Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:44 • Sest 13:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:21 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:17 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:44 • Sest 13:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:21 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur bráðnun jökla á Suðurskautslandinu á sjávarstöðu við Ísland?

Guðfinna Aðalgeirsdóttir

Ísbreiðan sem hylur Suðurskautslandið er svo stór að ef allur ísinn þar bráðnaði myndi sjávarborð jarðar hækka að meðaltali um rúmlega 58 m. Engin hætta er talin á að það gerist næstu þúsund ár. Á næstu áratugum gæti hlýnun jarðar þó valdið svo mikilli bráðnun ísbreiðunnar að sjávarborðið hækkaði hnattrænt að meðaltali um 10-12 cm.[1]

Hækkunin er mjög háð því hversu mikið hlýnar. En það eru líka margir óvissuþættir um hversu hratt hluti af ísbreiðunni sem er landfastur undir sjávarborði geti bráðnað. Flest líkön sem notuð eru til að spá fyrir um framtíð íssins á Suðurskautslandinu taka þessa óvissuþætti ekki með í reikningana.

Spá um framtíð ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu sem er ólíkleg (e. low confidence) en afdrifarík (e. high impact) sýnir að framlag hennar gæti orðið 19 cm fram til ársins 2100.[2] Fyrir spár um heildarsjávarstöðu hækkun bætist við framlag Grænlandsjökuls, annarra jökla í heiminum og varmaþenslu hafsins. Í svartsýnustu spám þar sem öll framlög og stærstu óvissuþættirnir eru lagðir við, gæti hnattræn sjávarstaða hækkað um 1,6 m og jafnvel 2,3 m fram til ársins 2100.[3]

Á sama hátt og á við um bráðnun íss á Grænlandi[4] valda þyngdarkraftsáhrif því að bráðnunin dreifist ekki jafnt yfir höfin. Bráðnun íss á Suðurskautslandinu veldur meiri hækkun sjávarstöðu í kringum Ísland en hnattrænt meðaltal.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2b í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2b í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Tilvísanir:
  1. ^ Tafla 9.9 í Fox-Kemper, B. og fleiri.
  2. ^ Tafla 9.9 í Fox-Kemper, B. og fleiri.
  3. ^ Rammi 9.4 í Fox-Kemper, B. og fleiri.
  4. ^ Sjá svar við spurningunni Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull bráðnar allur?

Heimild og frekara lesefni
  • Fox-Kemper, B., H.T. Hewitt, C. Xiao, G. Aðalgeirsdóttir, S.S. Drijfhout, T.L. Edwards, N.R. Golledge, M. Hemer, R.E. Kopp, G. Krinner, A. Mix, D. Notz, S. Nowicki, I.S. Nurhati, L. Ruiz, J.-B. Sallée, A.B.A. Slangen, og Y. Yu, 2021: Ocean, Cryosphere and Sea Level Change. Í Climate Change 2021: The Physical Science Basis. Contribution of Working Group I to the Sixth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change [Masson-Delmotte, V., P. Zhai, A. Pirani, S.L. Connors, C. Péan, S. Berger, N. Caud, Y. Chen, L. Goldfarb, M.I. Gomis, M. Huang, K. Leitzell, E. Lonnoy, J.B.R. Matthews, T.K. Maycock, T. Waterfield, O. Yelekçi, R. Yu, and B. Zhou (ritstj.)]. Cambridge University Press, Cambridge, United Kingdom and New York, NY, USA, pp. 1211–1362, doi: 10.1017/9781009157896.011. (Sótt 15.12.2025).

Myndir:

Höfundur

Guðfinna Aðalgeirsdóttir

prófessor við Jarðvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

16.12.2025

Spyrjandi

Dagný Ásta, ritstjórn

Tilvísun

Guðfinna Aðalgeirsdóttir. „Hvaða áhrif hefur bráðnun jökla á Suðurskautslandinu á sjávarstöðu við Ísland?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2025, sótt 16. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88328.

Guðfinna Aðalgeirsdóttir. (2025, 16. desember). Hvaða áhrif hefur bráðnun jökla á Suðurskautslandinu á sjávarstöðu við Ísland? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88328

Guðfinna Aðalgeirsdóttir. „Hvaða áhrif hefur bráðnun jökla á Suðurskautslandinu á sjávarstöðu við Ísland?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2025. Vefsíða. 16. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88328>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur bráðnun jökla á Suðurskautslandinu á sjávarstöðu við Ísland?
Ísbreiðan sem hylur Suðurskautslandið er svo stór að ef allur ísinn þar bráðnaði myndi sjávarborð jarðar hækka að meðaltali um rúmlega 58 m. Engin hætta er talin á að það gerist næstu þúsund ár. Á næstu áratugum gæti hlýnun jarðar þó valdið svo mikilli bráðnun ísbreiðunnar að sjávarborðið hækkaði hnattrænt að meðaltali um 10-12 cm.[1]

Hækkunin er mjög háð því hversu mikið hlýnar. En það eru líka margir óvissuþættir um hversu hratt hluti af ísbreiðunni sem er landfastur undir sjávarborði geti bráðnað. Flest líkön sem notuð eru til að spá fyrir um framtíð íssins á Suðurskautslandinu taka þessa óvissuþætti ekki með í reikningana.

Spá um framtíð ísbreiðunnar á Suðurskautslandinu sem er ólíkleg (e. low confidence) en afdrifarík (e. high impact) sýnir að framlag hennar gæti orðið 19 cm fram til ársins 2100.[2] Fyrir spár um heildarsjávarstöðu hækkun bætist við framlag Grænlandsjökuls, annarra jökla í heiminum og varmaþenslu hafsins. Í svartsýnustu spám þar sem öll framlög og stærstu óvissuþættirnir eru lagðir við, gæti hnattræn sjávarstaða hækkað um 1,6 m og jafnvel 2,3 m fram til ársins 2100.[3]

Á sama hátt og á við um bráðnun íss á Grænlandi[4] valda þyngdarkraftsáhrif því að bráðnunin dreifist ekki jafnt yfir höfin. Bráðnun íss á Suðurskautslandinu veldur meiri hækkun sjávarstöðu í kringum Ísland en hnattrænt meðaltal.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2b í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2b í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Tilvísanir:
  1. ^ Tafla 9.9 í Fox-Kemper, B. og fleiri.
  2. ^ Tafla 9.9 í Fox-Kemper, B. og fleiri.
  3. ^ Rammi 9.4 í Fox-Kemper, B. og fleiri.
  4. ^ Sjá svar við spurningunni Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull bráðnar allur?

Heimild og frekara lesefni
  • Fox-Kemper, B., H.T. Hewitt, C. Xiao, G. Aðalgeirsdóttir, S.S. Drijfhout, T.L. Edwards, N.R. Golledge, M. Hemer, R.E. Kopp, G. Krinner, A. Mix, D. Notz, S. Nowicki, I.S. Nurhati, L. Ruiz, J.-B. Sallée, A.B.A. Slangen, og Y. Yu, 2021: Ocean, Cryosphere and Sea Level Change. Í Climate Change 2021: The Physical Science Basis. Contribution of Working Group I to the Sixth Assessment Report of the Intergovernmental Panel on Climate Change [Masson-Delmotte, V., P. Zhai, A. Pirani, S.L. Connors, C. Péan, S. Berger, N. Caud, Y. Chen, L. Goldfarb, M.I. Gomis, M. Huang, K. Leitzell, E. Lonnoy, J.B.R. Matthews, T.K. Maycock, T. Waterfield, O. Yelekçi, R. Yu, and B. Zhou (ritstj.)]. Cambridge University Press, Cambridge, United Kingdom and New York, NY, USA, pp. 1211–1362, doi: 10.1017/9781009157896.011. (Sótt 15.12.2025).

Myndir:...