Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Er sogunarkraftur í tunglinu?

ÞV

Við skiljum spurninguna svo að spyrjandi eigi við það sem oftast er kallað aðdráttarkraftur, og stutta svarið er JÁ!

Allir hlutir verka á alla aðra hluti með aðdráttarkrafti sem við köllum öðru nafni þyngdarkraft. Þessi þyngdarkraftur frá tilteknum hlut fer annars vegar eftir massa hlutarins, það er að segja hvað hann er mörg kílógrömm, og hins vegar eftir fjarlægðinni frá miðju hlutarins. Krafturinn er í réttu hlutfalli við massann þannig að kraftur frá tvöfalt meiri massa er tvöfaldur. Krafturinn er hins vegar í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi (fjarlægðina margfaldaða með sjálfri sér) sem þýðir að kraftur í tvöfalt meiri fjarlægð er fjórum sinnum minni.

Tunglið er miklu minna en jörðin og hefur um 80 sinnum minni massa en hún sem þýðir að þyngdarkrafturinn í tiltekinni fjarlægð frá því er aðeins um 1/80 af kraftinum frá jörð í sömu fjarlægð frá henni. Hins vegar er fjarlægð manns sem stendur á yfirborði tunglsins frá miðju þess miklu minni en fjarlægð manns sem stendur á jörðinni frá miðju hennar. Þess vegna er þyngdarkraftur á hlut við yfirborð tunglsins þrátt fyrir allt um 1/6 af þyngdarkraftinum á hann við yfirborð jarðar.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.10.2006

Spyrjandi

Pétur Sævarsson, f. 1995

Tilvísun

ÞV. „Er sogunarkraftur í tunglinu?“ Vísindavefurinn, 6. október 2006. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6259.

ÞV. (2006, 6. október). Er sogunarkraftur í tunglinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6259

ÞV. „Er sogunarkraftur í tunglinu?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2006. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er sogunarkraftur í tunglinu?
Við skiljum spurninguna svo að spyrjandi eigi við það sem oftast er kallað aðdráttarkraftur, og stutta svarið er JÁ!

Allir hlutir verka á alla aðra hluti með aðdráttarkrafti sem við köllum öðru nafni þyngdarkraft. Þessi þyngdarkraftur frá tilteknum hlut fer annars vegar eftir massa hlutarins, það er að segja hvað hann er mörg kílógrömm, og hins vegar eftir fjarlægðinni frá miðju hlutarins. Krafturinn er í réttu hlutfalli við massann þannig að kraftur frá tvöfalt meiri massa er tvöfaldur. Krafturinn er hins vegar í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi (fjarlægðina margfaldaða með sjálfri sér) sem þýðir að kraftur í tvöfalt meiri fjarlægð er fjórum sinnum minni.

Tunglið er miklu minna en jörðin og hefur um 80 sinnum minni massa en hún sem þýðir að þyngdarkrafturinn í tiltekinni fjarlægð frá því er aðeins um 1/80 af kraftinum frá jörð í sömu fjarlægð frá henni. Hins vegar er fjarlægð manns sem stendur á yfirborði tunglsins frá miðju þess miklu minni en fjarlægð manns sem stendur á jörðinni frá miðju hennar. Þess vegna er þyngdarkraftur á hlut við yfirborð tunglsins þrátt fyrir allt um 1/6 af þyngdarkraftinum á hann við yfirborð jarðar.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....