Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt.

Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eða 25-30°C og þá er átt við sundlaugarvatnið sem fólk syndir í. Vatnið í barnalaugum er enn heitara eða um 35°C. Lofthitinn hér á landi er aftur á móti oftast á bilinu 0-15°C og því eru það mikil viðbrigði fyrir líkamann að koma upp úr heitri lauginni í kalt loftið. Áhrifin eru enn meiri ef það er vindur eins og oft vill verða á eyjunni okkar. Þá verður kælingin nefnilega örari.En aðalástæðan fyrir því að manni verður kalt þegar komið er upp úr vatni er samt sú að húðin kólnar þegar vatn á yfirborði hennar gufar upp. Til þess að vatn gufi upp þarf mikla orku. Sú orka kemur meðal annars frá líkama okkar og við þennan orku- eða varmaflutning kólnar okkur. Þess vegna getur okkur líka orðið kalt þegar við komum upp úr volgum sjó í sjóðheitt loft í sólarlöndum þó að loftið sé þá oft hlýrra en sjórinn. En einmitt þess vegna hlýnar okkur fljótt aftur þar sem sólin og loftið eru fljót að hita okkur upp.

Nánar er hægt að lesa um varmaflutning í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: The YMCA of Metropolitan Dallas

Höfundur

Útgáfudagur

12.10.2006

Spyrjandi

Andreas Máni Helgason, f. 1997

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?“ Vísindavefurinn, 12. október 2006. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6307.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 12. október). Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6307

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2006. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6307>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður mér kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt.

Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eða 25-30°C og þá er átt við sundlaugarvatnið sem fólk syndir í. Vatnið í barnalaugum er enn heitara eða um 35°C. Lofthitinn hér á landi er aftur á móti oftast á bilinu 0-15°C og því eru það mikil viðbrigði fyrir líkamann að koma upp úr heitri lauginni í kalt loftið. Áhrifin eru enn meiri ef það er vindur eins og oft vill verða á eyjunni okkar. Þá verður kælingin nefnilega örari.En aðalástæðan fyrir því að manni verður kalt þegar komið er upp úr vatni er samt sú að húðin kólnar þegar vatn á yfirborði hennar gufar upp. Til þess að vatn gufi upp þarf mikla orku. Sú orka kemur meðal annars frá líkama okkar og við þennan orku- eða varmaflutning kólnar okkur. Þess vegna getur okkur líka orðið kalt þegar við komum upp úr volgum sjó í sjóðheitt loft í sólarlöndum þó að loftið sé þá oft hlýrra en sjórinn. En einmitt þess vegna hlýnar okkur fljótt aftur þar sem sólin og loftið eru fljót að hita okkur upp.

Nánar er hægt að lesa um varmaflutning í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: The YMCA of Metropolitan Dallas...