Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?

SSt

Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson:

Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og er hún oft skýrt afmörkuð á jöklum síðari hluta sumars. Hæð snælínu er háð lofthita og úrkomu. Í heimskautalöndum liggur snælína víða við sjávarmál. Við hvarfbauga er hún hæst eða í 5000-6000 m hæð, en aðeins lægri í hitabeltinu, enda úrkoma mikil þar. Utan heimskautalanda eru jöklar nær eingöngu í fjöllum, enda vel skiljanlegt, þegar þess er gætt, að lofthiti lækkar um 0,5-1°C að meðaltali fyrir hverja 100 m, sem ofar dregur. Óvíða mun það jafngreinilegt og hér á landi, hversu hæð snælínu er háð úrkomu, enda er hæð hennar mjög breytileg eftir landshlutum. Snælína á sunnanverðum Vatnajöklil liggur í 1000-1100 m hæð, en á honum norðanverðum í 1300-1400 m. Á Drangajökli er snælínan í 700-800 m hæð, á Eyjafjarðarsvæðinu í 1200-1400 m, en í Ódáðahrauni yfir 1700 m (Herðubreið (1682 m) er jökullaus). Þessi hæðarmunur er í samræmi við mismun á meðalársúrkomu.

Samkvæmt þessu er torskilið hvernig hægt er að „búa ofan snjólínu“, því þar er snjór allan ársins hring.


Vatnajökull. Fyrir ofan snælínu er snjór allan ársins hring.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er átt við þegar talað er um að búa ofan snjólínu? Hver er skilgreiningin á snjólínu?

Höfundur

Útgáfudagur

24.3.2010

Spyrjandi

Sigríður Einarsdóttir

Tilvísun

SSt. „Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2010, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54720.

SSt. (2010, 24. mars). Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54720

SSt. „Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2010. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54720>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?
Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson:

Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og er hún oft skýrt afmörkuð á jöklum síðari hluta sumars. Hæð snælínu er háð lofthita og úrkomu. Í heimskautalöndum liggur snælína víða við sjávarmál. Við hvarfbauga er hún hæst eða í 5000-6000 m hæð, en aðeins lægri í hitabeltinu, enda úrkoma mikil þar. Utan heimskautalanda eru jöklar nær eingöngu í fjöllum, enda vel skiljanlegt, þegar þess er gætt, að lofthiti lækkar um 0,5-1°C að meðaltali fyrir hverja 100 m, sem ofar dregur. Óvíða mun það jafngreinilegt og hér á landi, hversu hæð snælínu er háð úrkomu, enda er hæð hennar mjög breytileg eftir landshlutum. Snælína á sunnanverðum Vatnajöklil liggur í 1000-1100 m hæð, en á honum norðanverðum í 1300-1400 m. Á Drangajökli er snælínan í 700-800 m hæð, á Eyjafjarðarsvæðinu í 1200-1400 m, en í Ódáðahrauni yfir 1700 m (Herðubreið (1682 m) er jökullaus). Þessi hæðarmunur er í samræmi við mismun á meðalársúrkomu.

Samkvæmt þessu er torskilið hvernig hægt er að „búa ofan snjólínu“, því þar er snjór allan ársins hring.


Vatnajökull. Fyrir ofan snælínu er snjór allan ársins hring.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er átt við þegar talað er um að búa ofan snjólínu? Hver er skilgreiningin á snjólínu?
...