Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík

Hvers vegna verður húðin þurr?

Doktor.is

Þurr húð er ekki endilega húðsjúkdómur en ástand húðarinnar einkennist af því að hún flagnar, oft með roða, ertingu og kláða. Þetta veldur mestum vandræðum á haustin og veturna. Húðþurrkur kemur yfirleitt fram í andliti, á höndum, handleggjum og fótum. Þegar verst lætur getur húðin líkst fiskhreistri (Ichtyosis). Meira ber á þessu með hækkandi aldri.

Fjöldi fitukirtla í húðinni og hæfnin til að halda húðinni mjúkri minnkar með aldrinum. Fituinnihald efri hluta húðarinnar virðist hafa mest að segja um hæfni hennar til að halda í sér raka og vera vörn gegn umhverfinu. Erfðir skipta þar töluverðu máli. Þurr húð getur þannig verið algeng innan fjölskyldna.

Það eru þó ekki aðeins erfðaþættir sem skipta máli. Sífelldir þvottar með vatni og sápu, þurrt og heitt inniloft, vetrarveður, ástundun sólbaða í stórum stíl og aðrir þættir í umhverfinu geta þurrkað húðina.Húðþurrkur kemur oft fram í andliti.

Ef húðin er þurr er helsta ráðið að nota rakakrem og feit krem. Það er óþarfi að fjárfesta í dýrum ilmkremum. Á sumrin er yfirleitt best að notast við þunnfljótandi rakakrem, en á veturna eru feitari krem hentugri.

Ef húðþurrkurinn er á háu stigi getur komið til greina að fá hjá lækni eða húðlækni, til skammtímanota krem með bólgueyðandi hormóni, til að nota ásamt venjulega kreminu.

Ef kláðinn heldur vöku fyrir viðkomandi getur læknirinn gefið kláðastillandi og antihistamín.

Hægt er að fylgja nokkrum einföldum ráðum til að sporna við húðþurrki:
 • Ekki er ástæða til að baða sig oft á dag og þegar farið er í bað á ekki að hafa það mjög heitt.
 • Forðast skal að nota mikla sápu og nota einnig sápu með sýrustigi sem hentar húðinni.
 • Betra er að þerra húðina í stað þess að nudda hana þurra.
 • Gott er að bera á sig rakakrem meðan húðin er enn rök eftir baðið.
 • Lofta út íverustað og lækka hitastigið.
 • Njóta sólarinnar í hófi. Óhófleg sóldýrkun getur valdið húðkrabbameini, hrukkum og húðþurrki.
 • Drekka nægan vökva.
 • Klæðast léttum og mjúkum bómullarfatnaði sem ertir ekki húðina.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Textinn í þessu svari er uppruninn á Doktor.is en aðlagaður að Vísindavefnum og birtur með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

10.12.2009

Spyrjandi

Sigríður Kristín Sigþórsdóttir

Tilvísun

Doktor.is. „Hvers vegna verður húðin þurr?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2009. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=50914.

Doktor.is. (2009, 10. desember). Hvers vegna verður húðin þurr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50914

Doktor.is. „Hvers vegna verður húðin þurr?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2009. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður húðin þurr?
Þurr húð er ekki endilega húðsjúkdómur en ástand húðarinnar einkennist af því að hún flagnar, oft með roða, ertingu og kláða. Þetta veldur mestum vandræðum á haustin og veturna. Húðþurrkur kemur yfirleitt fram í andliti, á höndum, handleggjum og fótum. Þegar verst lætur getur húðin líkst fiskhreistri (Ichtyosis). Meira ber á þessu með hækkandi aldri.

Fjöldi fitukirtla í húðinni og hæfnin til að halda húðinni mjúkri minnkar með aldrinum. Fituinnihald efri hluta húðarinnar virðist hafa mest að segja um hæfni hennar til að halda í sér raka og vera vörn gegn umhverfinu. Erfðir skipta þar töluverðu máli. Þurr húð getur þannig verið algeng innan fjölskyldna.

Það eru þó ekki aðeins erfðaþættir sem skipta máli. Sífelldir þvottar með vatni og sápu, þurrt og heitt inniloft, vetrarveður, ástundun sólbaða í stórum stíl og aðrir þættir í umhverfinu geta þurrkað húðina.Húðþurrkur kemur oft fram í andliti.

Ef húðin er þurr er helsta ráðið að nota rakakrem og feit krem. Það er óþarfi að fjárfesta í dýrum ilmkremum. Á sumrin er yfirleitt best að notast við þunnfljótandi rakakrem, en á veturna eru feitari krem hentugri.

Ef húðþurrkurinn er á háu stigi getur komið til greina að fá hjá lækni eða húðlækni, til skammtímanota krem með bólgueyðandi hormóni, til að nota ásamt venjulega kreminu.

Ef kláðinn heldur vöku fyrir viðkomandi getur læknirinn gefið kláðastillandi og antihistamín.

Hægt er að fylgja nokkrum einföldum ráðum til að sporna við húðþurrki:
 • Ekki er ástæða til að baða sig oft á dag og þegar farið er í bað á ekki að hafa það mjög heitt.
 • Forðast skal að nota mikla sápu og nota einnig sápu með sýrustigi sem hentar húðinni.
 • Betra er að þerra húðina í stað þess að nudda hana þurra.
 • Gott er að bera á sig rakakrem meðan húðin er enn rök eftir baðið.
 • Lofta út íverustað og lækka hitastigið.
 • Njóta sólarinnar í hófi. Óhófleg sóldýrkun getur valdið húðkrabbameini, hrukkum og húðþurrki.
 • Drekka nægan vökva.
 • Klæðast léttum og mjúkum bómullarfatnaði sem ertir ekki húðina.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Textinn í þessu svari er uppruninn á Doktor.is en aðlagaður að Vísindavefnum og birtur með góðfúslegu leyfi. ...