Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er exem og hver eru einkenni þess?

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð.

Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir fimm ára aldur.

Ofnæmisexem er misslæmt. Sumir hafa lítil einkenni með litla og fáa bletti af þurri húð. Aðrir geta haft verri einkenni eins og sprungur í húð, sár og jafnvel blæðandi húð.

Hjá flestum börnum dregur úr einkennum og þau hverfa jafnvel alveg eftir því sem þau eldast. Þannig er talað um að í 53% tilfella hverfi einkennin fyrir 11 ára aldur og í 65% tilfella séu einkennin horfin fyrir 16 ára aldur. Exem hefur marktæk áhrif á daglegt líf þeirra sem þjást af slæmu exemi. Áhrifin geta verið bæði andleg og líkamleg og oft erfið að fást við. Hins vegar eru til ýmis meðferðarform sem geta hjálpað til við að hafa stjórn á einkennunum og halda sjúkdómnum niðri.

Einkenni exems geta valdið miklum óþægindum.

Einkenni exems eru í flestum tilfellum alltaf til staðar en stundum blossar sjúkdómurinn upp og einkennin versna. Þá er gjarnan þörf á frekari meðferð.

Ofnæmisexem getur valdið því að húðin:
  • þorni,
  • roðni,
  • að í hana klæi,
  • hún rofni,
  • þykkni og/eða
  • springi.

Þegar sjúkdómurinn blossar upp getur bæst við:
  • Mikill kláði og roði, hiti í húð, þurrkur og húðin flagnar.
  • Húðin verður blaut, vessandi, bólgin.
  • Bakteríusýking í húð (venjulegast af völdum staphylococcus).

Einkennin fara eftir því hve slæmur sjúkdómurinn er. Þeir einstaklingar sem eru með sjúkdóminn á lágu stigi fá væg einkenni svo sem litla þurrkbletti og kláða af og til. Hjá þeim sem þjást af honum á háu stigi geta áhrifin verið að húðin er undirlögð af þurrkblettum, í hana klæjar stöðugt og úr henni vessar.

Þörfin til að klóra sér getur truflað svefn og eins haft þær afleiðingar að blæði úr húðinni. Það getur líka gert illt verra að klóra sér og vítahringur skapast þar sem kláðinn getur aukist. Hjá börnum getur þetta haft þær afleiðingar að þau fá ekki nægan svefn og eiga erfitt með að einbeita sér á daginn við leik og störf.

Heimild:

Mynd:


Þetta svar birtist upphaflega sem hluti af grein á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

hjúkrunarfræðingur

Útgáfudagur

22.4.2013

Spyrjandi

Björn Þorsteinsson

Tilvísun

Guðrún Gyða Hauksdóttir. „Hvað er exem og hver eru einkenni þess?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2013, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25863.

Guðrún Gyða Hauksdóttir. (2013, 22. apríl). Hvað er exem og hver eru einkenni þess? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25863

Guðrún Gyða Hauksdóttir. „Hvað er exem og hver eru einkenni þess?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2013. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25863>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er exem og hver eru einkenni þess?
Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð.

Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og einnig algengast hjá börnum. Orsök þess er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Mörg börn fá fyrstu einkenni um exem á fyrsta ári og talið er að um 80% greinist fyrir fimm ára aldur.

Ofnæmisexem er misslæmt. Sumir hafa lítil einkenni með litla og fáa bletti af þurri húð. Aðrir geta haft verri einkenni eins og sprungur í húð, sár og jafnvel blæðandi húð.

Hjá flestum börnum dregur úr einkennum og þau hverfa jafnvel alveg eftir því sem þau eldast. Þannig er talað um að í 53% tilfella hverfi einkennin fyrir 11 ára aldur og í 65% tilfella séu einkennin horfin fyrir 16 ára aldur. Exem hefur marktæk áhrif á daglegt líf þeirra sem þjást af slæmu exemi. Áhrifin geta verið bæði andleg og líkamleg og oft erfið að fást við. Hins vegar eru til ýmis meðferðarform sem geta hjálpað til við að hafa stjórn á einkennunum og halda sjúkdómnum niðri.

Einkenni exems geta valdið miklum óþægindum.

Einkenni exems eru í flestum tilfellum alltaf til staðar en stundum blossar sjúkdómurinn upp og einkennin versna. Þá er gjarnan þörf á frekari meðferð.

Ofnæmisexem getur valdið því að húðin:
  • þorni,
  • roðni,
  • að í hana klæi,
  • hún rofni,
  • þykkni og/eða
  • springi.

Þegar sjúkdómurinn blossar upp getur bæst við:
  • Mikill kláði og roði, hiti í húð, þurrkur og húðin flagnar.
  • Húðin verður blaut, vessandi, bólgin.
  • Bakteríusýking í húð (venjulegast af völdum staphylococcus).

Einkennin fara eftir því hve slæmur sjúkdómurinn er. Þeir einstaklingar sem eru með sjúkdóminn á lágu stigi fá væg einkenni svo sem litla þurrkbletti og kláða af og til. Hjá þeim sem þjást af honum á háu stigi geta áhrifin verið að húðin er undirlögð af þurrkblettum, í hana klæjar stöðugt og úr henni vessar.

Þörfin til að klóra sér getur truflað svefn og eins haft þær afleiðingar að blæði úr húðinni. Það getur líka gert illt verra að klóra sér og vítahringur skapast þar sem kláðinn getur aukist. Hjá börnum getur þetta haft þær afleiðingar að þau fá ekki nægan svefn og eiga erfitt með að einbeita sér á daginn við leik og störf.

Heimild:

Mynd:


Þetta svar birtist upphaflega sem hluti af grein á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi. ...