Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við massa þeirra hvors um sig og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina milli þeirra í öðru veldi. Krafturinn á annan hlutinn stefnir á hinn eftir tengilínunni milli þeirra.

Þetta skýrir að krafturinn er mismunandi milli ólíkra hluta og um leið eftir hverju hann fer. Samkvæmt þessu má segja að orsök þyngdarkrafta sé fólgin í massa hlutanna en um það verður sagt sitthvað fleira í svörum við öðrum spurningum.

Massi tunglsins er um það bil 1/82 af massa jarðarinnar. Þyngdarkraftur frá tungli á tiltekinn hlut í tiltekinni fjarlægð frá miðju tunglsins er því 1/82 af þyngdarkrafti frá jörð á samskonar hlut í sömu fjarlægð frá miðju hennar. Geisli eða radíi tunglsins er rúmlega 1/4 (27% eða 1/3,7) af geisla jarðarinnar. Ef jörð og tungl hefðu sama massa væri þyngd hlutar á yfirborði tunglsins því 3,72 = 13,7 sinnum meiri en þyngd hans á jörðinni. En vegna þess að tunglið er 82 sinnum léttara en jörðin eru heildaráhrifin af mismunandi massa og stærð tungls og jarðar þau að þyngd hlutar á yfirborði tunglsins er 82/13,7 = 6 sinnum minni en þyngd sama hlutar á jörðinni.

Talsvert hefur vafist fyrir mönnum, þar á meðal Newton sjálfum, hvernig þyngdarkrafturinn berst milli hlutanna. Lesa má um þá umræðu í bók minni, Heimsmynd á hverfanda hveli II (Reykjavík: Mál og menning, 1986) bls. 248-253.

Þegar litið er á málið frá sjónarhóli afstæðiskenningarinnar stafa þyngdarkraftar af sveigju rúmsins. Um það má lesa nánar í svari Þórðar Jónssonar við spurningunni Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?

Lesa má meira um þyngdarkrafta á Vísindavefnum með því að beita viðeigandi leitarorðum í leitarvél, þar á meðal í svörum við eftirtöldum spurningum:

Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson

Er hægt að búa til andþyngdarafl? eftir Þorstein Vilhjálmsson.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.8.2000

Spyrjandi

Ásgrímur Jónsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2000. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=782.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 14. ágúst). Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=782

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2000. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=782>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna?
Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við massa þeirra hvors um sig og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina milli þeirra í öðru veldi. Krafturinn á annan hlutinn stefnir á hinn eftir tengilínunni milli þeirra.

Þetta skýrir að krafturinn er mismunandi milli ólíkra hluta og um leið eftir hverju hann fer. Samkvæmt þessu má segja að orsök þyngdarkrafta sé fólgin í massa hlutanna en um það verður sagt sitthvað fleira í svörum við öðrum spurningum.

Massi tunglsins er um það bil 1/82 af massa jarðarinnar. Þyngdarkraftur frá tungli á tiltekinn hlut í tiltekinni fjarlægð frá miðju tunglsins er því 1/82 af þyngdarkrafti frá jörð á samskonar hlut í sömu fjarlægð frá miðju hennar. Geisli eða radíi tunglsins er rúmlega 1/4 (27% eða 1/3,7) af geisla jarðarinnar. Ef jörð og tungl hefðu sama massa væri þyngd hlutar á yfirborði tunglsins því 3,72 = 13,7 sinnum meiri en þyngd hans á jörðinni. En vegna þess að tunglið er 82 sinnum léttara en jörðin eru heildaráhrifin af mismunandi massa og stærð tungls og jarðar þau að þyngd hlutar á yfirborði tunglsins er 82/13,7 = 6 sinnum minni en þyngd sama hlutar á jörðinni.

Talsvert hefur vafist fyrir mönnum, þar á meðal Newton sjálfum, hvernig þyngdarkrafturinn berst milli hlutanna. Lesa má um þá umræðu í bók minni, Heimsmynd á hverfanda hveli II (Reykjavík: Mál og menning, 1986) bls. 248-253.

Þegar litið er á málið frá sjónarhóli afstæðiskenningarinnar stafa þyngdarkraftar af sveigju rúmsins. Um það má lesa nánar í svari Þórðar Jónssonar við spurningunni Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?

Lesa má meira um þyngdarkrafta á Vísindavefnum með því að beita viðeigandi leitarorðum í leitarvél, þar á meðal í svörum við eftirtöldum spurningum:

Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? eftir Tryggva Þorgeirsson og Þorstein Vilhjálmsson

Er hægt að búa til andþyngdarafl? eftir Þorstein Vilhjálmsson....