Sólin Sólin Rís 07:39 • sest 18:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:06 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík

Er hægt að deyja úr hita?

EDS

Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita.

Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfinu en þá reynir líkaminn að bregðast við því ástandi og ná hitanum niður aftur.

En líkaminn getur einnig hækkað hitann sjálfur við veikindi og er þá talað um sótthita. Talið er að sótthiti sé hluti af varnarkerfi líkamans gegn sýklum og getur drepið eða hamið vöxt sumra sýkla.


Sterkt sólskin eða hár lofthiti getur valdið hitaslagi sem kann að leiða til dauða.

Líkamshiti yfir 41°C er talinn skaðlegur og hiti yfir 43°C veldur yfirleitt hitaslagi og dauða. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er sólstingur? er fjallað um hitaslag og þar segir meðal annars að orsökin geti til dæmis verið:
sterkt sólskin eða hár lofthiti. Þá verður truflun í kælikerfi líkamans sem nær ekki að kæla sig með því að svitna. Húðin er því oftast heit og þurr og við svitnum ekki lengur. Í sumum tilvikum getur húðin þó virst nokkuð svöl vegna þess að æðar rétt undir húðinni dragast saman og of heitt blóð líkamans berst ekki til yfirborðsins. Afleiðingin er hækkandi líkamshiti sem hefur í för með sér að heilafrumur deyja en það getur leitt til krampa, meðvitundarleysis og jafnvel dauða.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér svar Þuríðar í heild sinni og einnig önnur svör á Vísindavefnum um líkamshita sem sum voru höfð til hiðsjónar við gerð þessa svars:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Sigríður Guðbrandsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Er hægt að deyja úr hita?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008. Sótt 2. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7317.

EDS. (2008, 4. apríl). Er hægt að deyja úr hita? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7317

EDS. „Er hægt að deyja úr hita?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 2. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7317>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að deyja úr hita?
Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita.

Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfinu en þá reynir líkaminn að bregðast við því ástandi og ná hitanum niður aftur.

En líkaminn getur einnig hækkað hitann sjálfur við veikindi og er þá talað um sótthita. Talið er að sótthiti sé hluti af varnarkerfi líkamans gegn sýklum og getur drepið eða hamið vöxt sumra sýkla.


Sterkt sólskin eða hár lofthiti getur valdið hitaslagi sem kann að leiða til dauða.

Líkamshiti yfir 41°C er talinn skaðlegur og hiti yfir 43°C veldur yfirleitt hitaslagi og dauða. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er sólstingur? er fjallað um hitaslag og þar segir meðal annars að orsökin geti til dæmis verið:
sterkt sólskin eða hár lofthiti. Þá verður truflun í kælikerfi líkamans sem nær ekki að kæla sig með því að svitna. Húðin er því oftast heit og þurr og við svitnum ekki lengur. Í sumum tilvikum getur húðin þó virst nokkuð svöl vegna þess að æðar rétt undir húðinni dragast saman og of heitt blóð líkamans berst ekki til yfirborðsins. Afleiðingin er hækkandi líkamshiti sem hefur í för með sér að heilafrumur deyja en það getur leitt til krampa, meðvitundarleysis og jafnvel dauða.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér svar Þuríðar í heild sinni og einnig önnur svör á Vísindavefnum um líkamshita sem sum voru höfð til hiðsjónar við gerð þessa svars:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....