Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?

JGÞ

Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þriðja af þeim gula. Þess í stað er ótrúlega fjölbreytt safn mismunandi húðlita.

Til er svonefnd þumalfingursreglu Glogers, sem gildir um flestar dýrategundir. Samkvæmt henni finnast dökklitaðri hópar nær miðbaug, en fölari hópar fjær miðbaug. Vísindamenn telja að ástæðan fyrir þessu sé aðlögun vegna náttúruvals að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum.

Mismunur á húðlit fólks frá Afríku, Indlandi, Suður-Evrópu og Norður-Evrópu.

Dökkur húðlitur manna kemur sér vel til að verjast sterkri geislun sólar nálægt miðbaug. En á svæðum fjær miðbaug gæti það hafa verið hentugra að vera fölur. Þá geta menn betur nýtt sér takmarkaða geislun sólar til að framleiða D-vítamín. En D-vítamínið er meðal annars nauðsynlegt til að tryggja upptöku kalks úr þörmunum.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Viktor M. Alexandersson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=58966.

JGÞ. (2011, 17. mars). Af hverju eru ekki allir með ljósa húð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58966

JGÞ. „Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58966>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?
Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þriðja af þeim gula. Þess í stað er ótrúlega fjölbreytt safn mismunandi húðlita.

Til er svonefnd þumalfingursreglu Glogers, sem gildir um flestar dýrategundir. Samkvæmt henni finnast dökklitaðri hópar nær miðbaug, en fölari hópar fjær miðbaug. Vísindamenn telja að ástæðan fyrir þessu sé aðlögun vegna náttúruvals að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum.

Mismunur á húðlit fólks frá Afríku, Indlandi, Suður-Evrópu og Norður-Evrópu.

Dökkur húðlitur manna kemur sér vel til að verjast sterkri geislun sólar nálægt miðbaug. En á svæðum fjær miðbaug gæti það hafa verið hentugra að vera fölur. Þá geta menn betur nýtt sér takmarkaða geislun sólar til að framleiða D-vítamín. En D-vítamínið er meðal annars nauðsynlegt til að tryggja upptöku kalks úr þörmunum.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....