Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna?

Karl Skírnisson

Um árabil var það trú manna að rykmaurar, sem nú eru kallaðir rykmítlar (sjá svar við spurningunni Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?) lifðu á húðflögum og væru algengir í rúmum og teppum innan húss, til dæmis í svefnherbergjum. Öpuðu menn þetta hver upp eftir öðrum og standa þessar fullyrðingar víða á prenti. Nú hafa rannsóknir hér á landi sýnt að ofangreind fullyrðing á ekki við rök að styðjast eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Rykmítill (Dermatophagoides pteronyssinus).

Fjölmargar dýrategundir, einkum þó skordýr, slæðast hins vegar iðulega utan úr náttúrunni inn í hús landsmanna en flestar kunna þær illa við sig innandyra og deyja fljótt. Aðalástæðan er hitinn inni í húsunum, lítill raki og léleg fæðuskilyrði, einkum þar sem reglulega er þrifið! Þó eru á þessu undantekningar, einkum ef dýrin geta lifað á blóði.

Efst á lista blóðsjúgandi sníkjudýra er veggjalúsin. Hún tekur sér gjarnan bólfestu í rúmum manna og nærist á blóði þeirra, einkum að næturlagi en veggjalúsin lætur lítið á sér kræla að degi til. Veggjalúsin barst hingað með norskum hvalföngurum um 1890 og dreifðist næstu áratugina til allra landshluta. Henni var endanlega útrýmt hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Á seinni árum hefur þó orðið vart við einsök tilfelli af veggjalús. Afar brýnt er að ráða niðurlögum hennar áður en að hún nær að dreifa sér.

Veggjalús (Cimex lectularius).

Næst á listanum er mannaflóin. Hún var afar algeng á Íslandi langt fram eftir 20. öldinni og lifði góðu lífi í bælum landsmanna þar sem lirfurnar höfðu iðulega nóg að bíta og brenna, til dæmis í gömlum og skítugum ullar- eða heydýnum. Bættur húsakostur, aukin þrif og tilkoma virkra skordýralyfja um miðbik tuttugustu aldarinnar gegndu lykilhlutverki í því að útrýma mannaflónni og ýmissri annarri óværu á Íslandi.

Fyrir skömmu fékk höfundur þessa svars mannafló til skoðunar. Málsatvik voru þau að rétt fyrir brottför með flugvél til Íslands heimsótti íslensk kona sveitabýli erlendis þar sem mannaflær virðast hafa verið algengar. Flutti hún mannafló á líkama sínum til landsins og heim komin tók flóin sér bólfestu í rúmi konunnar. Lifði flóin þar góðu lífi í nokkra daga eins og fjölmargar upphleyptar kláðabólur á líkama konunnar báru órækt vitni um. Undi konan þessu þó ekki heldur leitaði ráða hjá sníkjudýrafræðingum á Tilraunastöðinni á Keldum. Var henni þar bent á að leita að sökudólgnum og fannst hann fljótlega. Smásjárskoðun sýndi að þarna var á ferðinni mannafló.

Mannafló (Pulex irritans).

Kettir eru iðnir við að bera nagdýra- og fuglaflær inn í íbúðir landsmanna á vorin og fram eftir sumri, einkum veiðikettir sem hafa verið að snudda í hreiðrum og fengið þá á sig flær. Flærnar berast auðveldlega inn í íbúðir í feldi kattarins. Þar fara þær á flakk og oftar en ekki hafa þær fundist í rúmum heimilismanna. Nagdýra- og fuglaflær geta lifað vikum saman inni í íbúðum og lifa þar á blóði úr heimilisfólki eða gæludýrum.

Síðasta dæmið sem hér skal tilfært eru svokallaðir hitabeltis-rottumítlar en þeir geta lifað á ýmsum gæludýrum sem og fuglum. Síðasta ár varð ungur eigandi stökkmúsa fyrir því að þessum mítlum hafði fjölgað svo ört í bæli gæludýranna að þeir voru farnir að hópast upp í rúmið til drengsins og sjúga úr honum blóð. Mítlarnir geta auðveldlega borist með gæludýrum inn á heimili en hægt er að halda þeim að mestu í skefjum með því að skipta reglulega um hreiðurefni hjá gæludýrunum.

Skoðið einnig svar saman höfundar við spurningunni Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Myndir:

Svar við þessari spurningu birtist upprunalega 25.9.2002. Það var uppfært og endurbirt 26.2.2016.

Höfundur

Karl Skírnisson

dýrafræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

26.2.2016

Síðast uppfært

24.8.2022

Spyrjandi

Benedikta Hannesdóttir

Tilvísun

Karl Skírnisson. „Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2016, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2706.

Karl Skírnisson. (2016, 26. febrúar). Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2706

Karl Skírnisson. „Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2016. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2706>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr leynast í rúmum og teppum landsmanna?
Um árabil var það trú manna að rykmaurar, sem nú eru kallaðir rykmítlar (sjá svar við spurningunni Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?) lifðu á húðflögum og væru algengir í rúmum og teppum innan húss, til dæmis í svefnherbergjum. Öpuðu menn þetta hver upp eftir öðrum og standa þessar fullyrðingar víða á prenti. Nú hafa rannsóknir hér á landi sýnt að ofangreind fullyrðing á ekki við rök að styðjast eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Rykmítill (Dermatophagoides pteronyssinus).

Fjölmargar dýrategundir, einkum þó skordýr, slæðast hins vegar iðulega utan úr náttúrunni inn í hús landsmanna en flestar kunna þær illa við sig innandyra og deyja fljótt. Aðalástæðan er hitinn inni í húsunum, lítill raki og léleg fæðuskilyrði, einkum þar sem reglulega er þrifið! Þó eru á þessu undantekningar, einkum ef dýrin geta lifað á blóði.

Efst á lista blóðsjúgandi sníkjudýra er veggjalúsin. Hún tekur sér gjarnan bólfestu í rúmum manna og nærist á blóði þeirra, einkum að næturlagi en veggjalúsin lætur lítið á sér kræla að degi til. Veggjalúsin barst hingað með norskum hvalföngurum um 1890 og dreifðist næstu áratugina til allra landshluta. Henni var endanlega útrýmt hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Á seinni árum hefur þó orðið vart við einsök tilfelli af veggjalús. Afar brýnt er að ráða niðurlögum hennar áður en að hún nær að dreifa sér.

Veggjalús (Cimex lectularius).

Næst á listanum er mannaflóin. Hún var afar algeng á Íslandi langt fram eftir 20. öldinni og lifði góðu lífi í bælum landsmanna þar sem lirfurnar höfðu iðulega nóg að bíta og brenna, til dæmis í gömlum og skítugum ullar- eða heydýnum. Bættur húsakostur, aukin þrif og tilkoma virkra skordýralyfja um miðbik tuttugustu aldarinnar gegndu lykilhlutverki í því að útrýma mannaflónni og ýmissri annarri óværu á Íslandi.

Fyrir skömmu fékk höfundur þessa svars mannafló til skoðunar. Málsatvik voru þau að rétt fyrir brottför með flugvél til Íslands heimsótti íslensk kona sveitabýli erlendis þar sem mannaflær virðast hafa verið algengar. Flutti hún mannafló á líkama sínum til landsins og heim komin tók flóin sér bólfestu í rúmi konunnar. Lifði flóin þar góðu lífi í nokkra daga eins og fjölmargar upphleyptar kláðabólur á líkama konunnar báru órækt vitni um. Undi konan þessu þó ekki heldur leitaði ráða hjá sníkjudýrafræðingum á Tilraunastöðinni á Keldum. Var henni þar bent á að leita að sökudólgnum og fannst hann fljótlega. Smásjárskoðun sýndi að þarna var á ferðinni mannafló.

Mannafló (Pulex irritans).

Kettir eru iðnir við að bera nagdýra- og fuglaflær inn í íbúðir landsmanna á vorin og fram eftir sumri, einkum veiðikettir sem hafa verið að snudda í hreiðrum og fengið þá á sig flær. Flærnar berast auðveldlega inn í íbúðir í feldi kattarins. Þar fara þær á flakk og oftar en ekki hafa þær fundist í rúmum heimilismanna. Nagdýra- og fuglaflær geta lifað vikum saman inni í íbúðum og lifa þar á blóði úr heimilisfólki eða gæludýrum.

Síðasta dæmið sem hér skal tilfært eru svokallaðir hitabeltis-rottumítlar en þeir geta lifað á ýmsum gæludýrum sem og fuglum. Síðasta ár varð ungur eigandi stökkmúsa fyrir því að þessum mítlum hafði fjölgað svo ört í bæli gæludýranna að þeir voru farnir að hópast upp í rúmið til drengsins og sjúga úr honum blóð. Mítlarnir geta auðveldlega borist með gæludýrum inn á heimili en hægt er að halda þeim að mestu í skefjum með því að skipta reglulega um hreiðurefni hjá gæludýrunum.

Skoðið einnig svar saman höfundar við spurningunni Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Myndir:

Svar við þessari spurningu birtist upprunalega 25.9.2002. Það var uppfært og endurbirt 26.2.2016.

...