Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?

Jón Már Halldórsson

Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar.

Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum, til dæmis gerð og sköpulagi þeirra og umhverfisaðstæðum. Á norðlægum slóðum, til dæmis á Íslandi, er það aðallega vindurinn sem sér um að dreifa fræjum. Á tegundaríkum búsvæðum hitabeltisins er hins vegar algengast að dýr sjái um dreifingu fræjanna.


Apinn með eplið sér um að dreifa fræjum eplatrésins..

Aldinum er yfirleitt skipt í tvær megingerðir, kjötaldin og þurraldin. Þurraldin eru oftast hörð og safalítil. Fræbelgir ertublóma eru gott dæmi um þurraldin.

Kjötaldin eru hins vegar að meginhluta mjúk og safarík en fræ þeirra eru hörð og langoftast í miðju aldininu. Kjötaldin laða að sér dýr, til dæmis fugla eða spendýr, sem rífa aldinið af plöntunni, éta aldinkjötið og skilja fræin eftir. Þannig dreifast fræin frá móðurplöntunni. Stundum eru fræin líka étin en þau þola vel meltingu. Þá koma þau út með saur og fá þannig áburð í kaupbæti. Áburðurinn hjálpar þeim fyrstu skrefin, þegar þau taka að spíra og festa rætur.

Kjötaldin eru oftast skærlit og mjög áberandi í grænni veröld skóganna. Sumar plöntur hafa þróað með sér króka sem festast á dýr sem eiga leið um svæðið og þannig ná fræin að dreifst.

Það má segja að myndun aldinkjöts sé "kostnaðarsamur" ferill fyrir plöntur. Helsti ávinningur plantnanna við myndun kjötaldina er að stuðla að dreifingu þeirra og auka þannig lífslíkur afkvæmanna. Ef fræin myndu öll detta beint niður við rætur móðurplöntunnar mundu þau spíra þar og vaxa upp. Samkeppni plantnanna, hver við aðra og einnig við móðurina, um næringu og sólarljós mundi valda miklum afföllum. Litlar líkur væru þá á því að hinar nýju plöntur næðu að dafna og bera fræ seinna meir. Auk þess væri auðvelt fyrir grasbíta að éta allar ungu plöntunnar í einu er þeir kæmu á staðinn. Líkurnar á því að fræin komist á legg ef þeim er dreift á stærra svæði aukast þess vegna stórkostlega.

Frekara lesefni:

Mynd:

Upprunalega spurningin var þessi:
Af hverju vaxa ávextir á sumum trjám og plöntum? Hver er ávinningurinn af því að eyða orku í að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.1.2009

Spyrjandi

Jóhannes Stefán Ólafsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51049.

Jón Már Halldórsson. (2009, 27. janúar). Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51049

Jón Már Halldórsson. „Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51049>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar.

Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum, til dæmis gerð og sköpulagi þeirra og umhverfisaðstæðum. Á norðlægum slóðum, til dæmis á Íslandi, er það aðallega vindurinn sem sér um að dreifa fræjum. Á tegundaríkum búsvæðum hitabeltisins er hins vegar algengast að dýr sjái um dreifingu fræjanna.


Apinn með eplið sér um að dreifa fræjum eplatrésins..

Aldinum er yfirleitt skipt í tvær megingerðir, kjötaldin og þurraldin. Þurraldin eru oftast hörð og safalítil. Fræbelgir ertublóma eru gott dæmi um þurraldin.

Kjötaldin eru hins vegar að meginhluta mjúk og safarík en fræ þeirra eru hörð og langoftast í miðju aldininu. Kjötaldin laða að sér dýr, til dæmis fugla eða spendýr, sem rífa aldinið af plöntunni, éta aldinkjötið og skilja fræin eftir. Þannig dreifast fræin frá móðurplöntunni. Stundum eru fræin líka étin en þau þola vel meltingu. Þá koma þau út með saur og fá þannig áburð í kaupbæti. Áburðurinn hjálpar þeim fyrstu skrefin, þegar þau taka að spíra og festa rætur.

Kjötaldin eru oftast skærlit og mjög áberandi í grænni veröld skóganna. Sumar plöntur hafa þróað með sér króka sem festast á dýr sem eiga leið um svæðið og þannig ná fræin að dreifst.

Það má segja að myndun aldinkjöts sé "kostnaðarsamur" ferill fyrir plöntur. Helsti ávinningur plantnanna við myndun kjötaldina er að stuðla að dreifingu þeirra og auka þannig lífslíkur afkvæmanna. Ef fræin myndu öll detta beint niður við rætur móðurplöntunnar mundu þau spíra þar og vaxa upp. Samkeppni plantnanna, hver við aðra og einnig við móðurina, um næringu og sólarljós mundi valda miklum afföllum. Litlar líkur væru þá á því að hinar nýju plöntur næðu að dafna og bera fræ seinna meir. Auk þess væri auðvelt fyrir grasbíta að éta allar ungu plöntunnar í einu er þeir kæmu á staðinn. Líkurnar á því að fræin komist á legg ef þeim er dreift á stærra svæði aukast þess vegna stórkostlega.

Frekara lesefni:

Mynd:

Upprunalega spurningin var þessi:
Af hverju vaxa ávextir á sumum trjám og plöntum? Hver er ávinningurinn af því að eyða orku í að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?
...