Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna klæjar mann?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins.

Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðinni og getur valdið bæði kláða og roða. Hér áður fyrr var kláði vegna áreitis í húð, til dæmis vegna hreyfinga örfínna líkamshára, talinn berast eftir sömu boðleiðum og sársaukaboð. Seinna kom hins vegar í ljós að hann berst eftir eigin taugaboðleiðum. Kláði af völdum histamíns berst til heila með sömu taugum og sársaukaboð, en eftir öðrum taugaþráðum innan þeirra.Kláði er talinn vera varnarviðbragð gegn sníklum.

Talið er að upphaflega sé kláði varnarviðbragð gegn sníklum, en hann stuðlar að því að dýr klóri sér og fjarlægi þar með sníkla af húðinni eða feldinum.

Algengasta orsök kláða hjá manninum er hins vegar þurr húð. Aðrar orsakir eru til dæmis ýmsir húðsjúkdómar eins og sóri, exem og ofnæmi; sveppasýkingar, skordýrabit, ertandi efni, sólbruni, flasa sem og sníklar af ýmsum gerðum svo sem kláðamaur og lús. Einnig geta alvarlegri sjúkdómar valdið kláða, til dæmis gula, sykursýki og Hodgkin’s sjúkdómur, sem er ákveðin gerð af eitlakrabbameins.Margir þurfa að klóra sér í hausnum þegar þeir hugsa.

Til eru ýmsar vörur sem vinna gegn kláða og eru þær mis gagnlegar. Gott er að koma í veg fyrir ofþornun húðar með því að bera á sig rakagefandi krem. Kaldir bakstrar geta dregið úr kláða og stundum dugar að klóra sér svolítið. Klór getur þó einnig espað upp kláðann og ert húðina og þannig leitt til vítahrings kláða og klórs. Það getur því oft valdið meiri skaða að klóra sér og því er oft betra að reyna að stilla sig um það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:


Mjög margir hafa sent Vísindavefnum spurningar um kláða. Aðrir spyrjendur eru:

Alda Hafsteinsdóttir, Andri Ómarsson, Arnar Jan Jónsson, Axel Paul Gunnarsson, Árni Bergþór Bjarnason, Bjarni Guðjónsson, Bylgja Hilmarsdóttir, Davíð Orri Ágústsson, Einar Þorgeirsson, Erlingur Tryggvason, Flosi Þór Karlsson, Guðni Líndal, Gunnar Björn Ólafsson, Halla Fanney, Harpa Vilbergsdóttir, Hörður Gabríel, Kristján Kristinsson, Magnús Þór Jónsson, Ómar Karl Jóhannesson, Ragnar Sverrisson, Ragnar Sverrisson, Salvör Sæmundsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Unnur Haraldsdóttir og Þórunn Jakobsdóttir.

Höfundur

Útgáfudagur

6.11.2007

Spyrjandi

Laufey Ósk Andrésdóttir
Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir
Anna Maren

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna klæjar mann?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6889.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 6. nóvember). Hvers vegna klæjar mann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6889

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna klæjar mann?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6889>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna klæjar mann?
Kláði er tilfinning sem kemur fram á ákveðnu svæði á húðinni og vekur hjá fólki löngun til að klóra sér á þessu svæði. Kláði getur stafað af ýmsum orsökum, allt frá þurri húð til krabbameins.

Helsta efnasambandið sem kemur við sögu þegar mann klæjar er histamín. Það myndast í svokölluðum mastfrumum undir húðinni og getur valdið bæði kláða og roða. Hér áður fyrr var kláði vegna áreitis í húð, til dæmis vegna hreyfinga örfínna líkamshára, talinn berast eftir sömu boðleiðum og sársaukaboð. Seinna kom hins vegar í ljós að hann berst eftir eigin taugaboðleiðum. Kláði af völdum histamíns berst til heila með sömu taugum og sársaukaboð, en eftir öðrum taugaþráðum innan þeirra.Kláði er talinn vera varnarviðbragð gegn sníklum.

Talið er að upphaflega sé kláði varnarviðbragð gegn sníklum, en hann stuðlar að því að dýr klóri sér og fjarlægi þar með sníkla af húðinni eða feldinum.

Algengasta orsök kláða hjá manninum er hins vegar þurr húð. Aðrar orsakir eru til dæmis ýmsir húðsjúkdómar eins og sóri, exem og ofnæmi; sveppasýkingar, skordýrabit, ertandi efni, sólbruni, flasa sem og sníklar af ýmsum gerðum svo sem kláðamaur og lús. Einnig geta alvarlegri sjúkdómar valdið kláða, til dæmis gula, sykursýki og Hodgkin’s sjúkdómur, sem er ákveðin gerð af eitlakrabbameins.Margir þurfa að klóra sér í hausnum þegar þeir hugsa.

Til eru ýmsar vörur sem vinna gegn kláða og eru þær mis gagnlegar. Gott er að koma í veg fyrir ofþornun húðar með því að bera á sig rakagefandi krem. Kaldir bakstrar geta dregið úr kláða og stundum dugar að klóra sér svolítið. Klór getur þó einnig espað upp kláðann og ert húðina og þannig leitt til vítahrings kláða og klórs. Það getur því oft valdið meiri skaða að klóra sér og því er oft betra að reyna að stilla sig um það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:


Mjög margir hafa sent Vísindavefnum spurningar um kláða. Aðrir spyrjendur eru:

Alda Hafsteinsdóttir, Andri Ómarsson, Arnar Jan Jónsson, Axel Paul Gunnarsson, Árni Bergþór Bjarnason, Bjarni Guðjónsson, Bylgja Hilmarsdóttir, Davíð Orri Ágústsson, Einar Þorgeirsson, Erlingur Tryggvason, Flosi Þór Karlsson, Guðni Líndal, Gunnar Björn Ólafsson, Halla Fanney, Harpa Vilbergsdóttir, Hörður Gabríel, Kristján Kristinsson, Magnús Þór Jónsson, Ómar Karl Jóhannesson, Ragnar Sverrisson, Ragnar Sverrisson, Salvör Sæmundsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Unnur Haraldsdóttir og Þórunn Jakobsdóttir.
...