Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?

Erna Magnúsdóttir og Snædís Huld Björnsdóttir

Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða framandi prótín úr sýklinum.

Adenóveirum, sem meðal annars valda kvefi, hefur verið breytt í genaferjur á svipaðan hátt og lýst er fyrir lentiveirur í svari við spurningunni Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur? Þá hafa nauðsynleg gen fyrir fjölgun veirunnar verið fjarlægð úr erfðamengi hennar en í staðinn sett inn gen úr sýkli sem á að bólusetja gegn. Adenóveiruferjurnar geta því ekki fjölgað sér lengur en valda tímabundinni tjáningu ferjaða gensins í markfrumum.

Skýringarmynd af adenóveiru. Adenóveirur vekja sterkt ónæmissvar og hafa þess vegna verið notaðar sem grunnur að bóluefni. Þá eru gen sem stuðla að fjölgun veirunnar fjarlægð úr erfðamengi hennar en í staðinn sett gen úr sýkli sem á að bólusetja gegn.

Ferjaða genið gæti til dæmis skráð fyrir yfirborðsprótíni kórónuveiru. Markfrumurnar framleiða það og prótínið sest á yfirborðið. Þar greina frumur ónæmiskerfisins að framandi sameind er á ferð. Þetta veldur ónæmissvari og stuðlar að ónæmisminni. Slíkt minni er forsenda þess að bóluefni virki og valdi hraðri svörun ef einstaklingur sýkist af kórónuveirunni sjálfri.

Adenóveirur henta vel sem grunnur að bóluefni, ekki síst vegna þess að sjálfar valda þær sterku ónæmissvari. Það kemur því til viðbótar svarinu gegn framandi prótíni úr sýklinum.[1] Þau bóluefni sem komin eru hvað lengst í þróun gegn veirunni SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, eru einmitt byggð á adenóveirum. Þau byggja á áratugalöngum tilraunum við að búa til bóluefni gegn HIV, ebóluveiru, MERS-CoV, SARS-CoV og fleiri veirum. Þannig nýtist þekking á ýmsum veirum í baráttunni gegn þeim sem valda hættulegum sýkingum í mönnum og dýrum.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Repurposing Adenoviruses as Vectors for Vaccines - The Native Antigen Company. (Sótt 27.05.2020).
  2. ^ A Close Look at the Frontrunning Coronavirus Vaccines As of May 1 (updated) - In the Pipeline. (Sótt 27.05.2020).

Mynd:

Höfundar þakka Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir.

Höfundar

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

27.5.2020

Spyrjandi

Kristrún Ólöf Sigurðardóttir, Ómar Tamzok

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir og Snædís Huld Björnsdóttir. „Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79524.

Erna Magnúsdóttir og Snædís Huld Björnsdóttir. (2020, 27. maí). Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79524

Erna Magnúsdóttir og Snædís Huld Björnsdóttir. „Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79524>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?
Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða framandi prótín úr sýklinum.

Adenóveirum, sem meðal annars valda kvefi, hefur verið breytt í genaferjur á svipaðan hátt og lýst er fyrir lentiveirur í svari við spurningunni Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur? Þá hafa nauðsynleg gen fyrir fjölgun veirunnar verið fjarlægð úr erfðamengi hennar en í staðinn sett inn gen úr sýkli sem á að bólusetja gegn. Adenóveiruferjurnar geta því ekki fjölgað sér lengur en valda tímabundinni tjáningu ferjaða gensins í markfrumum.

Skýringarmynd af adenóveiru. Adenóveirur vekja sterkt ónæmissvar og hafa þess vegna verið notaðar sem grunnur að bóluefni. Þá eru gen sem stuðla að fjölgun veirunnar fjarlægð úr erfðamengi hennar en í staðinn sett gen úr sýkli sem á að bólusetja gegn.

Ferjaða genið gæti til dæmis skráð fyrir yfirborðsprótíni kórónuveiru. Markfrumurnar framleiða það og prótínið sest á yfirborðið. Þar greina frumur ónæmiskerfisins að framandi sameind er á ferð. Þetta veldur ónæmissvari og stuðlar að ónæmisminni. Slíkt minni er forsenda þess að bóluefni virki og valdi hraðri svörun ef einstaklingur sýkist af kórónuveirunni sjálfri.

Adenóveirur henta vel sem grunnur að bóluefni, ekki síst vegna þess að sjálfar valda þær sterku ónæmissvari. Það kemur því til viðbótar svarinu gegn framandi prótíni úr sýklinum.[1] Þau bóluefni sem komin eru hvað lengst í þróun gegn veirunni SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, eru einmitt byggð á adenóveirum. Þau byggja á áratugalöngum tilraunum við að búa til bóluefni gegn HIV, ebóluveiru, MERS-CoV, SARS-CoV og fleiri veirum. Þannig nýtist þekking á ýmsum veirum í baráttunni gegn þeim sem valda hættulegum sýkingum í mönnum og dýrum.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Repurposing Adenoviruses as Vectors for Vaccines - The Native Antigen Company. (Sótt 27.05.2020).
  2. ^ A Close Look at the Frontrunning Coronavirus Vaccines As of May 1 (updated) - In the Pipeline. (Sótt 27.05.2020).

Mynd:

Höfundar þakka Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar athugasemdir....