Sólin Sólin Rís 07:51 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:08 • Sest 01:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:40 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:51 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?

Dagmar Óladóttir og Erla Salome Ólafsdóttir

Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða húðina. Eins er mikilvægt að hafa í huga að geislar sólarinnar eru sterkastir um miðjan daginn.

Á vefnum Doktor.is er fjallað um sólböð og sólbruna og þar eru talin upp nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi sólbruna. Þau eru:

 • Hættan á sólbruna er einnig fyrir hendi þrátt fyrir að skýjað sé. Um 30-50% útfjólublárra geisla sólar ná í gegnum skýin.
 • Meiri hætta er einnig á sólbruna þegar vindur blæs því viðkomandi finnur þá síður fyrir geislum sólar og hitanum sem frá þeim streyma.
 • Þegar dvalið er nærri sjó eða snjó margfaldast hættan á sólbruna vegna endurkasts.
 • Vatns- og sjóböð auka líkur á sólbruna. Hægt er að fá vatnshelda sólarvörn eða nota efni sem byggjast á liposomum. Gagnstætt öðrum efnum virka liposomum-efni undir yfirborði húðarinnar.
 • Varast ber áreynslu í hita og forðast ber að láta húðina verða rauða. Stutt og áköf sólböð eru skaðleg og geta hraðað þróun krabbameins í fæðingarblettum, sem einnig kallast illkynja melanoma.
 • Vökvatap með svita undir kringumstæðum mikils hita getur valdið blóðþrýstingsfalli og yfirliði.

Húðsjúkdómalæknar mæla ekki með sólböðum því öfugt við það sem margir halda er sólbrún húð ekki merki um heilbrigði heldur sólskaða.

Á Vísindavefnum er meira fjallað um húð og sól í svörum við eftirfarandi spurningum:

Mynd:

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

12.6.2009

Spyrjandi

Agla Bettý Andrésdóttir, f. 1996

Tilvísun

Dagmar Óladóttir og Erla Salome Ólafsdóttir. „Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2009. Sótt 6. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=47923.

Dagmar Óladóttir og Erla Salome Ólafsdóttir. (2009, 12. júní). Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47923

Dagmar Óladóttir og Erla Salome Ólafsdóttir. „Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2009. Vefsíða. 6. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47923>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er best að koma í veg fyrir sólbruna?
Besta ráðið til þess að koma í veg fyrir sólbruna er að forðast sólina, til dæmis með því að hylja húðina með fatnaði, nota hatt og sólgleraugu þar sem sólin getur einnig skaðað augun. Ef það er ekki gert eða gerlegt af einhverjum ástæðum þá er mjög mikilvægt að nota sólvörn til þess að draga úr líkum á að skaða húðina. Eins er mikilvægt að hafa í huga að geislar sólarinnar eru sterkastir um miðjan daginn.

Á vefnum Doktor.is er fjallað um sólböð og sólbruna og þar eru talin upp nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi sólbruna. Þau eru:

 • Hættan á sólbruna er einnig fyrir hendi þrátt fyrir að skýjað sé. Um 30-50% útfjólublárra geisla sólar ná í gegnum skýin.
 • Meiri hætta er einnig á sólbruna þegar vindur blæs því viðkomandi finnur þá síður fyrir geislum sólar og hitanum sem frá þeim streyma.
 • Þegar dvalið er nærri sjó eða snjó margfaldast hættan á sólbruna vegna endurkasts.
 • Vatns- og sjóböð auka líkur á sólbruna. Hægt er að fá vatnshelda sólarvörn eða nota efni sem byggjast á liposomum. Gagnstætt öðrum efnum virka liposomum-efni undir yfirborði húðarinnar.
 • Varast ber áreynslu í hita og forðast ber að láta húðina verða rauða. Stutt og áköf sólböð eru skaðleg og geta hraðað þróun krabbameins í fæðingarblettum, sem einnig kallast illkynja melanoma.
 • Vökvatap með svita undir kringumstæðum mikils hita getur valdið blóðþrýstingsfalli og yfirliði.

Húðsjúkdómalæknar mæla ekki með sólböðum því öfugt við það sem margir halda er sólbrún húð ekki merki um heilbrigði heldur sólskaða.

Á Vísindavefnum er meira fjallað um húð og sól í svörum við eftirfarandi spurningum:

Mynd:

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....