Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Ingileif Jónsdóttir

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fyrir notkun byggir á að bóluefnin hafi í fasa 3 rannsóknum á tugþúsundum einstaklingum reynst örugg og veitt að minnsta kosti 50% vernd gegn þeim smitsjúkdómi sem bóluefnið er þróað gegn.

Á Íslandi er það Lyfjastofnun sem gefur út markaðsleyfi fyrir bóluefni, þar með talin bóluefni gegn COVID-19 (1)[1], að fengnu markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (2), en fulltrúar Íslands taka þátt í mati á rannsóknaniðurstöðum og ákvörðun um leyfisveitingu Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ráðleggingum til Evrópulanda.

Bóluefni sem hafa fengið markaðsleyfi í Evrópu:

Þau bóluefni gegn COVID-19 sem hafa fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar eru Comirnaty (21.12.2020), sem er mRNA-bóluefni BioNTech/Pfizer, COVID-19 Vaccine Moderna (06.01.2021), sem er mRNA-bóluefni Moderna, og COVID-19 Vaccine AstraZeneca (29.01.2021), sem er veiruferjubóluefni AstraZeneca/Oxfordháskóla (1,2). Bóluefni BioNTech/Pfizer og Moderna hafa einnig fengið neyðarleyfi Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (3) og leyfi í mörgum löndum og heimsálfum. Bóluefni AstraZeneca hefur fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, Bretlands og fjölda landa víða um heim, meðal annars í fjölda lág- og meðaltekjulanda í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, en ekki Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (3).

Niðurstöður rannsókna á þeim bóluefnum sem hafa fengið markaðsleyfi á Íslandi hafa verið birtar í ritrýndum vísindatímaritum og skýrslur sem leyfi Lyfjastofnunar Bandaríkjanna byggir á eru öllum aðgengilegar á vef stofnunarinnar (3). Niðurstöður rannsókna margra annarra bóluefna, hafa ekki verið birtar opinberlega nema að litlu leyti og þá einkum úr fasa 1 og 2. Rannsóknir sumra þeirra þó skráðar í gagnagrunna Lyfjastofnunar Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Leyfi fyrir notkun bóluefna byggir á því að þau hafi í fasa 3 rannsóknum á tugþúsundum einstaklingum reynst örugg og veitt að minnsta kosti 50% vernd gegn þeim smitsjúkdómi sem bóluefnin eru þróuð gegn.

Bóluefni í fasa 3 í klínískum rannsóknum, sem sum hafa þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum:

Af yfir 170 bóluefnum sem eru í þróun gegn COVID-19 eru 22 komin í fasa 3 og 10 sem hafa fengið markaðsleyfi, neyðarleyfi eða leyfi til takmarkaðrar notkunar í einu eða fleiri löndum, samkvæmt upplýsingum Global Vaccine Alliance, GAVI (31.12.2021) (4).

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur gagnagrunn um allar rannsóknir sem gerðar eru á bólefnum gegn COVID-19,sem eru í þróun (5). Þau 10 bóluefni sem hafa fengið leyfi til notkunar í mönnum eru af ólíkum gerðum (6): 4 eru bóluefni úr dauðum veirum, 3 veiruferjubóluefni, 2 mRNA-bóluefni og eitt prótín-bóluefni (4).

Bóluefni sem eru þróuð utan Evrópu og Bandaríkjanna:

Auk þeirra bóluefna sem þegar eru komin í almenna notkun (Pfizer/BioNTech, Moderna, AstraZeneca) eða á leið í mat hjá Lyfjastofnun Evrópu og/eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (Janssen/Cilag, Novavax, CureVac) eru eftirtalin bóluefni frá Kína, Indlandi, Kasakstan og Rússlandi lengst komin í þróun:

Sinopharm/Wuhan Institute of Biolocical Products, Kína.

Bóluefnið er heil dauð veira. Fasa 3 rannsókn á bóluefninu er gerð á 25.000 þátttakendum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Marokkó, Argentínu og Perú. Bráðabirgðaniðurstöður á rannsókn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sýndi að bóluefnið veitti 86% vernd gegn COVID-19-sjúkdómnum, neyðarleyfi var gefið fyrir notkun þess í landinu um miðjan september 2020 (4). Bóluefnið hefur fengið leyfi fyrir notkun í mönnum í fleiri löndum, en niðurstöður rannsókna hafa ekki enn verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Sinopharm/Beijing Institute of Biological Products, Kína.

Bóluefnið er heil dauð veira eins og bóluefni Wuhan Institute of Biological Products. Bóluefnið (BBIBP-CorV) verndar rhesusapa (Macaca mulatta) gegn veikindum af völdum SARS-CoV-2-veirunnar (7) og var öruggt og vakti gott ónæmissvar í fasa 2 rannsókn í mönnum (8). Í fasa 3 rannsókn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fengu 5000 þátttakendur bóluefni Beijing Institute of Biological Products en 5000 fengu bóluefni Wuhan Institute of Biological Products (4,5), en niðurstöður hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Sinovac Biotech, Kína.

Bóluefnið (PiCoVacc) er heil dauð veira, sem vekur myndun hlutleysandi mótefna í músum, rottum og öpum, og verndaði gegn SARS-CoV-2-veirunni í rhesusöpum (9). Fasa 3 rannsóknir eru gerðar á 31 þúsund þátttakendum í Kína, Brasilíu, Indónesíu, Tyrklandi og Chile (4,5). Þann 14. janúar voru sendar út fréttatilkynningar sem sögðu að bóluefnið veitti 50% vernd gegn COVID-19 í fasa 3 rannsókn í Brasilíu, en viku áður höfðu borist fréttatilkynningar um að bóluefnið veitti 78% vernd gegn mildum COVID-19 sjúkdómi í Brasilíu. Niðurstöður fasa 3 rannsókna hafa ekki enn verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

CanSino Biologics, Kína.

Bóluefnið (Ad5-nCoV) er veiruferjubóluefni, sem byggir á sömu tækni og sömu veiruferju og notuð var við þróun bóluefnis gegn ebólaveirunni (4). Bóluefni sýndi gott öryggi og ónæmissvar í mönnum (10). Í júní 2020 veittu kínversk yfirvöld leyfi fyrir notkun bóluefnisins í sérstöku tilvikum og í ágúst 2020 hófst fasa 3 rannsókn í Sádi-Arabíu og mánuði síðar í Pakistan og Rússlandi og nú einnig í Mexíkó og Chile (4,5). Niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Anhui Zhifei Longcom Biopharmaceutical & Institute of Microbiology, Chinese Academy of Sciences, Kína.

Anhui Zhifei-bóluefnið er prótín-bóluefni, stöðugri tvennd (e. dimer) af viðtaka-bindiseti (e. receptor binding domain, RBD) broddprótíns SARS-CoV-2-veirunnar og framleitt með sömu tækni og notuð var í þróun bóluefna gegn SARS-CoV og MERS-veirunum (11). Bóluefnið er komið í fasa 3 rannsóknir á mörgum stöðum í Kína (4,5). Niðurstöður rannsókna hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Chinese Academy of Medical Sciences, Kína.

Bóluefnið er dauð veira, fasa 2 rannsóknir á öryggi og ónæmissvörum hófust í júlí 2020 og fasa 3 rannsókn á 29,000 þátttakendum í desember 2020 (4,5). Niðurstöður rannsókna hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Bharat Biotech, Indlandi.

Bóluefnið (Covaxin) er heil dauð veira, þróað af Indian Council of Medical Research and the National Institute of Virology og framleitt af Bharat Biotech. Fasa 3 rannsókn fer fram á 25 stöðum í Indlandi en fyrirtækið hefur sótt um neyðarleyfi byggt á jákvæðum niðurstöðum á öryggi og myndun ónæmissvars í fasa 1 og 2 rannsóknum (4, 5, 12). Niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Zydus Cadila, Indlandi.

Bóluefni Zydus Cadila er DNA-bóluefni, fasa 2 rannsóknir hófust í ágúst 2020 og fasa 3 rannsókn á 300,000 þátttakendum eru að hefjast (4,5). Niðurstöður úr rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Research Institute for Biological Safety Problems, Kasakstan.

Bóluefnið (QazCovid) er dauð veira. Fasa 2 rannsóknir á öryggi og ónæmissvörum hófust í september 2020 og lauk fyrir jól. Fréttir segja að þátttakendur hafi myndað ónæmissvar og á þeim grundvelli hófst fasa 3 rannsókn. Áætlað er að bóluefnið fái leyfi til notkunar í mönnum í mars 2021 (4,5). Niðurstöður úr rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Gamaleya Research Institute, Rússlandi.

Bóluefnið (Spútnik V) er veiruferjubóluefni, tvær veiruferjur rAd26 og rAd5 bera báðar gen fyrir broddprótín SARS-CoV-2-veirunnar, og önnur gefin sem fyrsti skammtur en hin sem seinni skammtur (4,5). Niðurstöður fasa 1 og 2 rannsókna birtust í vísindatímaritinu Lancet í september 2020 og sýndu öryggi bóluefnisins og að það vakti bæði sterkt mótefnasvar og frumubundið ónæmissvar (13).

Áður er frekari rannsóknir hófust gáfu rússnesk stjórnvöld leyfi fyrir notkun Spútnik V í mönnum og síðan hefur notkun þess verið leyfð í Hvíta-Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Argentínu, Pakistan, Palestínu, Serbíu og Ungverjalandi. Fasa 3 rannsókn á 40,000 þátttakendum er framkvæmd í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Venesúela, Indlandi og fleiri löndum (4,5).

Rússneska bóluefnið Spútnik V er hingað til eina bóluefnið, þróað utan Evrópu, sem sótt hefur verið um mat á og leyfi fyrir hjá Lyfjastofnunum Evrópu og Bandaríkjanna. Á myndinni sést þegar sending af bóluefninu kemur til Argentínu.

Þann 14. desember 2020 tilkynnti Gamaleya að niðurstöður rannsókna á 22,714 þátttakendum í fasa 3 rannsókn sýndi að vernd Spútnik V bóluefnisins gegn COVID-19 væri 91.4% og 100% gegn alvarlegum sjúkdómi. Niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum hafa enn ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Gamaleya sótti (7. janúar 2021) til Lyfjastofnunar Bandaríkjanna um mat á og neyðarleyfi fyrir Spútnik V, en stofnunin lýsti yfir að umsóknin fari ekki í matsferli fyrr en viðbótargögn berist. Gamaleya sótti einnig (20. janúar 2021) um markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu, sem tilkynni sama dag að Spútnik V væri ekki í áfangamati enn, en að stofnunin muni senda frá sér fréttatilkynningu þegar matsferlið hefst.

Niðurlag:

Miklar kröfur eru gerðar til bóluefna um öryggi og vernd gegn sjúkdómi. Það er því mikilvægt að fylgt sé ströngum reglum um framleiðslu bóluefna og mat á virkni þeirra og öryggi. Þau bóluefni gegn COVID-19 sem hafa fengið markaðsleyfi á Íslandi hafa staðist strangar kröfur og mat Lyfjastofnunar Evrópu á öryggi og virkni og framleiðsla þeirra fylgir kröfum og reglum Evrópusambandsins, en bóluefnin eru framleidd í fleiri löndum innan og utan Evrópu, af aðilum sem standast kröfur eftirlitsaðila sem veita leyfi fyrir notkun þeirra.

Klínískar rannsóknir á bóluefnum gegn COVID-19 sem eru þróuð utan Evrópu og Bandaríkjanna eru margar skráðar í gagnagrunn Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (3) sem er öllum opinn og allar eru skráðar í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um bóluefni gegn COVID-19 sem eru í þróun (5). Þannig að auðvelt er að fá upplýsingar um rannsóknirnar sjálfar. Allar upplýsingar sem Lyfjastofnun Bandaríkjanna byggir mat sitt og leyfisveitingu á eru gerðar opinberar viku áður en stofnunin fjallar um þær og hægt er að fylgjast með fundunum. Lyfjastofnun Evrópu hefur sett sérstakar reglur til að auka gagnsæi varðandi eftirlit með lyfjum og bóluefnum gegn COVID-19 (14) og sérstakur átakshópur, The Task Force’s Brighton Collaboration, yfir 750 sérfræðinga á sviði bóluefnarannsókna og öryggis bóluefna fylgist með og gefur ráð varðandi þróun bóluefna gegn COVID-19 (15), í nánu samstarfi við Coalition for Epidemic Preparedness Innovations (CEPI), The Global Vaccine Alliance (GAVI) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization, WHO), stofnana sem drífa áfram samstarf um þróun bóluefna gegn COVID-19.

Af þeim bóluefnum sem þróuð eru utan Evrópu er það einungis Spútnik V, veiruferjubóluefni Gamalaya, sem sótt hefur verið um mat á og leyfi fyrir hjá Lyfjastofnunum Evrópu og Bandaríkjanna, þó hvorug stofnunin hafi enn tekið þau í matsferli. Fyrir öll þessi bóluefni gildir að niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum á öryggi og vernd hafa enn ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, en verða það vonandi fljótlega. Víðtækt samstarf rannsóknastofnana, lyfjafyrirtækja, eftirlitsstofnana, ríkisstjórna og annara sem fjármagna þróun, framleiðslu og dreifingu bóluefna gegn COVID-19 leiðir vonandi til þess að auka aðgengi að rannsóknaniðurstöðum og gagnsæi ferla við framleiðslu, mat og veitingu leyfa fyrir notkun þeirra og eftirliti með áhrifum bóluefnanna til lengri tíma og tryggja öryggi þeirra og gæði eins vel og hægt er.

Tilvísun:
 1. ^ Tölur innan sviga vísa til tölusettra heimilda í heimildaskrá.

Heimildir:

 1. Lyfjastofnun. https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/. (Sótt 31.01.2021).
 2. Lyfjastofnun Evrópu. https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory/overview/public-health-threats/coronavirus-disease-covid-19. (Sótt 31.01.2021).
 3. Lyfjastofnun Bandaríkjanna. https://www.fda.gov/emergency-preparedness-and-response/coronavirus-disease-2019-covid-19/covid-19-vaccines. (Sótt 31.01.2021).
 4. Global Vaccine Alliance. COVID-19 vaccine race. https://www.gavi.org/vaccineswork/covid-19-vaccine-race. (Sótt 31.01.2021).
 5. WHO. Draft landscape and tracker of COVID-19 candidate vaccines. https://www.who.int/publications/m/item/draft-landscape-of-covid-19-candidate-vaccines. (Sótt 31.01.2021).
 6. Ingileif Jónsdóttir. Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau? Vísindavefurinn 30.12.2020. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80882.
 7. Wang H, Zhang Y, Huang B, et al. Development of an Inactivated Vaccine Candidate, BBIBP-CorV, with Potent Protection against SARS-CoV-2. Cell. 2020 Aug 6;182(3):713-721.e9. doi: 10.1016/j.cell.2020.06.008.
 8. Xia S, Zhang Y, Wang Y, et al. Safety and immunogenicity of an inactivated SARS-CoV-2 vaccine, BBIBP-CorV: a randomised, double-blind, placebo-controlled, phase 1/2 trial. Lancet Infect Dis. 2021 Jan;21(1):39-51. doi: 10.1016/S1473-3099(20)30831-8.
 9. Gao Q, Bao L, Mao H, et al. Rapid development of an inactivated vaccine for SARS-CoV-2. Science. 2020 Jul 3;369(6499):77-81. doi: 10.1126/science.abc1932.
 10. Zhu F-C, Li Y-H, Guan X-H, et al. Safety, tolerability, and immunogenicity of a recombinant adenovirus type-5 vectored COVID-19 vaccine: a dose-escalation, open-label, non-randomised, first-in-human trial. Lancet. 2020 Jun 13;395(10240):1845-1854. doi: 10.1016/S0140-6736(20)31208-3.
 11. Dai L, Zheng T, Xu K, et al. A Universal Design of Betacoronavirus Vaccines against COVID-19, MERS, and SARS. Cell. 2020 Aug 6;182(3):722-733.e11. doi:10.1016/j.cell.2020.06.035
 12. Ella R, Vadrevu KM, Jogdand H et al. Safety and immunogenicity of an inactivated SARS-CoV-2 vaccine, BBV152: a double-blind, randomised, phase 1 trial. Lancet Infect Dis. 2021 Jan 21:S1473-3099(20)30942-7. doi: 10.1016/S1473-3099(20)30942-7.
 13. Logunov DY, Dolzhikova IV, Zubkova OV, et al. Safety and immunogenicity of an rAd26 and rAd5 vector-based heterologous prime-boost COVID-19 vaccine in two formulations: two open, non-randomised phase 1/2 studies from Russia. The Lancet, 2020 Sept. 26;396 (10255):887-897. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)31866-3.
 14. Lyfjastofnun Evrópu. Transparency: exceptional measures for COVID-19 medicin https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory/overview/public-health-threats/coronavirus-disease-covid-19/treatments-vaccines/transparency-exceptional-measures-covid-19-medicines. (Sótt 31.01.2021).
 15. Brighton Collaboration Task Force https://taskforce.org/developing-a-covid-19-vaccine-qa-with-the-task-force-vaccine-safety-expert/. (Sótt 31.01.2021).

Myndir:

Höfundur

Ingileif Jónsdóttir

prófessor emerita í ónæmisfræði við læknadeild HÍ og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá ÍE

Útgáfudagur

2.2.2021

Spyrjandi

Tómas Maríuson

Tilvísun

Ingileif Jónsdóttir. „Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2021. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81100.

Ingileif Jónsdóttir. (2021, 2. febrúar). Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81100

Ingileif Jónsdóttir. „Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2021. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81100>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?
Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fyrir notkun byggir á að bóluefnin hafi í fasa 3 rannsóknum á tugþúsundum einstaklingum reynst örugg og veitt að minnsta kosti 50% vernd gegn þeim smitsjúkdómi sem bóluefnið er þróað gegn.

Á Íslandi er það Lyfjastofnun sem gefur út markaðsleyfi fyrir bóluefni, þar með talin bóluefni gegn COVID-19 (1)[1], að fengnu markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (2), en fulltrúar Íslands taka þátt í mati á rannsóknaniðurstöðum og ákvörðun um leyfisveitingu Evrópsku lyfjastofnunarinnar og ráðleggingum til Evrópulanda.

Bóluefni sem hafa fengið markaðsleyfi í Evrópu:

Þau bóluefni gegn COVID-19 sem hafa fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar eru Comirnaty (21.12.2020), sem er mRNA-bóluefni BioNTech/Pfizer, COVID-19 Vaccine Moderna (06.01.2021), sem er mRNA-bóluefni Moderna, og COVID-19 Vaccine AstraZeneca (29.01.2021), sem er veiruferjubóluefni AstraZeneca/Oxfordháskóla (1,2). Bóluefni BioNTech/Pfizer og Moderna hafa einnig fengið neyðarleyfi Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (3) og leyfi í mörgum löndum og heimsálfum. Bóluefni AstraZeneca hefur fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, Bretlands og fjölda landa víða um heim, meðal annars í fjölda lág- og meðaltekjulanda í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, en ekki Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (3).

Niðurstöður rannsókna á þeim bóluefnum sem hafa fengið markaðsleyfi á Íslandi hafa verið birtar í ritrýndum vísindatímaritum og skýrslur sem leyfi Lyfjastofnunar Bandaríkjanna byggir á eru öllum aðgengilegar á vef stofnunarinnar (3). Niðurstöður rannsókna margra annarra bóluefna, hafa ekki verið birtar opinberlega nema að litlu leyti og þá einkum úr fasa 1 og 2. Rannsóknir sumra þeirra þó skráðar í gagnagrunna Lyfjastofnunar Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Leyfi fyrir notkun bóluefna byggir á því að þau hafi í fasa 3 rannsóknum á tugþúsundum einstaklingum reynst örugg og veitt að minnsta kosti 50% vernd gegn þeim smitsjúkdómi sem bóluefnin eru þróuð gegn.

Bóluefni í fasa 3 í klínískum rannsóknum, sem sum hafa þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum:

Af yfir 170 bóluefnum sem eru í þróun gegn COVID-19 eru 22 komin í fasa 3 og 10 sem hafa fengið markaðsleyfi, neyðarleyfi eða leyfi til takmarkaðrar notkunar í einu eða fleiri löndum, samkvæmt upplýsingum Global Vaccine Alliance, GAVI (31.12.2021) (4).

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur gagnagrunn um allar rannsóknir sem gerðar eru á bólefnum gegn COVID-19,sem eru í þróun (5). Þau 10 bóluefni sem hafa fengið leyfi til notkunar í mönnum eru af ólíkum gerðum (6): 4 eru bóluefni úr dauðum veirum, 3 veiruferjubóluefni, 2 mRNA-bóluefni og eitt prótín-bóluefni (4).

Bóluefni sem eru þróuð utan Evrópu og Bandaríkjanna:

Auk þeirra bóluefna sem þegar eru komin í almenna notkun (Pfizer/BioNTech, Moderna, AstraZeneca) eða á leið í mat hjá Lyfjastofnun Evrópu og/eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (Janssen/Cilag, Novavax, CureVac) eru eftirtalin bóluefni frá Kína, Indlandi, Kasakstan og Rússlandi lengst komin í þróun:

Sinopharm/Wuhan Institute of Biolocical Products, Kína.

Bóluefnið er heil dauð veira. Fasa 3 rannsókn á bóluefninu er gerð á 25.000 þátttakendum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Marokkó, Argentínu og Perú. Bráðabirgðaniðurstöður á rannsókn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sýndi að bóluefnið veitti 86% vernd gegn COVID-19-sjúkdómnum, neyðarleyfi var gefið fyrir notkun þess í landinu um miðjan september 2020 (4). Bóluefnið hefur fengið leyfi fyrir notkun í mönnum í fleiri löndum, en niðurstöður rannsókna hafa ekki enn verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Sinopharm/Beijing Institute of Biological Products, Kína.

Bóluefnið er heil dauð veira eins og bóluefni Wuhan Institute of Biological Products. Bóluefnið (BBIBP-CorV) verndar rhesusapa (Macaca mulatta) gegn veikindum af völdum SARS-CoV-2-veirunnar (7) og var öruggt og vakti gott ónæmissvar í fasa 2 rannsókn í mönnum (8). Í fasa 3 rannsókn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fengu 5000 þátttakendur bóluefni Beijing Institute of Biological Products en 5000 fengu bóluefni Wuhan Institute of Biological Products (4,5), en niðurstöður hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Sinovac Biotech, Kína.

Bóluefnið (PiCoVacc) er heil dauð veira, sem vekur myndun hlutleysandi mótefna í músum, rottum og öpum, og verndaði gegn SARS-CoV-2-veirunni í rhesusöpum (9). Fasa 3 rannsóknir eru gerðar á 31 þúsund þátttakendum í Kína, Brasilíu, Indónesíu, Tyrklandi og Chile (4,5). Þann 14. janúar voru sendar út fréttatilkynningar sem sögðu að bóluefnið veitti 50% vernd gegn COVID-19 í fasa 3 rannsókn í Brasilíu, en viku áður höfðu borist fréttatilkynningar um að bóluefnið veitti 78% vernd gegn mildum COVID-19 sjúkdómi í Brasilíu. Niðurstöður fasa 3 rannsókna hafa ekki enn verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

CanSino Biologics, Kína.

Bóluefnið (Ad5-nCoV) er veiruferjubóluefni, sem byggir á sömu tækni og sömu veiruferju og notuð var við þróun bóluefnis gegn ebólaveirunni (4). Bóluefni sýndi gott öryggi og ónæmissvar í mönnum (10). Í júní 2020 veittu kínversk yfirvöld leyfi fyrir notkun bóluefnisins í sérstöku tilvikum og í ágúst 2020 hófst fasa 3 rannsókn í Sádi-Arabíu og mánuði síðar í Pakistan og Rússlandi og nú einnig í Mexíkó og Chile (4,5). Niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Anhui Zhifei Longcom Biopharmaceutical & Institute of Microbiology, Chinese Academy of Sciences, Kína.

Anhui Zhifei-bóluefnið er prótín-bóluefni, stöðugri tvennd (e. dimer) af viðtaka-bindiseti (e. receptor binding domain, RBD) broddprótíns SARS-CoV-2-veirunnar og framleitt með sömu tækni og notuð var í þróun bóluefna gegn SARS-CoV og MERS-veirunum (11). Bóluefnið er komið í fasa 3 rannsóknir á mörgum stöðum í Kína (4,5). Niðurstöður rannsókna hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Chinese Academy of Medical Sciences, Kína.

Bóluefnið er dauð veira, fasa 2 rannsóknir á öryggi og ónæmissvörum hófust í júlí 2020 og fasa 3 rannsókn á 29,000 þátttakendum í desember 2020 (4,5). Niðurstöður rannsókna hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Bharat Biotech, Indlandi.

Bóluefnið (Covaxin) er heil dauð veira, þróað af Indian Council of Medical Research and the National Institute of Virology og framleitt af Bharat Biotech. Fasa 3 rannsókn fer fram á 25 stöðum í Indlandi en fyrirtækið hefur sótt um neyðarleyfi byggt á jákvæðum niðurstöðum á öryggi og myndun ónæmissvars í fasa 1 og 2 rannsóknum (4, 5, 12). Niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Zydus Cadila, Indlandi.

Bóluefni Zydus Cadila er DNA-bóluefni, fasa 2 rannsóknir hófust í ágúst 2020 og fasa 3 rannsókn á 300,000 þátttakendum eru að hefjast (4,5). Niðurstöður úr rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Research Institute for Biological Safety Problems, Kasakstan.

Bóluefnið (QazCovid) er dauð veira. Fasa 2 rannsóknir á öryggi og ónæmissvörum hófust í september 2020 og lauk fyrir jól. Fréttir segja að þátttakendur hafi myndað ónæmissvar og á þeim grundvelli hófst fasa 3 rannsókn. Áætlað er að bóluefnið fái leyfi til notkunar í mönnum í mars 2021 (4,5). Niðurstöður úr rannsóknum hafa ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Gamaleya Research Institute, Rússlandi.

Bóluefnið (Spútnik V) er veiruferjubóluefni, tvær veiruferjur rAd26 og rAd5 bera báðar gen fyrir broddprótín SARS-CoV-2-veirunnar, og önnur gefin sem fyrsti skammtur en hin sem seinni skammtur (4,5). Niðurstöður fasa 1 og 2 rannsókna birtust í vísindatímaritinu Lancet í september 2020 og sýndu öryggi bóluefnisins og að það vakti bæði sterkt mótefnasvar og frumubundið ónæmissvar (13).

Áður er frekari rannsóknir hófust gáfu rússnesk stjórnvöld leyfi fyrir notkun Spútnik V í mönnum og síðan hefur notkun þess verið leyfð í Hvíta-Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Argentínu, Pakistan, Palestínu, Serbíu og Ungverjalandi. Fasa 3 rannsókn á 40,000 þátttakendum er framkvæmd í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Venesúela, Indlandi og fleiri löndum (4,5).

Rússneska bóluefnið Spútnik V er hingað til eina bóluefnið, þróað utan Evrópu, sem sótt hefur verið um mat á og leyfi fyrir hjá Lyfjastofnunum Evrópu og Bandaríkjanna. Á myndinni sést þegar sending af bóluefninu kemur til Argentínu.

Þann 14. desember 2020 tilkynnti Gamaleya að niðurstöður rannsókna á 22,714 þátttakendum í fasa 3 rannsókn sýndi að vernd Spútnik V bóluefnisins gegn COVID-19 væri 91.4% og 100% gegn alvarlegum sjúkdómi. Niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum hafa enn ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum.

Gamaleya sótti (7. janúar 2021) til Lyfjastofnunar Bandaríkjanna um mat á og neyðarleyfi fyrir Spútnik V, en stofnunin lýsti yfir að umsóknin fari ekki í matsferli fyrr en viðbótargögn berist. Gamaleya sótti einnig (20. janúar 2021) um markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu, sem tilkynni sama dag að Spútnik V væri ekki í áfangamati enn, en að stofnunin muni senda frá sér fréttatilkynningu þegar matsferlið hefst.

Niðurlag:

Miklar kröfur eru gerðar til bóluefna um öryggi og vernd gegn sjúkdómi. Það er því mikilvægt að fylgt sé ströngum reglum um framleiðslu bóluefna og mat á virkni þeirra og öryggi. Þau bóluefni gegn COVID-19 sem hafa fengið markaðsleyfi á Íslandi hafa staðist strangar kröfur og mat Lyfjastofnunar Evrópu á öryggi og virkni og framleiðsla þeirra fylgir kröfum og reglum Evrópusambandsins, en bóluefnin eru framleidd í fleiri löndum innan og utan Evrópu, af aðilum sem standast kröfur eftirlitsaðila sem veita leyfi fyrir notkun þeirra.

Klínískar rannsóknir á bóluefnum gegn COVID-19 sem eru þróuð utan Evrópu og Bandaríkjanna eru margar skráðar í gagnagrunn Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (3) sem er öllum opinn og allar eru skráðar í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um bóluefni gegn COVID-19 sem eru í þróun (5). Þannig að auðvelt er að fá upplýsingar um rannsóknirnar sjálfar. Allar upplýsingar sem Lyfjastofnun Bandaríkjanna byggir mat sitt og leyfisveitingu á eru gerðar opinberar viku áður en stofnunin fjallar um þær og hægt er að fylgjast með fundunum. Lyfjastofnun Evrópu hefur sett sérstakar reglur til að auka gagnsæi varðandi eftirlit með lyfjum og bóluefnum gegn COVID-19 (14) og sérstakur átakshópur, The Task Force’s Brighton Collaboration, yfir 750 sérfræðinga á sviði bóluefnarannsókna og öryggis bóluefna fylgist með og gefur ráð varðandi þróun bóluefna gegn COVID-19 (15), í nánu samstarfi við Coalition for Epidemic Preparedness Innovations (CEPI), The Global Vaccine Alliance (GAVI) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization, WHO), stofnana sem drífa áfram samstarf um þróun bóluefna gegn COVID-19.

Af þeim bóluefnum sem þróuð eru utan Evrópu er það einungis Spútnik V, veiruferjubóluefni Gamalaya, sem sótt hefur verið um mat á og leyfi fyrir hjá Lyfjastofnunum Evrópu og Bandaríkjanna, þó hvorug stofnunin hafi enn tekið þau í matsferli. Fyrir öll þessi bóluefni gildir að niðurstöður úr fasa 3 rannsóknum á öryggi og vernd hafa enn ekki verið birtar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, en verða það vonandi fljótlega. Víðtækt samstarf rannsóknastofnana, lyfjafyrirtækja, eftirlitsstofnana, ríkisstjórna og annara sem fjármagna þróun, framleiðslu og dreifingu bóluefna gegn COVID-19 leiðir vonandi til þess að auka aðgengi að rannsóknaniðurstöðum og gagnsæi ferla við framleiðslu, mat og veitingu leyfa fyrir notkun þeirra og eftirliti með áhrifum bóluefnanna til lengri tíma og tryggja öryggi þeirra og gæði eins vel og hægt er.

Tilvísun:
 1. ^ Tölur innan sviga vísa til tölusettra heimilda í heimildaskrá.

Heimildir:

 1. Lyfjastofnun. https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/. (Sótt 31.01.2021).
 2. Lyfjastofnun Evrópu. https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory/overview/public-health-threats/coronavirus-disease-covid-19. (Sótt 31.01.2021).
 3. Lyfjastofnun Bandaríkjanna. https://www.fda.gov/emergency-preparedness-and-response/coronavirus-disease-2019-covid-19/covid-19-vaccines. (Sótt 31.01.2021).
 4. Global Vaccine Alliance. COVID-19 vaccine race. https://www.gavi.org/vaccineswork/covid-19-vaccine-race. (Sótt 31.01.2021).
 5. WHO. Draft landscape and tracker of COVID-19 candidate vaccines. https://www.who.int/publications/m/item/draft-landscape-of-covid-19-candidate-vaccines. (Sótt 31.01.2021).
 6. Ingileif Jónsdóttir. Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau? Vísindavefurinn 30.12.2020. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80882.
 7. Wang H, Zhang Y, Huang B, et al. Development of an Inactivated Vaccine Candidate, BBIBP-CorV, with Potent Protection against SARS-CoV-2. Cell. 2020 Aug 6;182(3):713-721.e9. doi: 10.1016/j.cell.2020.06.008.
 8. Xia S, Zhang Y, Wang Y, et al. Safety and immunogenicity of an inactivated SARS-CoV-2 vaccine, BBIBP-CorV: a randomised, double-blind, placebo-controlled, phase 1/2 trial. Lancet Infect Dis. 2021 Jan;21(1):39-51. doi: 10.1016/S1473-3099(20)30831-8.
 9. Gao Q, Bao L, Mao H, et al. Rapid development of an inactivated vaccine for SARS-CoV-2. Science. 2020 Jul 3;369(6499):77-81. doi: 10.1126/science.abc1932.
 10. Zhu F-C, Li Y-H, Guan X-H, et al. Safety, tolerability, and immunogenicity of a recombinant adenovirus type-5 vectored COVID-19 vaccine: a dose-escalation, open-label, non-randomised, first-in-human trial. Lancet. 2020 Jun 13;395(10240):1845-1854. doi: 10.1016/S0140-6736(20)31208-3.
 11. Dai L, Zheng T, Xu K, et al. A Universal Design of Betacoronavirus Vaccines against COVID-19, MERS, and SARS. Cell. 2020 Aug 6;182(3):722-733.e11. doi:10.1016/j.cell.2020.06.035
 12. Ella R, Vadrevu KM, Jogdand H et al. Safety and immunogenicity of an inactivated SARS-CoV-2 vaccine, BBV152: a double-blind, randomised, phase 1 trial. Lancet Infect Dis. 2021 Jan 21:S1473-3099(20)30942-7. doi: 10.1016/S1473-3099(20)30942-7.
 13. Logunov DY, Dolzhikova IV, Zubkova OV, et al. Safety and immunogenicity of an rAd26 and rAd5 vector-based heterologous prime-boost COVID-19 vaccine in two formulations: two open, non-randomised phase 1/2 studies from Russia. The Lancet, 2020 Sept. 26;396 (10255):887-897. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)31866-3.
 14. Lyfjastofnun Evrópu. Transparency: exceptional measures for COVID-19 medicin https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory/overview/public-health-threats/coronavirus-disease-covid-19/treatments-vaccines/transparency-exceptional-measures-covid-19-medicines. (Sótt 31.01.2021).
 15. Brighton Collaboration Task Force https://taskforce.org/developing-a-covid-19-vaccine-qa-with-the-task-force-vaccine-safety-expert/. (Sótt 31.01.2021).

Myndir:...