Við svitnum ef okkur verður of heitt. Þegar okkur hitnar beinum við heitu blóðinu út í æðakerfi svonefndrar leðurhúðar sem er undir þynnri yfirhúð, en það er ytra lag húðarinnar.
Samtímis eykst framleiðni svitakirtla og húðin á okkur verður rök. Svitinn gufar upp af húðinni og við það kólnar hún og kælir blóðið. Uppgufunin þarf mikla orku og þess vegna er þetta býsna skilvirk aðferð til kælingar.
En svitamyndun er þannig ein af leiðum líkamans til að koma í veg fyrir ofhitun.
Heimildir og frekara lesefni:- Er húðin líffæri? eftir Stefán B. Sigurðsson
- Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? eftir Stefán B. Sigurðsson
- Hvers vegna svitnar maður? eftir Þuríðu Þorbjarnardóttur
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.