Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fæðast börn sem albínóar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Albínismi stafar af gölluðu litargeni. Þetta gen er víkjandi sem þýðir að barn þarf að fá það frá báðum foreldrum til þess að áhrifin komi fram. Hafi einstaklingur eitt eðlilegt litargen sjást engin merki um albínisma hjá viðkomandi. En eignist þessi einstaklingur barn með öðrum einstaklingi sem einnig hefur eitt gallað litargen eru fjórðungs líkur á því að barnið verði albínói. Talið er að einn einstaklingur af hverjum 20.000 sé albínói.

Eðlilega litargenið stuðlar að myndun litarefnisins melaníns í húð, hári og augum. Hafi einstaklingur erft albínóagenið frá báðum foreldrum sínum myndast lítið eða ekkert litarefni í húð hans, hári og augum og hann verður albínói.

Það er útbreiddur misskilningur að allir albínóar hafi rauð augu. Þótt slíkt þekkist vissulega þá hafa flestir albínóar blá augu eða jafnvel brún. Flestir albínóar hafi mjög ljósa húð og hár en það á þó ekki við um alla. Til eru mismunandi tegundir eða stig albínisma. Svokallaður oculocutaneous albínismi hefur áhrif á augu, hár og húð. Hins vegar hefur ocular albínismi aðallega áhrif á augu, en hár- og húðlitur þarf ekki að vera mjög frábrugðinn því sem gengur og gerist meðal annarra ættmenna sem ekki eru albínóar.

Ýmsir sjóngallar fylgja albínisma og er það afleiðing þess að sjónhimnan hefur ekki þroskast rétt og boð á milli sjónhimnu og heila verða ekki eðlileg.

Albínismi er ekki bundinn við mannfólkið eingöngu heldur er þetta þekkt fyrirbæri hjá öllum hryggdýrum og finnst einnig meðal skordýra. Um þetta er fjallað í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?

Heimildir:

Mynd: The Golden Child - People of Color With Albinism

Höfundur

Útgáfudagur

13.1.2003

Spyrjandi

Sif Heiða Guðmundsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fæðast börn sem albínóar?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2003, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3001.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 13. janúar). Af hverju fæðast börn sem albínóar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3001

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fæðast börn sem albínóar?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2003. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3001>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fæðast börn sem albínóar?
Albínismi stafar af gölluðu litargeni. Þetta gen er víkjandi sem þýðir að barn þarf að fá það frá báðum foreldrum til þess að áhrifin komi fram. Hafi einstaklingur eitt eðlilegt litargen sjást engin merki um albínisma hjá viðkomandi. En eignist þessi einstaklingur barn með öðrum einstaklingi sem einnig hefur eitt gallað litargen eru fjórðungs líkur á því að barnið verði albínói. Talið er að einn einstaklingur af hverjum 20.000 sé albínói.

Eðlilega litargenið stuðlar að myndun litarefnisins melaníns í húð, hári og augum. Hafi einstaklingur erft albínóagenið frá báðum foreldrum sínum myndast lítið eða ekkert litarefni í húð hans, hári og augum og hann verður albínói.

Það er útbreiddur misskilningur að allir albínóar hafi rauð augu. Þótt slíkt þekkist vissulega þá hafa flestir albínóar blá augu eða jafnvel brún. Flestir albínóar hafi mjög ljósa húð og hár en það á þó ekki við um alla. Til eru mismunandi tegundir eða stig albínisma. Svokallaður oculocutaneous albínismi hefur áhrif á augu, hár og húð. Hins vegar hefur ocular albínismi aðallega áhrif á augu, en hár- og húðlitur þarf ekki að vera mjög frábrugðinn því sem gengur og gerist meðal annarra ættmenna sem ekki eru albínóar.

Ýmsir sjóngallar fylgja albínisma og er það afleiðing þess að sjónhimnan hefur ekki þroskast rétt og boð á milli sjónhimnu og heila verða ekki eðlileg.

Albínismi er ekki bundinn við mannfólkið eingöngu heldur er þetta þekkt fyrirbæri hjá öllum hryggdýrum og finnst einnig meðal skordýra. Um þetta er fjallað í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?

Heimildir:

Mynd: The Golden Child - People of Color With Albinism...