Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?

Gunnar Þór Magnússon

Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum.

Smáskammtalyf eru búin til með því að taka til efni sem eiga að verka gegn vandamálinu sem um ræðir og þynna þau út í vatni eða öðu leysiefni í hlutfallinu 1 á móti 10. Þessi lausn er svo hrist og þynnt aftur, hrist og þynnt aftur, og þannig aftur og aftur þar til hæfilegum styrk er náð. Smáskammtalæknar segja að við hverja þynningu og hvert skipti sem lausnin er hrist magnist styrkur hennar, þannig að því þynnri og hristari sem lausnin er því áhrifameiri verði hún.

Margt býr í vatninu.

Lausnir smáskammtalækna eru yfirleitt þynntar það mikið að hverfandi líkur eru á því að einhverjar sameindir upprunalegu efnanna sitji eftir í lokin. Í staðinn samanstendur lausnin að öllum líkindum eingöngu af vatni. Smáskammtalæknar segja þó að lausnin hafi engu að síður lækningarmátt fyrir tilstuðlan ferla sem við skiljum ekki enn.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifamætti smáskammtalækninga á ýmsa sjúkdóma. Engin þeirra hefur sýnt fram á með óyggjandi hætti að smáskammtalækningar hafi meiri áhrif en lyfleysur, sem eru efni með engan lækningarmátt sem eru gefin sjúklingum til að útiloka falskar jákvæðar niðurstöður úr tilraunum.



Alexander Fleming (1881 - 1955) við vinnu sína.

Ágætt er að hafa í huga að flestar hefðbundnar lækningaraðferðir nútímans voru einhverntíma óhefðbundnar aðferðir. Með tilraunum var sýnt fram á að þær virkuðu og voru öruggar, svo aðferðirnar voru teknar í almenna notkun. Hið sama gildir um allar óhefðbundnar lækningaraðferðir sem er stungið upp á í dag: ef þær virka og eru öruggar þá mæla læknar með þeim.

Gott dæmi um þetta ferli er lyfið penisilín, sem Alexander Fleming uppgötvaði fyrir tilviljun árið 1928 þegar hann gleymdi að hreinsa myglusvepp af tilraunaglösunum sínum. Eftir að tilraunir sýndu að penisilín var gríðarlega áhrifaríkt sýklalyf, og aðferðir til að fjöldaframleiða lyfið fundust árið 1943, tóku læknar um allan heim það í almenna notkun. Í dag hefur penisilín bjargað ótrúlegum fjölda mannslífa og er, ásamt öðrum sýklalyfjum, einn hornsteinn hefðbundinna lækninga.

Til samanburðar hafa smáskammtalækningar þekkst í rúm 200 ár og virkni þeirra hefur sætt miklum rannsóknum. Smáskammtalækningar teljast ekki til hefðbundinna læknavísinda og læknar mæla ekki með þeim.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

12.8.2009

Síðast uppfært

19.6.2018

Spyrjandi

Ólöf Guðmundsdóttir, Einar Þórisson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2009, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17761.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 12. ágúst). Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17761

Gunnar Þór Magnússon. „Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2009. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17761>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?
Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum.

Smáskammtalyf eru búin til með því að taka til efni sem eiga að verka gegn vandamálinu sem um ræðir og þynna þau út í vatni eða öðu leysiefni í hlutfallinu 1 á móti 10. Þessi lausn er svo hrist og þynnt aftur, hrist og þynnt aftur, og þannig aftur og aftur þar til hæfilegum styrk er náð. Smáskammtalæknar segja að við hverja þynningu og hvert skipti sem lausnin er hrist magnist styrkur hennar, þannig að því þynnri og hristari sem lausnin er því áhrifameiri verði hún.

Margt býr í vatninu.

Lausnir smáskammtalækna eru yfirleitt þynntar það mikið að hverfandi líkur eru á því að einhverjar sameindir upprunalegu efnanna sitji eftir í lokin. Í staðinn samanstendur lausnin að öllum líkindum eingöngu af vatni. Smáskammtalæknar segja þó að lausnin hafi engu að síður lækningarmátt fyrir tilstuðlan ferla sem við skiljum ekki enn.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifamætti smáskammtalækninga á ýmsa sjúkdóma. Engin þeirra hefur sýnt fram á með óyggjandi hætti að smáskammtalækningar hafi meiri áhrif en lyfleysur, sem eru efni með engan lækningarmátt sem eru gefin sjúklingum til að útiloka falskar jákvæðar niðurstöður úr tilraunum.



Alexander Fleming (1881 - 1955) við vinnu sína.

Ágætt er að hafa í huga að flestar hefðbundnar lækningaraðferðir nútímans voru einhverntíma óhefðbundnar aðferðir. Með tilraunum var sýnt fram á að þær virkuðu og voru öruggar, svo aðferðirnar voru teknar í almenna notkun. Hið sama gildir um allar óhefðbundnar lækningaraðferðir sem er stungið upp á í dag: ef þær virka og eru öruggar þá mæla læknar með þeim.

Gott dæmi um þetta ferli er lyfið penisilín, sem Alexander Fleming uppgötvaði fyrir tilviljun árið 1928 þegar hann gleymdi að hreinsa myglusvepp af tilraunaglösunum sínum. Eftir að tilraunir sýndu að penisilín var gríðarlega áhrifaríkt sýklalyf, og aðferðir til að fjöldaframleiða lyfið fundust árið 1943, tóku læknar um allan heim það í almenna notkun. Í dag hefur penisilín bjargað ótrúlegum fjölda mannslífa og er, ásamt öðrum sýklalyfjum, einn hornsteinn hefðbundinna lækninga.

Til samanburðar hafa smáskammtalækningar þekkst í rúm 200 ár og virkni þeirra hefur sætt miklum rannsóknum. Smáskammtalækningar teljast ekki til hefðbundinna læknavísinda og læknar mæla ekki með þeim.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...