fer út í vatnið. Hins vegar tökum við eftir því að eftir sundferðir getur þorsti sagt til sín og skýrist hann meðal annars af vökvatapinu sem líkaminn verður fyrir þegar hann svitnar í lauginni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Þegar maður fer í sund og leggst í heita pottinn, ætli maður sé þá að svitna í vatnið?
...