Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?

Þórbergur Atli Þórsson, Teitur Helgi Skúlason og Baldvin Benediktsson

Það er vitað að allt að 200 árum f.Kr. var farið að reyna að koma í veg fyrir bólusótt í Kína eða Indlandi með því að smita fólk af einhverri annarri sýkingu. Á Vesturlöndum er ekki vitað um tilraunir til að nota smit á þennan hátt fyrr en á 18. öld. Breski læknirinn Edward Jenner (1749 - 1823) var frumkvöðull á því sviði en árið 1796 smitaði hann ungan dreng af kúabólu til að verja hann gegn bólusótt. Áratugina á undan höfðu aðrir reynt slíkt hið sama en Jenner er þrátt fyrir það talinn frumkvöðullinn og frá honum er enska orðið vaccination eða bólusetning komið. Orðið vacca er latína og þýðir kýr

Þótt tilraunir Jenners til að bólusetja hafi tekist, skildu menn ekki fullkomlega orsakir smitsjúkdóma eða sambandið milli sjúkdóms og bólusetningar. Það var hins vegar nokkrum áratugum seinna, eftir miðja 19. öld, sem franski efnafræðingurinn Louis Pasteur (1822 - 1895) lagði grunninn að því að bólusetning þróaðist sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómi. Hann studdist við þá kenningu að sýklar valdi og dreifi sjúkdómum og að veiki á byrjunarstigi ylli ónæmi vegna mótefnamyndunar í líkamanum. Með því að veikja eða lama sjúkdómsvaldandi örverur sá Pasteur að framleiða mátti úr þeim bóluefni og breyta þannig alvarlegum smitsjúkdómi í mildan. Hægt er að lesa meira um Pasteur í svari við spurningunni Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?

Hér er hvatt til að láta bólusetja gegn barnaveiki en nú á dögum er hún mjög sjaldgæf á Vesturlöndum vegna þess hve öflug og víðtæk bólusetningin gegn henni er.

Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða innihalda efni sem finnast inni í þessum sýklum. Mótefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp vörn í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdóminum sem bólusett er gegn. Nánar er fjallað um bólusetningar í svari við spurningunni Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

23.6.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Ísey Jensdóttir

Tilvísun

Þórbergur Atli Þórsson, Teitur Helgi Skúlason og Baldvin Benediktsson. „Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2008, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=32068.

Þórbergur Atli Þórsson, Teitur Helgi Skúlason og Baldvin Benediktsson. (2008, 23. júní). Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=32068

Þórbergur Atli Þórsson, Teitur Helgi Skúlason og Baldvin Benediktsson. „Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2008. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=32068>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var fyrsta bóluefnið fundið upp og hvað er bóluefni?
Það er vitað að allt að 200 árum f.Kr. var farið að reyna að koma í veg fyrir bólusótt í Kína eða Indlandi með því að smita fólk af einhverri annarri sýkingu. Á Vesturlöndum er ekki vitað um tilraunir til að nota smit á þennan hátt fyrr en á 18. öld. Breski læknirinn Edward Jenner (1749 - 1823) var frumkvöðull á því sviði en árið 1796 smitaði hann ungan dreng af kúabólu til að verja hann gegn bólusótt. Áratugina á undan höfðu aðrir reynt slíkt hið sama en Jenner er þrátt fyrir það talinn frumkvöðullinn og frá honum er enska orðið vaccination eða bólusetning komið. Orðið vacca er latína og þýðir kýr

Þótt tilraunir Jenners til að bólusetja hafi tekist, skildu menn ekki fullkomlega orsakir smitsjúkdóma eða sambandið milli sjúkdóms og bólusetningar. Það var hins vegar nokkrum áratugum seinna, eftir miðja 19. öld, sem franski efnafræðingurinn Louis Pasteur (1822 - 1895) lagði grunninn að því að bólusetning þróaðist sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sjúkdómi. Hann studdist við þá kenningu að sýklar valdi og dreifi sjúkdómum og að veiki á byrjunarstigi ylli ónæmi vegna mótefnamyndunar í líkamanum. Með því að veikja eða lama sjúkdómsvaldandi örverur sá Pasteur að framleiða mátti úr þeim bóluefni og breyta þannig alvarlegum smitsjúkdómi í mildan. Hægt er að lesa meira um Pasteur í svari við spurningunni Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?

Hér er hvatt til að láta bólusetja gegn barnaveiki en nú á dögum er hún mjög sjaldgæf á Vesturlöndum vegna þess hve öflug og víðtæk bólusetningin gegn henni er.

Bóluefni eru notuð til ónæmisaðgerða. Þau eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða innihalda efni sem finnast inni í þessum sýklum. Mótefnin sjálf valda litlum einkennum en vekja upp vörn í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdóminum sem bólusett er gegn. Nánar er fjallað um bólusetningar í svari við spurningunni Hvað mælir með því og móti að bólusetja börn?

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....