Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?

Trausti Jónsson

Hiti fer í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist.

Upplýsingar um hámarkshita hvers dags á landinu eru aðgengilegar aftur til og með 1949 og því lítum við fyrst á meðaltöl þess tímabils og einungis á mannaðar veðurstöðvar. Hiti hefur farið yfir 20 stig öll 61 sumurin 1949 til 2009. Fyrsta dagsetning að vori er 18. apríl 2003 en sú síðasta 23. júlí 1952. Það ár komst hiti líka yfir 20 stig í ágúst og september. Litlu munaði 1979 að hiti næði aldrei 20 stigum, þá komst hiti fyrst yfir 20 stig þann 21. júlí.

Á tímabilinu kom það fyrir í 4% tilvika að mörkin næðust í apríl og um 40% voru fyrir 1. júní. Meðaldagsetning markanna er 5. júní, en miðdagsetning (50% áður, 50% eftir) var 7. júní. Algengasti dagur þess að hiti fari fyrst yfir 20 stig er 10. júní. Í um 10% tilvika dróst fram í júlí að hiti á mannaðri stöð færi yfir 20 stig.Meðaldagsetning markanna er 5. júní. Ylströndin í Nauthólsvík á góðum degi.

Á síðustu 15 árum hefur mönnuðum stöðvum fækkað og sjálfvirkum fjölgað. Fjölgun sjálfvirku hitamælinganna hefur verið meiri en fækkun þeirra mönnuðu. Þetta þýðir að líkur á því að hitta á stað með meir en 20 stiga hita hafa aukist. Séu sjálfvirkar stöðvar athugaðar sérstaklega á tímabilinu 1995 til 2009 kemur í ljós að 20 stiga mörkum er að meðaltali náð um 6 dögum fyrr á sjálfvirku stöðvunum (23. maí) heldur en á þeim mönnuðu á sama tímabili (29. maí). Árin eru það fá að ógætilegt er að taka þennan mun mjög hátíðlega, í reynd var þessu mjög mismunandi háttað einstök ár. Þetta er þó í þá átt sem búast má við þegar stöðvum er fjölgað.

Frá 1949 er mjög áberandi að 20 stigum er náð fyrr og fyrr á vorin. Í upphafi tímabilsins var meðaldagsetning markanna í kringum 20. júní, en síðustu 15 árin 29. maí, eins og áður sagði. Þetta er í takti við þá almennu hlýnun sem átt hefur sér stað að sumarlagi á þessu tímabili. Hitabylgjur voru áberandi færri fyrir 1970 heldur en síðar og fyrsti áratugur nýrrar aldar hefur verið hitabylgjuríkari en aðrir áratugir á þessu tímabili.

Upplýsingar eru aðgengilegar um hæsta hita hvers mánaðar frá 1874. Fyrir 1880 voru stöðvar þó það fáar og þar að auki flestar við sjávarsíðuna að nokkur ár gátu liðið án þess að 20 stiga hiti mældist á landinu. Þó hefur hiti náð 20 stigum öll sumur frá og með 1879 - og sennilega miklu lengra aftur í aldir. Hæsti hiti sem enn hefur frést af sumarið 1878 mældist á Djúpavogi 29. júní, 19,0 stig.

Á 131 ári náðust mörkin í apríl í 3% tilvika, Í 44% tilvika var þeim náð fyrir 1. júní og náðust ekki fyrir 1. júlí í 6% tilvika.

Á tímabilinu 1879 til 1924 náðust mörkin fyrir 1. júní í um 35% tilvika, á árunum 1926 til 1965 hins vegar í um 65% tilvika, á árunum 1966 til 1995 í 37% tilvika og frá 1996 til 2009 í um 64% tilvika.

Af þessu sést greinilega að mikill munur er á hlýju tímabilunum 1925 til 1965 og 1995 til 2009 annars vegar og á köldu tímabilunum tveimur hins vegar. Erfitt er því að finna viðmiðunartímabil til að reikna langtímaleitni. Ályktunin hér að ofan um mikla leitni frá 1950 stenst því varla ef miðað er við lengra tímabil.

Þann 3. apríl 2007 komst hiti yfir 20 stig á sjálfvirku veðurstöðvunum í Neskaupstað, á Kollaleiru og á Dalatanga. Á hefðbundinni mannaðri stöð hafa mörkin fyrst náðst 18. apríl. Það var vorið 2003, á stöðvunum Raufarhöfn, Sauðanesi, Miðfjarðarnesi og Skjaldþingsstöðum. Þann 16. apríl 1908 náði hiti 21,4 stigum á Seyðisfirði. Hægt væri að efast um þá mælingu, en við látum hana samt standa sem fyrstu dagsetningu 20 stiga hita á mannaðri veðurstöð.

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í apríl er 23,0 stig í Ásbyrgi, þann 29. 2007. Hæsti hiti í maí mældist á Vopnafirði þann 26. 1992, 25,6 stig.

Mynd: Nat.is

Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

4.6.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2010, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56528.

Trausti Jónsson. (2010, 4. júní). Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56528

Trausti Jónsson. „Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2010. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56528>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?
Hiti fer í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist.

Upplýsingar um hámarkshita hvers dags á landinu eru aðgengilegar aftur til og með 1949 og því lítum við fyrst á meðaltöl þess tímabils og einungis á mannaðar veðurstöðvar. Hiti hefur farið yfir 20 stig öll 61 sumurin 1949 til 2009. Fyrsta dagsetning að vori er 18. apríl 2003 en sú síðasta 23. júlí 1952. Það ár komst hiti líka yfir 20 stig í ágúst og september. Litlu munaði 1979 að hiti næði aldrei 20 stigum, þá komst hiti fyrst yfir 20 stig þann 21. júlí.

Á tímabilinu kom það fyrir í 4% tilvika að mörkin næðust í apríl og um 40% voru fyrir 1. júní. Meðaldagsetning markanna er 5. júní, en miðdagsetning (50% áður, 50% eftir) var 7. júní. Algengasti dagur þess að hiti fari fyrst yfir 20 stig er 10. júní. Í um 10% tilvika dróst fram í júlí að hiti á mannaðri stöð færi yfir 20 stig.Meðaldagsetning markanna er 5. júní. Ylströndin í Nauthólsvík á góðum degi.

Á síðustu 15 árum hefur mönnuðum stöðvum fækkað og sjálfvirkum fjölgað. Fjölgun sjálfvirku hitamælinganna hefur verið meiri en fækkun þeirra mönnuðu. Þetta þýðir að líkur á því að hitta á stað með meir en 20 stiga hita hafa aukist. Séu sjálfvirkar stöðvar athugaðar sérstaklega á tímabilinu 1995 til 2009 kemur í ljós að 20 stiga mörkum er að meðaltali náð um 6 dögum fyrr á sjálfvirku stöðvunum (23. maí) heldur en á þeim mönnuðu á sama tímabili (29. maí). Árin eru það fá að ógætilegt er að taka þennan mun mjög hátíðlega, í reynd var þessu mjög mismunandi háttað einstök ár. Þetta er þó í þá átt sem búast má við þegar stöðvum er fjölgað.

Frá 1949 er mjög áberandi að 20 stigum er náð fyrr og fyrr á vorin. Í upphafi tímabilsins var meðaldagsetning markanna í kringum 20. júní, en síðustu 15 árin 29. maí, eins og áður sagði. Þetta er í takti við þá almennu hlýnun sem átt hefur sér stað að sumarlagi á þessu tímabili. Hitabylgjur voru áberandi færri fyrir 1970 heldur en síðar og fyrsti áratugur nýrrar aldar hefur verið hitabylgjuríkari en aðrir áratugir á þessu tímabili.

Upplýsingar eru aðgengilegar um hæsta hita hvers mánaðar frá 1874. Fyrir 1880 voru stöðvar þó það fáar og þar að auki flestar við sjávarsíðuna að nokkur ár gátu liðið án þess að 20 stiga hiti mældist á landinu. Þó hefur hiti náð 20 stigum öll sumur frá og með 1879 - og sennilega miklu lengra aftur í aldir. Hæsti hiti sem enn hefur frést af sumarið 1878 mældist á Djúpavogi 29. júní, 19,0 stig.

Á 131 ári náðust mörkin í apríl í 3% tilvika, Í 44% tilvika var þeim náð fyrir 1. júní og náðust ekki fyrir 1. júlí í 6% tilvika.

Á tímabilinu 1879 til 1924 náðust mörkin fyrir 1. júní í um 35% tilvika, á árunum 1926 til 1965 hins vegar í um 65% tilvika, á árunum 1966 til 1995 í 37% tilvika og frá 1996 til 2009 í um 64% tilvika.

Af þessu sést greinilega að mikill munur er á hlýju tímabilunum 1925 til 1965 og 1995 til 2009 annars vegar og á köldu tímabilunum tveimur hins vegar. Erfitt er því að finna viðmiðunartímabil til að reikna langtímaleitni. Ályktunin hér að ofan um mikla leitni frá 1950 stenst því varla ef miðað er við lengra tímabil.

Þann 3. apríl 2007 komst hiti yfir 20 stig á sjálfvirku veðurstöðvunum í Neskaupstað, á Kollaleiru og á Dalatanga. Á hefðbundinni mannaðri stöð hafa mörkin fyrst náðst 18. apríl. Það var vorið 2003, á stöðvunum Raufarhöfn, Sauðanesi, Miðfjarðarnesi og Skjaldþingsstöðum. Þann 16. apríl 1908 náði hiti 21,4 stigum á Seyðisfirði. Hægt væri að efast um þá mælingu, en við látum hana samt standa sem fyrstu dagsetningu 20 stiga hita á mannaðri veðurstöð.

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í apríl er 23,0 stig í Ásbyrgi, þann 29. 2007. Hæsti hiti í maí mældist á Vopnafirði þann 26. 1992, 25,6 stig.

Mynd: Nat.is

Þetta svar birtist áður á vef Veðurstofu Íslands og er birt hér með góðufúslegu leyfi....