Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu?

Áratugum saman hefur mátt nálgast flóðatöflur í útgefnum almanökum, svo sem Sjómannaalmanakinu og Almanaki Háskólans. Þessar upplýsingar eru á pappírsformi og fyrir þær þarf að greiða. Reyndar er einnig hægt að fá Almanak Háskólans á Netinu, fyrir tiltekið árgjald.

Í fljótu bragði finnst ekki íslensk síða á Internetinu með flóðatöflum fyrir marga staði á landinu án endurgjalds. Hins vegar er erlend síða, Admiralty EasyTide, þar sem hægt er að fá fría sjö daga sjávarfallaspá fyrir margar hafnir landsins. Ýmsir aðilar vísa á þessa síðu til þess að fá upplýsingar um sjávarföll, meðal annars er bent á hana á vef Landhelgisgæslunnar.Sjávarstaða getur haft mikil áhrif og skipt verulegu máli. Hér má sjá myndir teknar á flóði og fjöru á sama stað við Fundy-flóa í Kanada, en þar er einna mesti munur flóðs og fjöru á jörðinni.

Einnig eru sjávarfallaspár fyrir margar hafnir landsins á vef Vegagerðarinnar. Þar er spáð fyrir um hæð sjávarfalla á heila tímanum og upplýsingar nokkra daga fram í tímann. Það er ekki tekið fram hvenær er háflóð eða háfjara, en þar sem sjávarhæðin er gefin upp fyrir hvern klukkutíma sólarhringsins má sjá hvenær er að falla að og hvenær að fjara út og þar af leiðandi hvenær skiptir þar á milli, svona um það bil.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

Útgáfudagur

8.9.2010

Spyrjandi

Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu?“ Vísindavefurinn, 8. september 2010. Sótt 21. nóvember 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=48907.

EDS. (2010, 8. september). Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48907

EDS. „Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48907>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.