Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?

Bárður Sigurgeirsson

Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. Ljósabekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geislarnir. En það eru UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í sólinni.



Fyrst þegar ljósabekkir komu fram var talið að þeir væru skaðlausir þar sem í ljósi þeirra væru ekki UVB-geislar og því óhætt að nota þá að vild án þess að því fylgdi krabbameinshætta. En nýjar rannsóknir, meðal annars rannsóknir á frumum eða sýnum úr mönnum þar sem rannsökuð er líffræðileg hegðun frumanna, benda einmitt til þess að UVA-geislar sem eru í sólbekkjunum séu ekki síður hættulegir en UVB-geislarnir og hugsanlega hættulegri. Ástæðan er sú að UVA-geislarnir komast dýpra inn í húðina heldur en UVB-geislarnir og geta þannig haft víðtækari áhrif, meðal annars á frumur ónæmiskerfisins.

Það er ekki hægt að svara spurningunni Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól? játandi eða neitandi. En það er nokkuð ljóst að ljósabekkir eru ekki hættulausir eins og áður var talið og hugsanlega eru þeir hættumeiri en sólarljósið, en nægilegar upplýsingar til þess að skera úr um það liggja ekki fyrir á þessu stigi.

Að lokum skal bent á heimasíðuna cutis.is en þar er að finna frekari fróðleik um ljósabekki og húðkrabbamein.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri áhugaverð svör um krabbamein, til dæmis svör Helgu Ögmundsdóttur við spurningunum: Mynd:

Höfundur

húðsjúkdómalæknir

Útgáfudagur

16.2.2004

Spyrjandi

Erla Jónsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Bárður Sigurgeirsson. „Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2004, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4004.

Bárður Sigurgeirsson. (2004, 16. febrúar). Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4004

Bárður Sigurgeirsson. „Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2004. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4004>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól?
Skaðsemi sólarljóssins má rekja til útfjólublárra geisla en útfjólublátt ljós skiptist í tvær gerðir, UVA og UVB. Ljósabekkir eru frábrugðnir sólinni að því leyti að ljós þeirra inniheldur eingöngu UVA-geisla sem hafa lengri bylgjulengd en UVB-geislarnir. En það eru UVB-geislarnir sem valda því að við brennum í sólinni.



Fyrst þegar ljósabekkir komu fram var talið að þeir væru skaðlausir þar sem í ljósi þeirra væru ekki UVB-geislar og því óhætt að nota þá að vild án þess að því fylgdi krabbameinshætta. En nýjar rannsóknir, meðal annars rannsóknir á frumum eða sýnum úr mönnum þar sem rannsökuð er líffræðileg hegðun frumanna, benda einmitt til þess að UVA-geislar sem eru í sólbekkjunum séu ekki síður hættulegir en UVB-geislarnir og hugsanlega hættulegri. Ástæðan er sú að UVA-geislarnir komast dýpra inn í húðina heldur en UVB-geislarnir og geta þannig haft víðtækari áhrif, meðal annars á frumur ónæmiskerfisins.

Það er ekki hægt að svara spurningunni Eru meiri líkur á að fá húðkrabbamein í ljósabekkjum en í sól? játandi eða neitandi. En það er nokkuð ljóst að ljósabekkir eru ekki hættulausir eins og áður var talið og hugsanlega eru þeir hættumeiri en sólarljósið, en nægilegar upplýsingar til þess að skera úr um það liggja ekki fyrir á þessu stigi.

Að lokum skal bent á heimasíðuna cutis.is en þar er að finna frekari fróðleik um ljósabekki og húðkrabbamein.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri áhugaverð svör um krabbamein, til dæmis svör Helgu Ögmundsdóttur við spurningunum: Mynd:...