Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka?

Haraldur Ólafsson og Tómas Jóhannesson

Ef allir jöklar, þar með talinn Grænlandsjökull og Suðurheimskautsjökullinn bráðnuðu má reikna með að yfirborð sjávar mundi hækka um tæpa 69 metra. Framlag Suðurheimskautsjökulsins er þar langmest, eða um 61 metri, en Grænland legði til rúma 7 metra. Framlag allra annarra jökla yrði vel innan við einn metri. Á norðurheimskautinu flýtur allur ís á sjó og hefur það því engin áhrif á yfirborð sjávar þótt sá ís bráðni.

Til að bræða allan ísinn þyrfti að hlýna verulega á jörðinni og við þá hlýnun mundi vatnið í heimshöfunum þenjast út og yfirborð sjávar hækka. Sú hækkun yrði þó miklu minni en fyrrnefndir 69 metrar, en er breytileg eftir því hversu mikið hlýnaði.

Spurningar um yfirborðshækkun sjávar eru oft uppi í sambandi við hlýnun andrúmslofts, sjá svar Tómasar Jóhannessonar við spurningunni Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? Hér er vissulega um að ræða mikilvæga afleiðingu hugsanlegra veðurfarsbreytinga. Samhengið milli hlýnunar á andrúmslofti og sjávarborðshækkunar er flókið og nokkur óvissa er tengd reikningum á því. Útþensla heimshafanna verður því meiri sem varmaflutningur niður í hafdjúpin er hraðari, en ekki er víst að hann verði með sama hætti og nú ef andrúmsloftið hlýnar til muna. Þá er stærð jökla ekki einungis háð bráðnun eða leysingu, heldur einnig ákomu en hún getur í sumum tilfellum aukist meira en leysingin ef úrkoma á jöklinum eykst samfara hlýnun.

Algengt er að miða við að lofthjúpurinn geti hitnað um 2-3 gráður á næstu 100 árum og benda reikningar til þess að slík hlýnun leiði til um 50 cm hækkunar á sjávarborði. Mest munar þar um útþenslu vatnsins vegna aukins hita (28 cm), en þar á eftir kemur vatn frá ýmsum smærri jöklum á borð við þá sem eru á Íslandi og bregðast hratt við breytingum á veðurfari (16 cm). Grænlandsjökull leggur til sem svarar 6 cm og er þá kominn hálfur metri. Reikningar benda til að aukin úrkoma skipti mestu máli á Suðurskautslandinu, svo að sá jökull gæti jafnvel bætt örlitlu við sig.

Mælingar víða á jörðinni benda til hækkandi sjávarstöðu á tuttugustu öld, en ýmsir annmarkar eru á slíkum mælingum. Lóðréttar jarðskorpuhreyfingar hafa þar áhrif á sem og óstöðugleiki veðurfars, en vindar hafa töluverð áhrif á stöðu sjávar. Meðal þeirra leiða sem notaðar eru við mat á sjávarstöðu og bráðnun jökla eru mælingar á snúningi jarðar. Bráðni jökulís nálægt heimskautum verður breyting á dreifingu massa á jarðkúlunni. Slík breyting hefur áhrif á snúningshraða jarðar og hann er unnt að mæla með mikilli nákvæmni.

Í eðlisfræðinni heitir þetta að hverfitregða jarðarinnar, I, vex við það að massinn sem var í ísnum færist frá heimskautasvæðunum yfir í heimshöfin sem eru almennt fjær möndlinum. Hverfiþunginn L er hins vegar fasti (constant) af því að ekkert ytra kraftvægi verkar á jörðina, en hann er margfeldið af hverfitregðunni og snúningshraðanum. Þegar hverfitregðan eykst hlýtur snúningshraðinn því að minnka. Þetta er svipað því sem gerist þegar skautadansari réttir út hendurnar.

Á vegum SÞ starfar Milliríkjanefnd um veðurfarsbreytingar, IPCC. Hún gefur reglulega út viðamiklar skýrslur um veðurfarsbreytingar. Þar er að finna samantekt á öllum helstu rannsóknum á veðurfarsbreytingum, orsökum þeirra og afleiðingum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundar

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Tómas Jóhannesson

jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Ásgeir Halldórsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson og Tómas Jóhannesson. „Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=406.

Haraldur Ólafsson og Tómas Jóhannesson. (2002, 5. september). Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=406

Haraldur Ólafsson og Tómas Jóhannesson. „Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka?
Ef allir jöklar, þar með talinn Grænlandsjökull og Suðurheimskautsjökullinn bráðnuðu má reikna með að yfirborð sjávar mundi hækka um tæpa 69 metra. Framlag Suðurheimskautsjökulsins er þar langmest, eða um 61 metri, en Grænland legði til rúma 7 metra. Framlag allra annarra jökla yrði vel innan við einn metri. Á norðurheimskautinu flýtur allur ís á sjó og hefur það því engin áhrif á yfirborð sjávar þótt sá ís bráðni.

Til að bræða allan ísinn þyrfti að hlýna verulega á jörðinni og við þá hlýnun mundi vatnið í heimshöfunum þenjast út og yfirborð sjávar hækka. Sú hækkun yrði þó miklu minni en fyrrnefndir 69 metrar, en er breytileg eftir því hversu mikið hlýnaði.

Spurningar um yfirborðshækkun sjávar eru oft uppi í sambandi við hlýnun andrúmslofts, sjá svar Tómasar Jóhannessonar við spurningunni Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? Hér er vissulega um að ræða mikilvæga afleiðingu hugsanlegra veðurfarsbreytinga. Samhengið milli hlýnunar á andrúmslofti og sjávarborðshækkunar er flókið og nokkur óvissa er tengd reikningum á því. Útþensla heimshafanna verður því meiri sem varmaflutningur niður í hafdjúpin er hraðari, en ekki er víst að hann verði með sama hætti og nú ef andrúmsloftið hlýnar til muna. Þá er stærð jökla ekki einungis háð bráðnun eða leysingu, heldur einnig ákomu en hún getur í sumum tilfellum aukist meira en leysingin ef úrkoma á jöklinum eykst samfara hlýnun.

Algengt er að miða við að lofthjúpurinn geti hitnað um 2-3 gráður á næstu 100 árum og benda reikningar til þess að slík hlýnun leiði til um 50 cm hækkunar á sjávarborði. Mest munar þar um útþenslu vatnsins vegna aukins hita (28 cm), en þar á eftir kemur vatn frá ýmsum smærri jöklum á borð við þá sem eru á Íslandi og bregðast hratt við breytingum á veðurfari (16 cm). Grænlandsjökull leggur til sem svarar 6 cm og er þá kominn hálfur metri. Reikningar benda til að aukin úrkoma skipti mestu máli á Suðurskautslandinu, svo að sá jökull gæti jafnvel bætt örlitlu við sig.

Mælingar víða á jörðinni benda til hækkandi sjávarstöðu á tuttugustu öld, en ýmsir annmarkar eru á slíkum mælingum. Lóðréttar jarðskorpuhreyfingar hafa þar áhrif á sem og óstöðugleiki veðurfars, en vindar hafa töluverð áhrif á stöðu sjávar. Meðal þeirra leiða sem notaðar eru við mat á sjávarstöðu og bráðnun jökla eru mælingar á snúningi jarðar. Bráðni jökulís nálægt heimskautum verður breyting á dreifingu massa á jarðkúlunni. Slík breyting hefur áhrif á snúningshraða jarðar og hann er unnt að mæla með mikilli nákvæmni.

Í eðlisfræðinni heitir þetta að hverfitregða jarðarinnar, I, vex við það að massinn sem var í ísnum færist frá heimskautasvæðunum yfir í heimshöfin sem eru almennt fjær möndlinum. Hverfiþunginn L er hins vegar fasti (constant) af því að ekkert ytra kraftvægi verkar á jörðina, en hann er margfeldið af hverfitregðunni og snúningshraðanum. Þegar hverfitregðan eykst hlýtur snúningshraðinn því að minnka. Þetta er svipað því sem gerist þegar skautadansari réttir út hendurnar.

Á vegum SÞ starfar Milliríkjanefnd um veðurfarsbreytingar, IPCC. Hún gefur reglulega út viðamiklar skýrslur um veðurfarsbreytingar. Þar er að finna samantekt á öllum helstu rannsóknum á veðurfarsbreytingum, orsökum þeirra og afleiðingum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...