Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?

Magnús Jóhannsson

COVID-19 borði í flokk
Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir því að mjaltakonur sem höfðu fengið kúabólu fengu ekki bólusótt. Hann tók til við að rannsaka þetta og sýndi fram á að smit með kúabólu veitti góða vörn gegn bólusótt. Uppruni orðanna bóluefni og bólusetning liggur þarna (á ensku heitir kúabóla vaccinia, bóluefni er vaccine en vacca er kýr á latínu). Þetta var upphaf bólusetninga en að baki liggur að veirurnar sem valda bólusótt og kúabólu eru náskyldar. Það tók síðan um 200 ár að útrýma bólusótt úr heiminum.

Hermenn bólusettir við taugaveiki í fyrri heimsstyrjöldinni.

Síðari tíma bóluefni byggja flest á því að nota dauða, óvirka eða veiklaða sýkla eða einangruð efni úr viðkomandi sýkli. Bóluefnið inniheldur mótefnavaka sem vekur mótefnasvar í ónæmiskerfi líkamans. Mótefni eru í blóðinu, þau myndast af frumum ónæmiskerfisins og gera viðkomandi sýkla skaðlausa ef þeir berast í líkamann. Eftir vel heppnaða bólusetningu, eða sýkingu með viðkomandi sýkli, eru mótefnin til staðar í blóðinu og vernda einstaklinginn fyrir viðkomandi sýkli. Það tekur þó yfirleitt 5-10 daga (stundum lengur) fyrir mótefnin að ná fullum styrk í blóði. Hægt er að þróa bóluefni gegn flestum gerðum sýkla eins og bakteríum, veirum og frumdýrum. Bóluefni eru misgóð að því leyti að þau gefa misgott mótefnasvar sem endist mislengi og sum bóluefni þarf að gefa 2-3 sinnum, með hæfilegu millibili, áður en komin er góð vörn sem endist í mörg ár. Hið fullkomna bóluefni er nóg að gefa einu sinni, verkunin endist út ævina og aukaverkanir eru engar. Sum bóluefni nálgast þetta markmið.

Inflúensusprautur eru gefnar á hverju hausti en það stafar af því að inflúensuveirurnar eru sífellt að stökkbreytast og á hverju ári koma fram nýjir stofnar sem eru ónæmir fyrir mótefnum sem mynduðust eftir sprautu ársins á undan.

Bóluefni eru lyf, þróun lyfja er í föstum skorðum og aðferðirnar eru bundnar í alþjóðlegum reglum sem allir verða að fylgja.[1] Sömu reglur gilda um bóluefni og önnur lyf. Þegar búið er að einangra og hreinsa efnið sem á að nota sem lyf eða mótefnavaka geta hinar eiginlegu rannsóknir hafist. Fyrst þarf að gera vissar undirbúningsrannsóknir í tilraunaglösum og að þeim loknum hefjast dýratilraunir. Dýratilraunir eru venjulega gerðar í nokkrar vikur á að minnsta kosti tveimur dýrategundum og fylgst er vel með dýrunum á meðan lyfjagjöf stendur yfir. Að því loknu er dýrunum slátrað og kannað hvort einhver líffæri sýna merki um skaða. Ekki væri hægt að þróa nein ný lyf ef ekki væru gerðar tilraunir á dýrum. Ef ekkert óvænt kemur í ljós við dýratilraunirnar geta rannsóknir á mönnum hafist.

Bóluefni eru lyf, þróun lyfja er í föstum skorðum og aðferðirnar eru bundnar í alþjóðlegum reglum sem allir verða að fylgja

Þessum rannsóknum á mönnum, klíniskum lyfjarannsóknum, er skipt í fjóra fasa eða þrep. Í fyrsta fasa er lyfið gefið litlum hópi (oft innan við 10) heilbrigðra sjálfboðaliða og kannað er hvernig lyfið þolist. Í öðrum fasa er lyfið gefið stærri hópi fólks og kannað er áfram hvernig lyfið þolist, hvað verður um lyfið í líkamanum, hvaða skammtar eru hæfilegir og leitað er vísbendinga um lækningamátt. Þegar um bóluefni er að ræða er mótefnasvörun skoðuð sem aðalmælikvarði á verkun lyfsins en það getur líka þurft að skoða hvort þörf sé á fleiri en einni gjöf bóluefnisins. Fasi þrjú er aðalrannsóknin sem þarf að koma vel út til að lyfið geti fengið markaðsleyfi og þar með komist í almenna notkun. Í þessum fasa er lyfið gefið miklum fjölda manns og þegar um bóluefni er að ræða getur sá fjöldi skipt tugum þúsunda. Í þessum fasa er fylgst vandlega með aukaverkunum og alltaf þarf að bera saman aukaverkanir og gagnsemi viðkomandi lyfs, það er lyfið verður að gera meira gagn en skaða.

Fasa 3 lyfjarannsóknir eru venjulega tvíblindaðar og með slembiröðun. Slembiröðun þýðir að þátttakendur í rannsókninni fá annað hvort lyfið sem verið er að prófa eða lyfleysu og tilviljun ræður hvora meðferðina hver fær. Tvíblindun þýðir að hvorki þátttakendur né rannsakendur vita hvora meðferðina hver fær fyrr en rannsókn er lokið. Þetta er mikilvægt til að útiloka að væntingar hafi áhrif á útkomuna.

Eftir markaðssetningu tekur við fasi fjögur þar sem fylgst er vandlega með aukaverkunum. Þá er verið að gefa lyfið miklum fjölda einstaklinga og þess vegna hægt að finna sjaldgæfar aukaverkanir.

Bóluefni eru fyrst og fremst notuð til að fyrirbyggja sjúkdóm og eru því gefin heilbrigðum einstaklingum. Þetta gerir auknar kröfur til skaðleysis og slæmar aukaverkanir eru ekki ásættanlegar. Bóluefni hafa yfirleitt mjög litlar aukaverkanir en þar er helst um að ræða óþægindi á stungustað og einstaka sinnum hitavellu og slappleika í örfáa daga.

Veiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er þannig byggð að fræðilega ætti að vera vel mögulegt að þróa og framleiða bóluefni. Þetta er þó aldrei auðvelt, ferlið er langt og ýmislegt getur komið uppá sem tefur. Ómögulegt er að segja nokkuð um það hve langan tíma það tekur. Þegar búið verður að finna gagnlegt bóluefni þarf að framleiða það í gífurlega miklu magni sem aftur tekur langan tíma. Flestir telja að gagnlegt bóluefni komi á markað á fyrri hluta árs 2021 en fyrst í stað sennilega ekki í nægjanlegu magni þannig að það dugi allri heimsbyggðinni.

Tilvísun:
  1. ^ Reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum. (Sótt 21.09.2020).

Myndir:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

22.9.2020

Spyrjandi

Hekla Kristín, ritstjórn

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?“ Vísindavefurinn, 22. september 2020, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79957.

Magnús Jóhannsson. (2020, 22. september). Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79957

Magnús Jóhannsson. „Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2020. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79957>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?
Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir því að mjaltakonur sem höfðu fengið kúabólu fengu ekki bólusótt. Hann tók til við að rannsaka þetta og sýndi fram á að smit með kúabólu veitti góða vörn gegn bólusótt. Uppruni orðanna bóluefni og bólusetning liggur þarna (á ensku heitir kúabóla vaccinia, bóluefni er vaccine en vacca er kýr á latínu). Þetta var upphaf bólusetninga en að baki liggur að veirurnar sem valda bólusótt og kúabólu eru náskyldar. Það tók síðan um 200 ár að útrýma bólusótt úr heiminum.

Hermenn bólusettir við taugaveiki í fyrri heimsstyrjöldinni.

Síðari tíma bóluefni byggja flest á því að nota dauða, óvirka eða veiklaða sýkla eða einangruð efni úr viðkomandi sýkli. Bóluefnið inniheldur mótefnavaka sem vekur mótefnasvar í ónæmiskerfi líkamans. Mótefni eru í blóðinu, þau myndast af frumum ónæmiskerfisins og gera viðkomandi sýkla skaðlausa ef þeir berast í líkamann. Eftir vel heppnaða bólusetningu, eða sýkingu með viðkomandi sýkli, eru mótefnin til staðar í blóðinu og vernda einstaklinginn fyrir viðkomandi sýkli. Það tekur þó yfirleitt 5-10 daga (stundum lengur) fyrir mótefnin að ná fullum styrk í blóði. Hægt er að þróa bóluefni gegn flestum gerðum sýkla eins og bakteríum, veirum og frumdýrum. Bóluefni eru misgóð að því leyti að þau gefa misgott mótefnasvar sem endist mislengi og sum bóluefni þarf að gefa 2-3 sinnum, með hæfilegu millibili, áður en komin er góð vörn sem endist í mörg ár. Hið fullkomna bóluefni er nóg að gefa einu sinni, verkunin endist út ævina og aukaverkanir eru engar. Sum bóluefni nálgast þetta markmið.

Inflúensusprautur eru gefnar á hverju hausti en það stafar af því að inflúensuveirurnar eru sífellt að stökkbreytast og á hverju ári koma fram nýjir stofnar sem eru ónæmir fyrir mótefnum sem mynduðust eftir sprautu ársins á undan.

Bóluefni eru lyf, þróun lyfja er í föstum skorðum og aðferðirnar eru bundnar í alþjóðlegum reglum sem allir verða að fylgja.[1] Sömu reglur gilda um bóluefni og önnur lyf. Þegar búið er að einangra og hreinsa efnið sem á að nota sem lyf eða mótefnavaka geta hinar eiginlegu rannsóknir hafist. Fyrst þarf að gera vissar undirbúningsrannsóknir í tilraunaglösum og að þeim loknum hefjast dýratilraunir. Dýratilraunir eru venjulega gerðar í nokkrar vikur á að minnsta kosti tveimur dýrategundum og fylgst er vel með dýrunum á meðan lyfjagjöf stendur yfir. Að því loknu er dýrunum slátrað og kannað hvort einhver líffæri sýna merki um skaða. Ekki væri hægt að þróa nein ný lyf ef ekki væru gerðar tilraunir á dýrum. Ef ekkert óvænt kemur í ljós við dýratilraunirnar geta rannsóknir á mönnum hafist.

Bóluefni eru lyf, þróun lyfja er í föstum skorðum og aðferðirnar eru bundnar í alþjóðlegum reglum sem allir verða að fylgja

Þessum rannsóknum á mönnum, klíniskum lyfjarannsóknum, er skipt í fjóra fasa eða þrep. Í fyrsta fasa er lyfið gefið litlum hópi (oft innan við 10) heilbrigðra sjálfboðaliða og kannað er hvernig lyfið þolist. Í öðrum fasa er lyfið gefið stærri hópi fólks og kannað er áfram hvernig lyfið þolist, hvað verður um lyfið í líkamanum, hvaða skammtar eru hæfilegir og leitað er vísbendinga um lækningamátt. Þegar um bóluefni er að ræða er mótefnasvörun skoðuð sem aðalmælikvarði á verkun lyfsins en það getur líka þurft að skoða hvort þörf sé á fleiri en einni gjöf bóluefnisins. Fasi þrjú er aðalrannsóknin sem þarf að koma vel út til að lyfið geti fengið markaðsleyfi og þar með komist í almenna notkun. Í þessum fasa er lyfið gefið miklum fjölda manns og þegar um bóluefni er að ræða getur sá fjöldi skipt tugum þúsunda. Í þessum fasa er fylgst vandlega með aukaverkunum og alltaf þarf að bera saman aukaverkanir og gagnsemi viðkomandi lyfs, það er lyfið verður að gera meira gagn en skaða.

Fasa 3 lyfjarannsóknir eru venjulega tvíblindaðar og með slembiröðun. Slembiröðun þýðir að þátttakendur í rannsókninni fá annað hvort lyfið sem verið er að prófa eða lyfleysu og tilviljun ræður hvora meðferðina hver fær. Tvíblindun þýðir að hvorki þátttakendur né rannsakendur vita hvora meðferðina hver fær fyrr en rannsókn er lokið. Þetta er mikilvægt til að útiloka að væntingar hafi áhrif á útkomuna.

Eftir markaðssetningu tekur við fasi fjögur þar sem fylgst er vandlega með aukaverkunum. Þá er verið að gefa lyfið miklum fjölda einstaklinga og þess vegna hægt að finna sjaldgæfar aukaverkanir.

Bóluefni eru fyrst og fremst notuð til að fyrirbyggja sjúkdóm og eru því gefin heilbrigðum einstaklingum. Þetta gerir auknar kröfur til skaðleysis og slæmar aukaverkanir eru ekki ásættanlegar. Bóluefni hafa yfirleitt mjög litlar aukaverkanir en þar er helst um að ræða óþægindi á stungustað og einstaka sinnum hitavellu og slappleika í örfáa daga.

Veiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er þannig byggð að fræðilega ætti að vera vel mögulegt að þróa og framleiða bóluefni. Þetta er þó aldrei auðvelt, ferlið er langt og ýmislegt getur komið uppá sem tefur. Ómögulegt er að segja nokkuð um það hve langan tíma það tekur. Þegar búið verður að finna gagnlegt bóluefni þarf að framleiða það í gífurlega miklu magni sem aftur tekur langan tíma. Flestir telja að gagnlegt bóluefni komi á markað á fyrri hluta árs 2021 en fyrst í stað sennilega ekki í nægjanlegu magni þannig að það dugi allri heimsbyggðinni.

Tilvísun:
  1. ^ Reglugerð um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum. (Sótt 21.09.2020).

Myndir:

...