Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?

Björn Rúnar Lúðvíksson

COVID-19 borði í flokk
Fyrir um áratug skall á heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur sem fékk nafnið svínainflúensan þar sem veiran sem olli sýkingunni (e. pandemic H1N1/09 virus, eða til einföldunar H1N1-inflúensuveira) var um margt lík inflúensuveiru sem fannst meðal annars í svínum. Meðan á faraldrinum stóð 2009 – 2010 var hrundið af stað víðtækum bólusetningum vegna þeirra alvarlegu einkenna, sjúkdómsmyndar og dauðsfalla sem sýkingunni fylgdi. Sú aðgerð varð til þess að fjölda mannslífa var bjargað og þann 10. apríl 2010 gat Alþjóðaheilbrigðistofnunin (WHO) lýst því yfir að þessum heimsfaraldri væri lokið.

Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af völdum H1N1-inflúensuveirunnar. Einnig fór að bera á háværri umræðu varðandi hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki (e. narcolepsy). Drómasýki lýsir sér meðal annars með skyndilegri syfju og svefnflogum, en er mjög sjaldgæf með algengi á bilinu 20 – 50 á hverja 100.000 einstaklinga á ári. Til eru tvö form sjúkdómsins þar sem annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á hypókretín-myndandi (e. hypocretin) taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 var farið að velta fyrir sér hvort þar væru hugsanlega tengsl við bólusetningu gegn H1N1-inflúensuveirunni og var það oftast nefnt í tengslum við Pandemrix-bóluefnið.

Lituð rafeindasmásjármynd af veiruögnum H1N1-inflúensuveirunnar.

Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. Ónæmisglæðar eru mikilvægir í mörgum mismundi tegundum bóluefna til að kveikja á ónæmissvari gegn því sýklaprótíni sem við viljum að ónæmiskerfið myndi vörn og minni gegn.

Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða. Áður en bólusetningar hófust fór einnig að bera á hugsanlegri aukningu á nýgengi drómasýki, sem var meðal annars tengt við sýkingu með H1N1-inflúensuveirunni. Niðurstöður nýlegrar safngreiningar (e. meta-analysis) þar sem niðurstöður 662 rannsókna voru metnar[1] lögðu gott heildarmat á það sem vitað er um hugsanlegt samband drómasýki við bólusetningu gegn svínaflensunni.

Niðurstöðurnar er varða Pandemrix-bóluefnið bentu til þess að þegar allt var skoðað hafi algengi drómasýki meðal bólusettra barna verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100.000 bólusettra og um 1 tilfelli fyrir hverja 181.000 bólusettra hjá fullorðnum. Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða.

Höfundar nýlegrar safngreiningar komust að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn H1N1-inflúensuveirunni og drómasýki, nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað. Þar var algengið hins vegar lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju.

Höfundar greinarinnar komust því að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn H1N1-inflúensuveirunni og drómasýki, nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað. Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu.

Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum.

Tilvísun:
  1. ^ Incidence of narcolepsy after H1N1 influenza and vaccinations: Systematic review and meta-analysis - ScienceDirect. (Sótt 17.12.2020).

Myndir:

Höfundur

Björn Rúnar Lúðvíksson

prófessor í ónæmisfræði við HÍ og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala

Útgáfudagur

18.12.2020

Spyrjandi

Halla

Tilvísun

Björn Rúnar Lúðvíksson. „Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2020, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54568.

Björn Rúnar Lúðvíksson. (2020, 18. desember). Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54568

Björn Rúnar Lúðvíksson. „Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2020. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54568>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að bólusetning við svínainflúensu hafi valdið drómasýki?
Fyrir um áratug skall á heimsbyggðina skæður inflúensufaraldur sem fékk nafnið svínainflúensan þar sem veiran sem olli sýkingunni (e. pandemic H1N1/09 virus, eða til einföldunar H1N1-inflúensuveira) var um margt lík inflúensuveiru sem fannst meðal annars í svínum. Meðan á faraldrinum stóð 2009 – 2010 var hrundið af stað víðtækum bólusetningum vegna þeirra alvarlegu einkenna, sjúkdómsmyndar og dauðsfalla sem sýkingunni fylgdi. Sú aðgerð varð til þess að fjölda mannslífa var bjargað og þann 10. apríl 2010 gat Alþjóðaheilbrigðistofnunin (WHO) lýst því yfir að þessum heimsfaraldri væri lokið.

Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af völdum H1N1-inflúensuveirunnar. Einnig fór að bera á háværri umræðu varðandi hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki (e. narcolepsy). Drómasýki lýsir sér meðal annars með skyndilegri syfju og svefnflogum, en er mjög sjaldgæf með algengi á bilinu 20 – 50 á hverja 100.000 einstaklinga á ári. Til eru tvö form sjúkdómsins þar sem annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á hypókretín-myndandi (e. hypocretin) taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 var farið að velta fyrir sér hvort þar væru hugsanlega tengsl við bólusetningu gegn H1N1-inflúensuveirunni og var það oftast nefnt í tengslum við Pandemrix-bóluefnið.

Lituð rafeindasmásjármynd af veiruögnum H1N1-inflúensuveirunnar.

Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. Ónæmisglæðar eru mikilvægir í mörgum mismundi tegundum bóluefna til að kveikja á ónæmissvari gegn því sýklaprótíni sem við viljum að ónæmiskerfið myndi vörn og minni gegn.

Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða. Áður en bólusetningar hófust fór einnig að bera á hugsanlegri aukningu á nýgengi drómasýki, sem var meðal annars tengt við sýkingu með H1N1-inflúensuveirunni. Niðurstöður nýlegrar safngreiningar (e. meta-analysis) þar sem niðurstöður 662 rannsókna voru metnar[1] lögðu gott heildarmat á það sem vitað er um hugsanlegt samband drómasýki við bólusetningu gegn svínaflensunni.

Niðurstöðurnar er varða Pandemrix-bóluefnið bentu til þess að þegar allt var skoðað hafi algengi drómasýki meðal bólusettra barna verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100.000 bólusettra og um 1 tilfelli fyrir hverja 181.000 bólusettra hjá fullorðnum. Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða.

Höfundar nýlegrar safngreiningar komust að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn H1N1-inflúensuveirunni og drómasýki, nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað. Þar var algengið hins vegar lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju.

Höfundar greinarinnar komust því að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn H1N1-inflúensuveirunni og drómasýki, nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað. Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu.

Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum.

Tilvísun:
  1. ^ Incidence of narcolepsy after H1N1 influenza and vaccinations: Systematic review and meta-analysis - ScienceDirect. (Sótt 17.12.2020).

Myndir:...