Til að geta svarað þessari spurningu þarf helst að vita fleira. Hver er forsaga snævarins, er hann nýr eða gamall, hreinn eða skítugur? Hver er lofthitinn, er hiti ofan eða neðan frostmarks? Hvert er rakastigið, er loftið ofan snævarins þurrt eða rakamettað? Hvaða árstíð er, hversu hátt er sól á lofti, hversu lang...
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heiti Máni og er 8 ára. Mig langar til að vita hvers vegna mér verður kalt þegar ég kem upp úr sundlauginni. Amma segir að þið vitið allt.
Það er nú ekki skrýtið að þér skuli verða kalt þegar þú kemur upp úr sundlauginni. Vatn í sundlaugum hér á Íslandi er nokkuð heitt eð...
Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita.
Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...
Fræ samanstendur að jafnaði af þremur hlutum: kími, fræhvítu og fræskurni. Kímið er einhvers konar fósturhluti plöntunnar og vísir að plöntu framtíðarinnar því að við kjöraðstæður verður spírun. Hér á landi virkjar aukinn lofthiti, sem hitar jarðveginn, og aukning á ljóslotu spírun. Þá vex eitt kímblað úr fóstrinu...
Rósa Hildur Bragadóttir spurði: "Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?"
Eyvindur Örn Barðason spurði: "Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?"
Á fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur.
S...
Í svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? kemur fram að ef líkamshiti okkar (body temperature) hækkar er ástæðan yfirleitt of mikil varmaframleiðsla (of mikið um efnahvörf) eða að varmi (heat) berst inn í okkur frá umhverfinu.
Líkaminn getur reynt að koma í ...
Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvar halda mýflugur sig meðan illa viðrar? Ekki er flugu að sjá í nokkra daga, en svo er allt morandi af þeim um leið og sólin skín.Flestar mýflugur, bæði rykmý og bitmý eru á fullorðna stiginu í skamman tíma á sumrin. Lofthiti þarf að vera yfir ákveðnu lágmarki til þess að ...
Mach-talan heitir eftir austurríska heimspekingnum og eðlisfræðingnum Ernst Mach (1838-1916). Hún er jöfn hlutfallinu milli hraða hlutar miðað við straumefni og hraða hljóðs í sama efni, en straumefni er sameiginlegt heiti um það sem í daglegu tali kallast annars vegar vökvi og gas eða lofttegund. Hraði hlutarins ...
Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...
Lofthjúpur Mars er mjög þunnur. Loftþrýstingurinn þar er aðeins 7 millibör en meðalloftþrýstingur við sjávarmál á jörðinni er 1013 millibör. Um 95% lofthjúpsins er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa.
Þótt lofthj...
Bílar eru ekki kjörstaðir til lofthitamælinga en engu að síður má hafa bæði gagn og gaman af hitamælingum í akstri. Upphaflega hugmyndin með mælingum á lofthita í akstri var sú að gagnlegt er að sjá af mæli hvort frost eða frosthætta er við vegyfirborð. Mælarnir eru að þessu leyti hugsaðir sem öryggistæki og hafa ...
Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...
Loft inniheldur alltaf eitthvað af vatnsgufu. Vatnsgufan, sem oft er einnig nefnd eimur, er ósýnileg, rétt eins og flestar aðrar lofttegundir. Því heitara sem loftið er, þeim mun meiri vatnsgufa getur verið á sveimi í því. Því lægri sem hitinn er, því meiri líkur eru á að vatnsgufan í því fari að þéttast. Kólni l...
Veðurstofa Íslands er með nokkrar tegundir veðurstöðva sem safna mismiklum upplýsingum. Í stuttu máli felst munurinn á veðurfarsstöð og veðurskeytastöð í því að á skeytastöðvum er veðrið athugað oftar á sólahring, fleiri þættir eru mældir eða metnir og niðurstöður eru sendar að loknum hverjum athugunartíma en ekki...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!