Fræ samanstendur að jafnaði af þremur hlutum: kími, fræhvítu og fræskurni. Kímið er einhvers konar fósturhluti plöntunnar og vísir að plöntu framtíðarinnar því að við kjöraðstæður verður spírun. Hér á landi virkjar aukinn lofthiti, sem hitar jarðveginn, og aukning á ljóslotu spírun. Þá vex eitt kímblað úr fóstrinu hjá einkímblöðungum (e. monocotyledonae, efri mynd) og brýst í gegnum skurnina en hjá tvíkímblöðungum (e. dicotyledonae, neðri mynd) koma tvö kímblöð úr fræinu.
Fræhvítan er næringin sem fræið þarf á að halda við spírunina og í þessu skrefi í lífsferli plöntunnar.Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar? eftir Jón Má Halldórsson
- Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað eru byrkningar? eftir Jón Má Halldórsson
- Wikipedia.com - einkímblöðungur. Sótt 3.6.2010. Wikipedia.com - tvíkímblöðungur. Sótt 3.6.2010.