Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?

Til skamms tíma var oft talað um rykmaura en nú er mælt með því að nota frekar hugtakið rykmítlar.

Í dag nota menn maurahugtakið eingöngu um félagsskordýr (Insecta) og eru hinir sexfættu klóakmaurar sem lifa víða í holræsum á Reykjavíkursvæðinu dæmi um alvöru maura. Til skamms tíma notuðu menn maurahugtakið samt iðulega um ýmsar áttfætlur (Acarina) en þær hafa, eins og nafnið ber með sér, átta fætur og mynda sérstakan ættbálk í dýraríkinu við hlið skordýranna.

Rykmítlar eru litlar áttfætlur, um 0,3 mm á lengd.

Fyrir áeggjan Bjarna Guðleifssonar, sérfræðings meðal annars í grasmítlum, hafa dýrafræðingar hérlendis sammælst um að nota mítlahugtakið einvörðungu um áttfætlur en halda maurahugtakinu fyrir félagsskordýr. Þannig tala menn ekki lengur um mannakláðamaur heldur mannakláðamítil, á sama hátt um rykmítla í stað rykmaura og hársekkjamítla, svo nokkur dæmi séu tekin.

Í leiðinni var einnig ákveðið að hætta að nota lúsarhugtakið (lýs og flær eru skordýr) um mítla. Þannig er áttfætlan sem áður fyrr var nefnd lundalús í dag nefnd lundamítill og áttfætlur sem lifa á því að sjúga blóð eru nefndir blóðmítlar.

Mynd:

Útgáfudagur

23.2.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Karl Skírnisson

dýrafræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Tilvísun

Karl Skírnisson. „Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2016. Sótt 16. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=71716.

Karl Skírnisson. (2016, 23. febrúar). Eru rykmaurar það sama og rykmítlar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71716

Karl Skírnisson. „Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2016. Vefsíða. 16. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71716>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Daníel Þór Ólason

1967

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.