Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í raun verður manni ekki kalt þegar maður er kominn með hita heldur rétt áður en líkamshitinn hækkar. Í undirstúku heilans er hitastillistöð sem sér um að viðhalda líkamshita okkar við um það bil 37° C við eðlilegar kringumstæður. Við getum orðað það þannig að hitastillir okkar er stilltur á 37° C.

Við getum fengið hita af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna lyfja, eiturefna, krabbameina eða sjálfsofnæmissjúkdóma. Algengasta orsökin er þó líklega sýkingar. Þegar sýklar komast inn í líkamann gefa þeir, ásamt átfrumum ónæmiskerfisins, frá sér ýmis efni sem kallast sótthitavaldar (e. pyrogens). Þeir valda því að undirstúkan hækkar hitastillinn upp í 38-39°C. Þetta örvar sýklavarnir líkamans, en aukinn hiti hentar einnig flestum sýklum illa.



Sýkingar eru ein algengasta orsök hærri líkamshita

Fyrst í stað erum við þó enn með 37°C hita þrátt fyrir að hitastillirinn sé stilltur á 39°C. Þetta veldur því að okkur verður kalt og við förum að skjálfa, hjartslátturinn eykst og efnaskipti örvast. Við þetta losnar mikil orka og líkamshitinn eykst. Auknum hita vill fylgja hausverkur og beinverkir, sem mætti kalla aukaverkanir varna okkar gegn sýklum. Þegar dregur úr sýkingunni stillir undirstúkan hitann aftur á 37°C. Líkamshitinn er hins vegar ennþá 39°C og okkur verður því mjög heitt og við svitnum. Við svitamyndun kælir líkaminn sig, en þetta heldur áfram þar til er aftur orðinn 37°C.

Í flestum tilfellum er óþarfi að gera nokkrar ráðstafanir þegar maður er með hita nema helst að drekka nóg. Þá er átt við vægan hita sem er 1-2°C meira en eðlilegt er fyrir einstaklinginn. Slíkur hiti hjálpar líkamanum að berjast gegn sýkingunni og gefur fólki einnig merki um að það sé veikt. Ef hitinn fer ofar en 38-39°C eða hækkar ört ætti að hafa samband við lækni. Einnig ef hitinn varir lengur en fáeina daga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.12.2006

Spyrjandi

Sandra Traustadóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2006, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6424.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 5. desember). Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6424

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2006. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6424>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?
Í raun verður manni ekki kalt þegar maður er kominn með hita heldur rétt áður en líkamshitinn hækkar. Í undirstúku heilans er hitastillistöð sem sér um að viðhalda líkamshita okkar við um það bil 37° C við eðlilegar kringumstæður. Við getum orðað það þannig að hitastillir okkar er stilltur á 37° C.

Við getum fengið hita af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna lyfja, eiturefna, krabbameina eða sjálfsofnæmissjúkdóma. Algengasta orsökin er þó líklega sýkingar. Þegar sýklar komast inn í líkamann gefa þeir, ásamt átfrumum ónæmiskerfisins, frá sér ýmis efni sem kallast sótthitavaldar (e. pyrogens). Þeir valda því að undirstúkan hækkar hitastillinn upp í 38-39°C. Þetta örvar sýklavarnir líkamans, en aukinn hiti hentar einnig flestum sýklum illa.



Sýkingar eru ein algengasta orsök hærri líkamshita

Fyrst í stað erum við þó enn með 37°C hita þrátt fyrir að hitastillirinn sé stilltur á 39°C. Þetta veldur því að okkur verður kalt og við förum að skjálfa, hjartslátturinn eykst og efnaskipti örvast. Við þetta losnar mikil orka og líkamshitinn eykst. Auknum hita vill fylgja hausverkur og beinverkir, sem mætti kalla aukaverkanir varna okkar gegn sýklum. Þegar dregur úr sýkingunni stillir undirstúkan hitann aftur á 37°C. Líkamshitinn er hins vegar ennþá 39°C og okkur verður því mjög heitt og við svitnum. Við svitamyndun kælir líkaminn sig, en þetta heldur áfram þar til er aftur orðinn 37°C.

Í flestum tilfellum er óþarfi að gera nokkrar ráðstafanir þegar maður er með hita nema helst að drekka nóg. Þá er átt við vægan hita sem er 1-2°C meira en eðlilegt er fyrir einstaklinginn. Slíkur hiti hjálpar líkamanum að berjast gegn sýkingunni og gefur fólki einnig merki um að það sé veikt. Ef hitinn fer ofar en 38-39°C eða hækkar ört ætti að hafa samband við lækni. Einnig ef hitinn varir lengur en fáeina daga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:...