Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?

Magnús Jóhannsson

COVID-19 borði í flokk
Öll spurningin hljóðaði svona:
Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu?

Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þessara bóluefna er komin mislangt á veg. Sum þessara bóluefna eru af nýrri gerð sem byggir á því að bóluefnið inniheldur hluta af erfðaefni veirunnar (mRNA) sem veldur því að frumur líkamans fara að framleiða broddprótín[1] veirunnar en ónæmiskerfið ræðst að þessum framandi prótínum og eyðir þeim. Ef bólusetningin tekst gerist það sama ef veirurnar komast inn í líkamann, ónæmiskerfið (bæði mótefni í blóði og svokallaðar T-frumur) ræðst gegn þeim og gerir þær óvirkar. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð áður til að framleiða bóluefni við sýkingum en miklar vonir eru bundnar við aðferðina.

Líkan af veirunni SARS-CoV-2 og broddprótínum hennar. Sum bóluefnin við COVID-19 eru af nýrri gerð sem byggir á því að bóluefnið inniheldur hluta af erfðaefni veirunnar (mRNA) sem veldur því að frumur líkamans fara að framleiða broddprótín veirunnar en ónæmiskerfið ræðst að þessum framandi prótínum og eyðir þeim.

Af öllum þessum bóluefnum sem verið er að þróa eru fjögur komin lengst í rannsóknarferlinu og eru þau í svokölluðu áfangamati (e. rolling review) hjá Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency eða EMA). Í áfangamati eru niðurstöður rannsókna sendar inn jafnóðum og þær verða til í staðinn fyrir að senda inn umsókn með öllum nauðsynlegum gögnum, þegar rannsóknum er lokið, en þetta flýtir mjög fyrir umsóknarferlinu. Með áfangamati er einungis verið að stytta matsferlið en alls ekki verið að draga úr kröfum um virkni, öryggi og gæði bóluefnisins.

Þau fjögur bóluefni við COVID-19 sem eru í áfangamati hjá EMA eru frá eftirfarandi rannsóknarstofnunum og framleiðendum: 1) BioNTech og Pfizer, 2) Moderna, 3) Oxfordháskóli og AstraZeneca og 4) Janssen-Cilag.[2] Búast má við að EMA samþykki notkun sumra eða allra þessara bóluefna á næstu vikum (í lok desember 2020 og snemma í janúar 2021). Þegar samþykki EMA liggur fyrir geta bólusetningar hafist hér á landi en lögsaga EMA nær til landa ESB ásamt Íslandi og Noregi.

Milli lyfjafyrirtækja ríkir samkeppni sem lýsir sér meðal annars í því að niðurstöður rannsókna á nýjum lyfjum eru yfirleitt ekki gerðar opinberar fyrr en viðkomandi lyf er komið á markað. Litlar upplýsingar liggja því fyrir um virkni þessara bóluefna hjá öldruðum og veikburða einstaklingum. Niðurstöður úr einstaka rannsóknum hafa samt verið gerðar opinberar, oft í formi fréttatilkynninga eða bráðabirgðauppgjörs. Í mörgum þessara rannsókna er þátttakendum raðað í eftirfarandi aldursflokka: 18-55 ára, 56-69 og 70 ára og þar yfir. Fjöldi í efsta aldursflokknum er oft lítill og á þessari stundu er ekki vitað um aldursdreifingu innan hópsins. Tilkynntar hafa verið bráðabirgðaniðurstöður úr fáeinum rannsóknum og gefa þær til kynna að virkni sé ásættanleg í elsta hópnum en lokauppgjör verður birt síðar.

Svo má ekki gleyma því að til að stöðva útbreiðslu veirunnar þarf að ná ónæmi hjá um það bil 60% allra fullorðinna manna og kvenna og þess vegna ekki endilega þörf á jafngóðum árangri hjá þeim elstu. Um 20% þjóðarinnar eru börn og rannsóknir á bóluefnum við COVID-19 ná ekki til þeirra.

Þegar þetta er ritað, um miðjan desember 2020, eru bólusetningar við COVID-19 hafnar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og fleiri löndum.

Tilvísanir:
  1. ^ Enska hugtakið er spike protein sem einnig mætti kalla bindiprótín á íslensku, því það binst við viðtaka á hýsilfrumu.
  2. ^ EMA um bóluefni við COVID-19: COVID-19 vaccines: key facts - European Medicines Agency. (Sótt 15.12.2020).

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

16.12.2020

Spyrjandi

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2020, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80742.

Magnús Jóhannsson. (2020, 16. desember). Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80742

Magnús Jóhannsson. „Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2020. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80742>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu?

Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þessara bóluefna er komin mislangt á veg. Sum þessara bóluefna eru af nýrri gerð sem byggir á því að bóluefnið inniheldur hluta af erfðaefni veirunnar (mRNA) sem veldur því að frumur líkamans fara að framleiða broddprótín[1] veirunnar en ónæmiskerfið ræðst að þessum framandi prótínum og eyðir þeim. Ef bólusetningin tekst gerist það sama ef veirurnar komast inn í líkamann, ónæmiskerfið (bæði mótefni í blóði og svokallaðar T-frumur) ræðst gegn þeim og gerir þær óvirkar. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð áður til að framleiða bóluefni við sýkingum en miklar vonir eru bundnar við aðferðina.

Líkan af veirunni SARS-CoV-2 og broddprótínum hennar. Sum bóluefnin við COVID-19 eru af nýrri gerð sem byggir á því að bóluefnið inniheldur hluta af erfðaefni veirunnar (mRNA) sem veldur því að frumur líkamans fara að framleiða broddprótín veirunnar en ónæmiskerfið ræðst að þessum framandi prótínum og eyðir þeim.

Af öllum þessum bóluefnum sem verið er að þróa eru fjögur komin lengst í rannsóknarferlinu og eru þau í svokölluðu áfangamati (e. rolling review) hjá Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency eða EMA). Í áfangamati eru niðurstöður rannsókna sendar inn jafnóðum og þær verða til í staðinn fyrir að senda inn umsókn með öllum nauðsynlegum gögnum, þegar rannsóknum er lokið, en þetta flýtir mjög fyrir umsóknarferlinu. Með áfangamati er einungis verið að stytta matsferlið en alls ekki verið að draga úr kröfum um virkni, öryggi og gæði bóluefnisins.

Þau fjögur bóluefni við COVID-19 sem eru í áfangamati hjá EMA eru frá eftirfarandi rannsóknarstofnunum og framleiðendum: 1) BioNTech og Pfizer, 2) Moderna, 3) Oxfordháskóli og AstraZeneca og 4) Janssen-Cilag.[2] Búast má við að EMA samþykki notkun sumra eða allra þessara bóluefna á næstu vikum (í lok desember 2020 og snemma í janúar 2021). Þegar samþykki EMA liggur fyrir geta bólusetningar hafist hér á landi en lögsaga EMA nær til landa ESB ásamt Íslandi og Noregi.

Milli lyfjafyrirtækja ríkir samkeppni sem lýsir sér meðal annars í því að niðurstöður rannsókna á nýjum lyfjum eru yfirleitt ekki gerðar opinberar fyrr en viðkomandi lyf er komið á markað. Litlar upplýsingar liggja því fyrir um virkni þessara bóluefna hjá öldruðum og veikburða einstaklingum. Niðurstöður úr einstaka rannsóknum hafa samt verið gerðar opinberar, oft í formi fréttatilkynninga eða bráðabirgðauppgjörs. Í mörgum þessara rannsókna er þátttakendum raðað í eftirfarandi aldursflokka: 18-55 ára, 56-69 og 70 ára og þar yfir. Fjöldi í efsta aldursflokknum er oft lítill og á þessari stundu er ekki vitað um aldursdreifingu innan hópsins. Tilkynntar hafa verið bráðabirgðaniðurstöður úr fáeinum rannsóknum og gefa þær til kynna að virkni sé ásættanleg í elsta hópnum en lokauppgjör verður birt síðar.

Svo má ekki gleyma því að til að stöðva útbreiðslu veirunnar þarf að ná ónæmi hjá um það bil 60% allra fullorðinna manna og kvenna og þess vegna ekki endilega þörf á jafngóðum árangri hjá þeim elstu. Um 20% þjóðarinnar eru börn og rannsóknir á bóluefnum við COVID-19 ná ekki til þeirra.

Þegar þetta er ritað, um miðjan desember 2020, eru bólusetningar við COVID-19 hafnar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og fleiri löndum.

Tilvísanir:
  1. ^ Enska hugtakið er spike protein sem einnig mætti kalla bindiprótín á íslensku, því það binst við viðtaka á hýsilfrumu.
  2. ^ EMA um bóluefni við COVID-19: COVID-19 vaccines: key facts - European Medicines Agency. (Sótt 15.12.2020).

Mynd:...