Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er best að meðhöndla exem?

Guðrún Gyða Hauksdóttir

Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems.

Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og annað sem gæti haft áhrif á sjúkdóminn eins og astmi og ofnæmi.

Mikilvægt er að komast að því hvort og þá hvaða þættir geta orsakað aukin einkenni. Þar er mikilvægt að hafa í huga atriði eins og þvottaefni og mýkingarefni og gott getur verið að halda matardagbók til að komast að því hvort eitthvað í mataræðinu hafi áhrif til hins verra.

Erfitt getur reynst að klóra ekki þar sem klæjar.

Meðferð:

Þó svo engin einföld lækning sé til við ofnæmisexemi er hægt að fást við einkennin með ýmsum hætti. Hjá börnum dregur venjulega smám saman úr einkennum með hækkandi aldri.

Forðast ber að klóra sér. Þó svo kláði sé einn af fylgifiskum exems er mikilvægt að muna að klór ertir húðina enn meira og kallar á meiri kláða. Eins eykur klórið hættu á sýkingu þar sem það getur leitt til þess að það fari að blæða úr húðinni.

Hins vegar getur verið afar erfitt að sleppa því alveg. Með því að klippa neglur og hafa þær stuttar má draga úr skaða. Ungbörn með exem eru gjarnan sett í sérstaka vettlinga svo þau geti ekki klórað sér.

Ef vitað er hvaða ofnæmisvakar verða til þess að exemið versnar er um að gera að forðast þá í lengstu lög. Hægt er að gæta að því að ekki verði of heitt í húsinu með því að draga úr kyndingu. Gott er að ganga í fötum úr náttúrlegum efnum þar sem viðkomandi svitnar síður og forðast sápur og mýkingarefni sem geta gert illt verra.

Sé þörf á miklum breytingum á mataræði er best að gera þær í samráði við lækni. Þetta á einnig við ef um er að ræða barn með exem og það er á brjósti – þá er best að móðirin fái réttar ráðleggingar hjá sínum lækni.

Áburður og krem:

Rakakrem eru til þess gerð að viðhalda raka og teygjanleika í húðinni til að hún springi síður en þannig má draga úr einkennum þurrks. Krem eru einn af mikilvægustu þáttunum í meðferð á exemi. Til eru margar tegundir rakakrema og stundum þarf að prófa nokkrar þeirra áður en sú finnst sem best hentar.

Flestir þurfa að nota fleiri en eina tegund krems til lengri eða skemmri tíma. Til dæmis eru sum ekki ætluð til notkunar á andlit. Eins eru kremin misjöfn eftir húðtegundum; feit krem eða áburður eru gjarnan notuð á mjög þurra húð en þynnri krem og húðmjólk þegar þurrkur er minni. Rakakrem þurfa allir með þurra húð að nota.

Stundum þarf að skipta um tegund ef búið er að nota sama kremið í langan tíma; áhrif þess geta dvínað eða kremið jafnvel farið að valda ertingu í húðinni.

Krem á alltaf að strjúka létt yfir húðina í sömu átt og hárið vex. Forðast skal að nudda kreminu inn í húðina því það getur valdið ertingu. Eftir þvott er best að þerra húðina gætilega og bera kremið strax á eftir. Ekki er gott að aðrir noti krem úr sömu umbúðunum þar sem það getur aukið hættu á sýkingu.

Ráðlegt er að nota rakakrem oft eða að minnsta kosti tvisvar á dag jafnvel þótt einkenni séu lítil eða engin. Ef húðin er mjög þurr getur verið ráðlegt að bera á hana rakakrem á tveggja til þriggja tíma fresti. Þess vegna getur verið gott að eiga rakakrem bæði heima og í vinnu/skóla og jafnvel í bílnum.

Rakakrem er hægt að nota í stað sápu og er í raun ákjósanlegt þar sem venjuleg sápa ertir húðina og getur valdið auknum einkennum. Til eru ýmsar útgáfur af rakakremum sem ætlaðar eru fyrir bað og sturtu.

Algengasta aukaverkun af rakakremi eru útbrot. Húð exemsjúklinga er afar viðkvæm og getur þannig brugðist illa við ýmsum efnum í kreminu. Þá er mikilvægt að fá nýja tegund af kremi. Eins eru sum þessara krema með ilm- og lyktarefnum sem hafa slæm áhrif á exem.

Sterakrem:

Stundum þarf læknir að skrifa upp á steraáburð ef einkennin eru slæm. Barksterar draga úr bólgum og aðstoða þannig húðina við að draga úr einkennum. Styrkur steranna er misjafn og fer eftir einkennum.

Sterakrem á eingöngu og ávallt að nota undir eftirliti læknis, þar sem röng notkun getur valdið skaða. Læknir útskýrir hve oft og á hvaða útbrot skuli bera og eins fylgja leiðbeiningar með lyfinu. Notkun sterakrema gerir gott ef hún er vel útskýrð og rétt framkvæmd.

Sterakrem geta hjálpað.

Andhistamín:

Andhistamín (e. antihistamines) eru lyf sem koma í veg fyrir verkun histamína. Líkaminn losar histamín út í blóðrásina þegar hann kemst í snertingu við ofnæmisvaka. Einkennin af því eru meðal annars kláði, hnerri og að vökvi rennur úr augum.

Andhistamín geta ýmist haft sljóvgandi áhrif eða ekki. Þau sem eru sljóvgandi eru þá notuð til að slá á einkenni svo sem kláða til að auðvelda svefn. Slík lyf eru oftast notuð í stuttan tíma í einu og best er að taka þau inn klukkutíma fyrir svefn. Sumir finna fyrir sljóvgandi áhrifum lyfsins daginn eftir og því getur verið mikilvægt að láta til dæmis vita í skólanum ef barn er á slíkum lyfjum. Ekki má aka bíl um leið og verið er að taka þessi lyf. Andhistamín sem ekki innihalda sljóvgandi efni eru einnig kláðastillandi og þau er hægt að nota til lengri tíma í einu.

Sýkt exem:

Exem getur sýkst ef sár myndast í sprungum eða búið er að klóra til blóðs. Slíka sýkingu þarf að meðhöndla með sýklalyfjum annað hvort sem áburð eða til inntöku. Oftast er um að ræða sýkingu af völdum staphylococca þar sem sú baktería lifir í eðlilegri flóru á húð en getur valdið usla ef hún kemst inn í sár. Gæta þarf að því að fá ný krem eftir sýkinguna þar sem bakterían getur verið til staðar í gömlu umbúðunum og aukið hættu á endursýkingu.

Ýmsar meðferðir eru notaðar við exemi aðrar en þær sem hér eru nefndar svo sem ljósaböð með útfjólubláum geislum og ýmiss konar böð. Þær meðferðir eru alltaf á ábyrgð lækna því þær henta ekki hverjum sem er og þarf að vanda vel til verka svo þær gagnist.

Heimild:

Mynd:


Þetta svar birtist upphaflega sem hluti af grein á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

hjúkrunarfræðingur

Útgáfudagur

22.5.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Gyða Hauksdóttir. „Hvernig er best að meðhöndla exem?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2013, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62872.

Guðrún Gyða Hauksdóttir. (2013, 22. maí). Hvernig er best að meðhöndla exem? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62872

Guðrún Gyða Hauksdóttir. „Hvernig er best að meðhöndla exem?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2013. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62872>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að meðhöndla exem?
Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems.

Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og annað sem gæti haft áhrif á sjúkdóminn eins og astmi og ofnæmi.

Mikilvægt er að komast að því hvort og þá hvaða þættir geta orsakað aukin einkenni. Þar er mikilvægt að hafa í huga atriði eins og þvottaefni og mýkingarefni og gott getur verið að halda matardagbók til að komast að því hvort eitthvað í mataræðinu hafi áhrif til hins verra.

Erfitt getur reynst að klóra ekki þar sem klæjar.

Meðferð:

Þó svo engin einföld lækning sé til við ofnæmisexemi er hægt að fást við einkennin með ýmsum hætti. Hjá börnum dregur venjulega smám saman úr einkennum með hækkandi aldri.

Forðast ber að klóra sér. Þó svo kláði sé einn af fylgifiskum exems er mikilvægt að muna að klór ertir húðina enn meira og kallar á meiri kláða. Eins eykur klórið hættu á sýkingu þar sem það getur leitt til þess að það fari að blæða úr húðinni.

Hins vegar getur verið afar erfitt að sleppa því alveg. Með því að klippa neglur og hafa þær stuttar má draga úr skaða. Ungbörn með exem eru gjarnan sett í sérstaka vettlinga svo þau geti ekki klórað sér.

Ef vitað er hvaða ofnæmisvakar verða til þess að exemið versnar er um að gera að forðast þá í lengstu lög. Hægt er að gæta að því að ekki verði of heitt í húsinu með því að draga úr kyndingu. Gott er að ganga í fötum úr náttúrlegum efnum þar sem viðkomandi svitnar síður og forðast sápur og mýkingarefni sem geta gert illt verra.

Sé þörf á miklum breytingum á mataræði er best að gera þær í samráði við lækni. Þetta á einnig við ef um er að ræða barn með exem og það er á brjósti – þá er best að móðirin fái réttar ráðleggingar hjá sínum lækni.

Áburður og krem:

Rakakrem eru til þess gerð að viðhalda raka og teygjanleika í húðinni til að hún springi síður en þannig má draga úr einkennum þurrks. Krem eru einn af mikilvægustu þáttunum í meðferð á exemi. Til eru margar tegundir rakakrema og stundum þarf að prófa nokkrar þeirra áður en sú finnst sem best hentar.

Flestir þurfa að nota fleiri en eina tegund krems til lengri eða skemmri tíma. Til dæmis eru sum ekki ætluð til notkunar á andlit. Eins eru kremin misjöfn eftir húðtegundum; feit krem eða áburður eru gjarnan notuð á mjög þurra húð en þynnri krem og húðmjólk þegar þurrkur er minni. Rakakrem þurfa allir með þurra húð að nota.

Stundum þarf að skipta um tegund ef búið er að nota sama kremið í langan tíma; áhrif þess geta dvínað eða kremið jafnvel farið að valda ertingu í húðinni.

Krem á alltaf að strjúka létt yfir húðina í sömu átt og hárið vex. Forðast skal að nudda kreminu inn í húðina því það getur valdið ertingu. Eftir þvott er best að þerra húðina gætilega og bera kremið strax á eftir. Ekki er gott að aðrir noti krem úr sömu umbúðunum þar sem það getur aukið hættu á sýkingu.

Ráðlegt er að nota rakakrem oft eða að minnsta kosti tvisvar á dag jafnvel þótt einkenni séu lítil eða engin. Ef húðin er mjög þurr getur verið ráðlegt að bera á hana rakakrem á tveggja til þriggja tíma fresti. Þess vegna getur verið gott að eiga rakakrem bæði heima og í vinnu/skóla og jafnvel í bílnum.

Rakakrem er hægt að nota í stað sápu og er í raun ákjósanlegt þar sem venjuleg sápa ertir húðina og getur valdið auknum einkennum. Til eru ýmsar útgáfur af rakakremum sem ætlaðar eru fyrir bað og sturtu.

Algengasta aukaverkun af rakakremi eru útbrot. Húð exemsjúklinga er afar viðkvæm og getur þannig brugðist illa við ýmsum efnum í kreminu. Þá er mikilvægt að fá nýja tegund af kremi. Eins eru sum þessara krema með ilm- og lyktarefnum sem hafa slæm áhrif á exem.

Sterakrem:

Stundum þarf læknir að skrifa upp á steraáburð ef einkennin eru slæm. Barksterar draga úr bólgum og aðstoða þannig húðina við að draga úr einkennum. Styrkur steranna er misjafn og fer eftir einkennum.

Sterakrem á eingöngu og ávallt að nota undir eftirliti læknis, þar sem röng notkun getur valdið skaða. Læknir útskýrir hve oft og á hvaða útbrot skuli bera og eins fylgja leiðbeiningar með lyfinu. Notkun sterakrema gerir gott ef hún er vel útskýrð og rétt framkvæmd.

Sterakrem geta hjálpað.

Andhistamín:

Andhistamín (e. antihistamines) eru lyf sem koma í veg fyrir verkun histamína. Líkaminn losar histamín út í blóðrásina þegar hann kemst í snertingu við ofnæmisvaka. Einkennin af því eru meðal annars kláði, hnerri og að vökvi rennur úr augum.

Andhistamín geta ýmist haft sljóvgandi áhrif eða ekki. Þau sem eru sljóvgandi eru þá notuð til að slá á einkenni svo sem kláða til að auðvelda svefn. Slík lyf eru oftast notuð í stuttan tíma í einu og best er að taka þau inn klukkutíma fyrir svefn. Sumir finna fyrir sljóvgandi áhrifum lyfsins daginn eftir og því getur verið mikilvægt að láta til dæmis vita í skólanum ef barn er á slíkum lyfjum. Ekki má aka bíl um leið og verið er að taka þessi lyf. Andhistamín sem ekki innihalda sljóvgandi efni eru einnig kláðastillandi og þau er hægt að nota til lengri tíma í einu.

Sýkt exem:

Exem getur sýkst ef sár myndast í sprungum eða búið er að klóra til blóðs. Slíka sýkingu þarf að meðhöndla með sýklalyfjum annað hvort sem áburð eða til inntöku. Oftast er um að ræða sýkingu af völdum staphylococca þar sem sú baktería lifir í eðlilegri flóru á húð en getur valdið usla ef hún kemst inn í sár. Gæta þarf að því að fá ný krem eftir sýkinguna þar sem bakterían getur verið til staðar í gömlu umbúðunum og aukið hættu á endursýkingu.

Ýmsar meðferðir eru notaðar við exemi aðrar en þær sem hér eru nefndar svo sem ljósaböð með útfjólubláum geislum og ýmiss konar böð. Þær meðferðir eru alltaf á ábyrgð lækna því þær henta ekki hverjum sem er og þarf að vanda vel til verka svo þær gagnist.

Heimild:

Mynd:


Þetta svar birtist upphaflega sem hluti af grein á vefsetrinu Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

...