Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:12 • Sest 06:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:44 • Síðdegis: 16:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:12 • Sest 06:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:44 • Síðdegis: 16:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull bráðnar allur?

Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Helgi Björnsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mér var sagt eitt sinn að ef Grænlandsjökull myndi bráðna allur myndi yfirborð sjávar við Ísland lækka verulega vegna áhrifa þyngdarkrafts jökulsins sem togaði yfirborðið upp í dag. Áhrifin myndu hins vegar fjara út við Skotland og hækka annars staðar. Eruð þið ekki með einhverja reiknimeistara á ykkar snærum sem geta svarað þessu?

Grænlandsjökull er 1,7 milljón km² að flatarmáli. Hann er að meðaltali um 1670 m þykkur og rúmlega 3000 m þar sem hann er þykkastur. Vatnið sem þar er bundið sem ís eru tæpir 3 milljónir km³.

Ef jökullinn bráðnaði allur mundi sjávarborð jarðar hækka að meðaltali um 7,4 m. Engin hætta er talin á að það gerist næstu þúsund ár, en á næstu áratugum gæti hlýnun jarðar þó valdið svo mikilli bráðnun ísbreiðunnar að sjávarborðið hækkaði hnattrænt að meðaltali um 10 cm. Hækkunin er mjög háð því hversu mikið hlýnar.

Bræðsluvatnið mundi þó ekki dreifast jafnt um allan hnöttinn vegna þyngdarsviðsaflögunar ísbreiðunnar sem viðheldur hárri sjávarstöðu næst jöklinum. Þegar massi jökulsins minnkar dregur úr þyngdarkrafti umhverfis hann, sjór dregst því minna en áður að jöklinum og sjávarborðið lækkar í næsta nágrenni Grænlands en hækkar fjær. Línan sem skilur að svæði með lækkun og hækkun sjávarstöðu vegna massataps Grænlandsjökuls liggur í gegnum Skandinavíu, Stóra-Bretland, yfir Atlantshafið og rétt sunnan við Hudsonflóa í Norður Ameríku.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar Grænlandsjökuls á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2a í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar Grænlandsjökuls á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2a í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Hversu mikil þessi þyngdarkraftsáhrif eru fer eftir hversu mikið massatapið er. Reikningar fyrir massatap Grænlandsjökuls á tímabilinu 1972-2018 hafa verið gerðir.[1] Heildarmassatap Grænlandsjökuls á þessu tímabili samsvarar 1,4 cm meðaltalssjávarhækkun. Áhrif þessa massataps eru 4 cm lækkun við norðvesturströnd Íslands (á Ísafirði) og um 2 cm lækkun við suðausturströnd landsins (á Höfn í Hornafirði). Áhrifin minnka því hratt með fjarlægð frá jöklinum og gætir minna við Skotland.

Tilvísun:
  1. ^ Berglind Pétursdóttir (2023). Áhrif massataps Grænlandsísbreiðu á sjávarstöðu umhverfis Ísland. BS-verkefni í jarðeðlisfræði. https://skemman.is/bitstream/1946/44536/1/BS_verkefni_Berglind.pdf. (Sótt 1.12.2025).

Myndir:

Höfundar

Guðfinna Aðalgeirsdóttir

prófessor við Jarðvísindadeild HÍ

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

2.12.2025

Spyrjandi

Arnar Sigurðsson

Tilvísun

Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Helgi Björnsson. „Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull bráðnar allur?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2025, sótt 2. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88247.

Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Helgi Björnsson. (2025, 2. desember). Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull bráðnar allur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88247

Guðfinna Aðalgeirsdóttir og Helgi Björnsson. „Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull bráðnar allur?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2025. Vefsíða. 2. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88247>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig breytist sjávarstaða við Ísland ef Grænlandsjökull bráðnar allur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Mér var sagt eitt sinn að ef Grænlandsjökull myndi bráðna allur myndi yfirborð sjávar við Ísland lækka verulega vegna áhrifa þyngdarkrafts jökulsins sem togaði yfirborðið upp í dag. Áhrifin myndu hins vegar fjara út við Skotland og hækka annars staðar. Eruð þið ekki með einhverja reiknimeistara á ykkar snærum sem geta svarað þessu?

Grænlandsjökull er 1,7 milljón km² að flatarmáli. Hann er að meðaltali um 1670 m þykkur og rúmlega 3000 m þar sem hann er þykkastur. Vatnið sem þar er bundið sem ís eru tæpir 3 milljónir km³.

Ef jökullinn bráðnaði allur mundi sjávarborð jarðar hækka að meðaltali um 7,4 m. Engin hætta er talin á að það gerist næstu þúsund ár, en á næstu áratugum gæti hlýnun jarðar þó valdið svo mikilli bráðnun ísbreiðunnar að sjávarborðið hækkaði hnattrænt að meðaltali um 10 cm. Hækkunin er mjög háð því hversu mikið hlýnar.

Bræðsluvatnið mundi þó ekki dreifast jafnt um allan hnöttinn vegna þyngdarsviðsaflögunar ísbreiðunnar sem viðheldur hárri sjávarstöðu næst jöklinum. Þegar massi jökulsins minnkar dregur úr þyngdarkrafti umhverfis hann, sjór dregst því minna en áður að jöklinum og sjávarborðið lækkar í næsta nágrenni Grænlands en hækkar fjær. Línan sem skilur að svæði með lækkun og hækkun sjávarstöðu vegna massataps Grænlandsjökuls liggur í gegnum Skandinavíu, Stóra-Bretland, yfir Atlantshafið og rétt sunnan við Hudsonflóa í Norður Ameríku.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar Grænlandsjökuls á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2a í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar Grænlandsjökuls á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2a í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun.

Hversu mikil þessi þyngdarkraftsáhrif eru fer eftir hversu mikið massatapið er. Reikningar fyrir massatap Grænlandsjökuls á tímabilinu 1972-2018 hafa verið gerðir.[1] Heildarmassatap Grænlandsjökuls á þessu tímabili samsvarar 1,4 cm meðaltalssjávarhækkun. Áhrif þessa massataps eru 4 cm lækkun við norðvesturströnd Íslands (á Ísafirði) og um 2 cm lækkun við suðausturströnd landsins (á Höfn í Hornafirði). Áhrifin minnka því hratt með fjarlægð frá jöklinum og gætir minna við Skotland.

Tilvísun:
  1. ^ Berglind Pétursdóttir (2023). Áhrif massataps Grænlandsísbreiðu á sjávarstöðu umhverfis Ísland. BS-verkefni í jarðeðlisfræði. https://skemman.is/bitstream/1946/44536/1/BS_verkefni_Berglind.pdf. (Sótt 1.12.2025).

Myndir:...