Sólin Sólin Rís 07:43 • sest 18:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:45 • Sest 00:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:21 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:43 • sest 18:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:45 • Sest 00:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:46 • Síðdegis: 22:21 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hefur tunglið áhrif á sjóinn?

JGÞ

Í stuttu máli hefur tunglið (og reyndar sólin líka) þau áhrif á sjóinn að það togar hluta sjávarins að þeim stað þar sem flóð er.

Svonefndur aðdráttarkraftur frá tungli og sól veldur sjávarföllum á jörðinni. Orðið sjávarföll er notað um reglulegar breytingar á hæð sjávarborðs. Þegar sjávarstaðan er lág er fjara og þegar hún er há er flóð.

Aðdráttarkraftar eru alls ekki bundnir við tungl og sól heldur verka allir hlutir á alla aðra hluti með aðdráttarkrafti. Annað orð yfir aðdráttarkraft er þyngdarkraftur. Hann fer eftir tvennu: Annars vegar eftir massa hlutarins, það er að segja hvað hluturinn er þungur, og hins vegar eftir fjarlægðinni frá miðju hlutarins til þess hlutar sem hann verkar á.

Tunglið og sólin toga hluta sjávarins að þeim stað þar sem flóð er. Annars staðar er þá fjara. Myndin er tekin við Fundy-flóa í Kanada en þar er verulegur munur á flóði og fjöru.

Kraftur frá hlut sem er tíu sinnum þyngri en annar hlutur, er tíu sinnum meiri en hjá léttari hlutnum. Þá er sagt að þyngdarkrafturinn sé í réttu hlutfalli við massann.

Krafturinn er hins vegar í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi, það er fjarlægðina margfaldaða með sjálfri sér. Þetta þýðir að kraftur í tvöfalt meiri fjarlægð er fjórum sinnum minni.

Þetta er ástæðan fyrir því að þrátt fyrir að tunglið hafi miklu minni massa en sólin, hefur það næstum tvöfalt meiri áhrif á sjávarföll á jörðinni heldur en hún. Tunglið er nefnilega miklu nær jörðinni en sólin.

Í svari við spurningunni Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara? er þetta útskýrt svona:

Tunglið er helsta orsök sjávarfalla á jörðinni en sólin kemur þó einnig við sögu. Tunglið veldur bungu eða bylgju á sjónum á þeirri hlið sem að því snýr og einnig á hinni hliðinni sem snýr frá tunglinu. Vatnið í þessar tvær bylgjur kemur frá svæðinu á milli þeirra; þar lækkar sjávarborðið og við segjum að þá sé fjara. Bylgjurnar tvær og allt mynstrið sem fylgir þeim fylgir svo hreyfingu tunglsins miðað við jörð og fer einn hring á einum sólarhring og 50 mínútum.

Um sjávarföll er fjallað nánar í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum og hvetjum við lesendur til að kynna sér þau nánar. Það er bæði hægt að leita að efnisorðinu sjávarföll í leitarvél Vísindavefsins eða skoða þau svör sem tengd eru við þetta svar.

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.10.2025

Spyrjandi

Katrín Lóa Önnudóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig hefur tunglið áhrif á sjóinn?“ Vísindavefurinn, 3. október 2025, sótt 3. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88077.

JGÞ. (2025, 3. október). Hvernig hefur tunglið áhrif á sjóinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88077

JGÞ. „Hvernig hefur tunglið áhrif á sjóinn?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2025. Vefsíða. 3. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88077>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur tunglið áhrif á sjóinn?
Í stuttu máli hefur tunglið (og reyndar sólin líka) þau áhrif á sjóinn að það togar hluta sjávarins að þeim stað þar sem flóð er.

Svonefndur aðdráttarkraftur frá tungli og sól veldur sjávarföllum á jörðinni. Orðið sjávarföll er notað um reglulegar breytingar á hæð sjávarborðs. Þegar sjávarstaðan er lág er fjara og þegar hún er há er flóð.

Aðdráttarkraftar eru alls ekki bundnir við tungl og sól heldur verka allir hlutir á alla aðra hluti með aðdráttarkrafti. Annað orð yfir aðdráttarkraft er þyngdarkraftur. Hann fer eftir tvennu: Annars vegar eftir massa hlutarins, það er að segja hvað hluturinn er þungur, og hins vegar eftir fjarlægðinni frá miðju hlutarins til þess hlutar sem hann verkar á.

Tunglið og sólin toga hluta sjávarins að þeim stað þar sem flóð er. Annars staðar er þá fjara. Myndin er tekin við Fundy-flóa í Kanada en þar er verulegur munur á flóði og fjöru.

Kraftur frá hlut sem er tíu sinnum þyngri en annar hlutur, er tíu sinnum meiri en hjá léttari hlutnum. Þá er sagt að þyngdarkrafturinn sé í réttu hlutfalli við massann.

Krafturinn er hins vegar í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi, það er fjarlægðina margfaldaða með sjálfri sér. Þetta þýðir að kraftur í tvöfalt meiri fjarlægð er fjórum sinnum minni.

Þetta er ástæðan fyrir því að þrátt fyrir að tunglið hafi miklu minni massa en sólin, hefur það næstum tvöfalt meiri áhrif á sjávarföll á jörðinni heldur en hún. Tunglið er nefnilega miklu nær jörðinni en sólin.

Í svari við spurningunni Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara? er þetta útskýrt svona:

Tunglið er helsta orsök sjávarfalla á jörðinni en sólin kemur þó einnig við sögu. Tunglið veldur bungu eða bylgju á sjónum á þeirri hlið sem að því snýr og einnig á hinni hliðinni sem snýr frá tunglinu. Vatnið í þessar tvær bylgjur kemur frá svæðinu á milli þeirra; þar lækkar sjávarborðið og við segjum að þá sé fjara. Bylgjurnar tvær og allt mynstrið sem fylgir þeim fylgir svo hreyfingu tunglsins miðað við jörð og fer einn hring á einum sólarhring og 50 mínútum.

Um sjávarföll er fjallað nánar í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum og hvetjum við lesendur til að kynna sér þau nánar. Það er bæði hægt að leita að efnisorðinu sjávarföll í leitarvél Vísindavefsins eða skoða þau svör sem tengd eru við þetta svar.

Myndir:...