
Tunglið og sólin toga hluta sjávarins að þeim stað þar sem flóð er. Annars staðar er þá fjara. Myndin er tekin við Fundy-flóa í Kanada en þar er verulegur munur á flóði og fjöru.
Tunglið er helsta orsök sjávarfalla á jörðinni en sólin kemur þó einnig við sögu. Tunglið veldur bungu eða bylgju á sjónum á þeirri hlið sem að því snýr og einnig á hinni hliðinni sem snýr frá tunglinu. Vatnið í þessar tvær bylgjur kemur frá svæðinu á milli þeirra; þar lækkar sjávarborðið og við segjum að þá sé fjara. Bylgjurnar tvær og allt mynstrið sem fylgir þeim fylgir svo hreyfingu tunglsins miðað við jörð og fer einn hring á einum sólarhring og 50 mínútum.Um sjávarföll er fjallað nánar í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum og hvetjum við lesendur til að kynna sér þau nánar. Það er bæði hægt að leita að efnisorðinu sjávarföll í leitarvél Vísindavefsins eða skoða þau svör sem tengd eru við þetta svar. Myndir:
- Yfirlitsmynd: The Fascinating Connection Between Moon Phases and Emotional Tides. (Sótt 1.10.2025).
- Vísindavefurinn: Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu? (Sótt 1.10.2025).