Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 318 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?

Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem mjög breytilegt er hvað börn í aldurshópnum 11-14 ára eru þung. Ástæðan fyrir þessu er að sumir krakkar verða kynþroska snemma og aðrir seinna. Hæð barnanna og þyngd þeirra getur því verið mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig þyngdin á húð þeirra. ...

category-iconMannfræði

Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?

Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þrið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru svín bleik?

Svín eru hvít að lit en vegna æðanets undir skinninu kemur fram bleikur litur á húð. Þetta líkist mjög húðlit Norður-Evrópubúa. Líkt og með húð okkar sem telst vera hvít eða öllu heldur hvítbleik þá eru hvít svín afar viðkvæm fyrir sólargeislum og baða sig því í drullu húðinni til verndar. Slíkt drullubað heldur l...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær fólk hrukkur?

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verða unglingabólur til?

Bólur myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka eins og lesa má um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Þar segir meðal annars: Þegar fitukirtlar í andliti stækka vegna uppsafnaðrar húðfitu myndast fílapenslar. Þar sem sumar bakteríur nærast á húðfitu geta fílapenslar orðið að bólum og jafnvel kýlu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju skilja sár eftir sig ör?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju koma ör á húðina, af hverju nær hún ekki að endurnýja sig og af hverju er sagt að ör komi ef maður kroppar í sár? Myndun öra er eðlilegur þáttur í því líffræðilega ferli sem á sér stað þegar sár í húð og öðrum vefjum líkamans gróa. Allir áverkar eftir slys, sjúkdóma...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?

Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðast börn sem albínóar?

Albínismi stafar af gölluðu litargeni. Þetta gen er víkjandi sem þýðir að barn þarf að fá það frá báðum foreldrum til þess að áhrifin komi fram. Hafi einstaklingur eitt eðlilegt litargen sjást engin merki um albínisma hjá viðkomandi. En eignist þessi einstaklingur barn með öðrum einstaklingi sem einnig hefur eit...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er exem og hver eru einkenni þess?

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?

Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðkrabbamein, hvernig lýsir það sér og hverjir fá það?

Til húðkrabbameina teljast ýmsar gerðir krabbameina, sem eiga upptök sín í húð. Aðallega er um að ræða þrjár gerðir, flöguþekjukrabbamein (carcinoma squamocellulare), grunnfrumukrabbamein (carcinoma basocellulare) og sortuæxli (melanoma malignum). Síðastnefnda gerðin hefur ákveðna sérstöðu og er fjallað um hana í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður blöðrur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er húðin mörg prósent af manninum?

Í fróðlegu svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri? kemur fram að húðin er stærsta líffæri líkamans. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kg eða um 15% af líkamsmassanum. Nánar má lesa um húðina í svarinu sem nefnt var hér í byrjun og öðrum s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?

Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða h...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef svartir albínóar verða hvítir af hverju verða þá ekki hvítir albínóar svartir?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Albínismi stafar af gölluðu víkjandi litargeni. Eðlilega litargenið stuðlar að myndun melaníns í húð, hári og augum. Hafi einstaklingur erft albínóagenið frá báðu...

Fleiri niðurstöður