Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?

Ingileif Jónsdóttir

COVID-19 borði í flokk
Öll spurningin hljómaði svona:

Í ljósi þess að bólusetning er vörn gegn sjúkdómi ekki smiti, hvað hefur verið rannsakað varðandi smithættu frá Covid bólusettum einstaklingum bólusettum með hinum ýmsu bóluefnum? Hafa verði reiknuð út tölfræðileg líkindi á smiti frá bólusettum einstaklingum (einkennalausum væntanlega) sem koma frá löndum með hátt nýgengi?

Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19-veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Í stórum fasa 3 rannsóknum veittu tveir skammtar af bóluefnum Pfizer (1)[1] og Moderna (2) 94-95% vernd gegn COVID-19-sjúkdómi og tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd, betri ef lengri tími var á milli skammta (3,4). Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitti 76% vernd gegn COVID-19-sjúkdómi, 3 vikum til 3 mánuðum síðar, eða þar til seinni skammtur var gefinn (4). Reynslan af fjöldabólusetningum sýndi að vernd af einum skammti bóluefnis AstraZeneca gegn COVID-19-sjúkdómi hjá 80 ára og eldri var 73% í Bretlandi (5) og í fjöldabólusetningum í Skotlandi var vernd af einkum skammti af annað hvort AstraZeneca eða Pfizer-bóluefninu 81% gegn sjúkrahúsinnlögn í þessum aldurshópi (6). Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Niðurstöður hafa enn ekki verið birtar í vísindariti, en skýrsla Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna er aðgengileg (7). Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19-sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn (1-5, 7). Líklegt er að bólusettir fái vægari sjúkdóm, ef þeir sýkjast á annað borð.

Litlar upplýsingar eru um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19. Eins eru takmarkaðar upplýsingar til um áhrif bólusetninga á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, eins og því breska.

Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19

Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,2% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í 8207 þátttakendum í Bretlandi (4). Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19-sýkingu í rannsókn á 18.494 þátttakendum í fjórum rannsóknum í Bretlandi, Brasilíu og Suður-Afríku, þótt verndin væri 76% gegn COVID-19-sjúkdómi (4).

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á Janssen COVID-19-bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19 (óbirtar), eins og fram kemur í matsskýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO (8). Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnaprótíni veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu (8). Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera.

Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra

Vernd bóluefna gegn því að smitast, bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema fyrir bóluefni AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR-próf) með COVID-19-sjúkdóm eða án einkenna var aðeins 49.5% eftir tvo skammta (4). Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið gæti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar B.1.1.7 kom fram í desember, en það virðist vera 43-90% meira smitandi en upprunalegi veirustofninn (9).

Bólusetning 596.618 Ísraelsmanna með Pfizer-bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2-sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar B.1.1.7, en engar upplýsingar eru um vernd gegn suður-afríska afbrigði veirunnar B.1.351, sem var mjög sjaldgæft í Ísrael þegar rannsóknin var gerð (10). Þessar niðurstöður benda til að fullbólusetningar með Pfizer-bóluefninu dragi nær jafnmikið úr smiti eins og það verndar gegn sjúkdómi, þar með talið af völdum breska afbrigðis SARS-CoV-2-veirunnar.

Nýbirtar niðurstöður úr rannsókn frá Ísrael sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer-bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu (11). Minna veirumagn gæti dregið úr smiti.

Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2-smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna-bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira (12). Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska B.1.1.7, brasilíska P.1 og suður-afríska B.1.351 afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra.

Lokaorð

Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning geti dregið úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2-veirunnar, allavega upprunalega stofnsins, en þær takmörkuðu upplýsingar sem liggja fyrir benda til að vernd gegn smiti sé mun minni heldur en gegn COVID-19-sjúkdómi. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, eins og því breska B.1.1.7 (9), nema fyrir Pfizer-bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmissvari, sem sum tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu B.1.351 (13).

Meðan tíðni SARS-CoV-2-smita er há í flestum löndum í kringum okkur og við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar er mikilvægt að skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, því þeir geta sannarlega borið smit og því líklega smitað aðra. Þannig getum við hindrað að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn.

Tilvísun:
  1. ^ Tölur innan sviga vísa til tölusettra heimilda í heimildaskrá.

Heimildir:

  1. Polack FP, Thomas SJ, Kitchin N, et al. Safety and Efficacy of the BNT162b2 mRNA Covid-19 Vaccine. N Engl J Med. 2020 Dec 31;383(27):2603-2615. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2034577
  2. Baden LR, El Sahly HM, Essnik B, Kotloff K, et al. Efficacy and Safety of the mRNA-1273 SARS-CoV-2 Vaccine. Engl J Med. 2021 Feb 4;384(5):403-416. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2035389
  3. Voysey M, Clemens SAC, Madhi SA, et al. Safety and efficacy of the ChAdOx1 nCoV-19 vaccine (AZD1222) against SARS-CoV-2: an interim analysis of four randomised controlled trials in Brazil, South Africa, and the UK. Lancet 2020 Dec 8;S0140-6736(20)32661-1. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32661-1
  4. Voysey M, Costa Clemens SA, Madhi SA, Weckx LY, et al. Single-dose administration and the influence of the timing of the booster dose on immunogenicity and efficacy of ChAdOx1 nCoV-19 (AZD1222) vaccine: a pooled analysis of four randomised trials. Lancet. 2021 Mar 6;397(10277):881-891. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(21)00432-3
  5. Lopez Bernal J, Andrews N, Gower C, Stowe J, et al. Early effectiveness of COVID-19 vaccination with BNT162b2 mRNA vaccine and ChAdOx1 adenovirus vector vaccine on symptomatic disease, hospitalisations and mortality in older adults in England. https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.03.01.21252652v1
  6. Vasileiou P, Simpson CR, Robertson C, Shi T et al. Effectiveness of first dose of COVID-19 vaccines against hospital admissions in Scotland: national prospective cohort study of 5.4 million people. Preprint with the Lancet. https://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=3789264
  7. FDA Briefing Document. Janssen Ad26.COV2.S Vaccine for the Prevention of COVID-19. Vaccines and Related Biological Products Advisory Committee Meeting. February 26, 2021. https://www.fda.gov/media/146217/download
  8. Background document on the Janssen Ad26.COV2.S (COVID-19) vaccine: Background document to the WHO Interim recommendations for use of Ad26.COV2.S (COVID-19) vaccine https://www.who.int/publications/i/item/WHO-2019-nCoV-vaccines-SAGE-recommendation-Ad26.COV2.S-background-2021.1
  9. Davies NG, Abbott S, Barnard RC, Jarvis CI, et al. Estimated transmissibility and impact of SARS-CoV-2 lineage B.1.1.7 in England. Science. 2021 Mar 3;eabg3055. https://doi.org/10.1126/science.abg3055
  10. Dagan N, Barda N, Kepten E, et al. BNT162b2 mRNA Covid-19 vaccine in a nationwide mass vaccination setting. N Engl J Med2021. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2101765
  11. Levine-Tiefenbrun M, Yelin I, Katz R, Herzel E et al. Initial report of decreased SARS-CoV-2 viral load after inoculation with the BNT162b2 vaccine. Nat Med (2021). https://doi.org/10.1038/s41591-021-01316-7
  12. Lipsitch M, Kahn R. Interpreting vaccine efficacy trial results for infection and transmission. medRxiv (preprint not peer-reviewed) https://doi.org/10.1101/2021.02.25.21252415
  13. Madhi SA, Baillie V, Cutland CL, Voysey M, et al. Efficacy of the ChAdOx1 nCoV-19 Covid-19 Vaccine against the B.1.351 Variant. N Engl J Med. 2021 Mar 16. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2102214

Mynd:

Höfundur

Ingileif Jónsdóttir

prófessor emerita í ónæmisfræði við læknadeild HÍ og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá ÍE

Útgáfudagur

2.4.2021

Spyrjandi

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Ingileif Jónsdóttir. „Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2021, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81420.

Ingileif Jónsdóttir. (2021, 2. apríl). Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81420

Ingileif Jónsdóttir. „Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2021. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81420>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?
Öll spurningin hljómaði svona:

Í ljósi þess að bólusetning er vörn gegn sjúkdómi ekki smiti, hvað hefur verið rannsakað varðandi smithættu frá Covid bólusettum einstaklingum bólusettum með hinum ýmsu bóluefnum? Hafa verði reiknuð út tölfræðileg líkindi á smiti frá bólusettum einstaklingum (einkennalausum væntanlega) sem koma frá löndum með hátt nýgengi?

Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19-veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Í stórum fasa 3 rannsóknum veittu tveir skammtar af bóluefnum Pfizer (1)[1] og Moderna (2) 94-95% vernd gegn COVID-19-sjúkdómi og tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd, betri ef lengri tími var á milli skammta (3,4). Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitti 76% vernd gegn COVID-19-sjúkdómi, 3 vikum til 3 mánuðum síðar, eða þar til seinni skammtur var gefinn (4). Reynslan af fjöldabólusetningum sýndi að vernd af einum skammti bóluefnis AstraZeneca gegn COVID-19-sjúkdómi hjá 80 ára og eldri var 73% í Bretlandi (5) og í fjöldabólusetningum í Skotlandi var vernd af einkum skammti af annað hvort AstraZeneca eða Pfizer-bóluefninu 81% gegn sjúkrahúsinnlögn í þessum aldurshópi (6). Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Niðurstöður hafa enn ekki verið birtar í vísindariti, en skýrsla Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna er aðgengileg (7). Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19-sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn (1-5, 7). Líklegt er að bólusettir fái vægari sjúkdóm, ef þeir sýkjast á annað borð.

Litlar upplýsingar eru um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19. Eins eru takmarkaðar upplýsingar til um áhrif bólusetninga á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, eins og því breska.

Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19

Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,2% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í 8207 þátttakendum í Bretlandi (4). Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19-sýkingu í rannsókn á 18.494 þátttakendum í fjórum rannsóknum í Bretlandi, Brasilíu og Suður-Afríku, þótt verndin væri 76% gegn COVID-19-sjúkdómi (4).

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á Janssen COVID-19-bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19 (óbirtar), eins og fram kemur í matsskýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO (8). Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnaprótíni veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu (8). Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera.

Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra

Vernd bóluefna gegn því að smitast, bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema fyrir bóluefni AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR-próf) með COVID-19-sjúkdóm eða án einkenna var aðeins 49.5% eftir tvo skammta (4). Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið gæti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar B.1.1.7 kom fram í desember, en það virðist vera 43-90% meira smitandi en upprunalegi veirustofninn (9).

Bólusetning 596.618 Ísraelsmanna með Pfizer-bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2-sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar B.1.1.7, en engar upplýsingar eru um vernd gegn suður-afríska afbrigði veirunnar B.1.351, sem var mjög sjaldgæft í Ísrael þegar rannsóknin var gerð (10). Þessar niðurstöður benda til að fullbólusetningar með Pfizer-bóluefninu dragi nær jafnmikið úr smiti eins og það verndar gegn sjúkdómi, þar með talið af völdum breska afbrigðis SARS-CoV-2-veirunnar.

Nýbirtar niðurstöður úr rannsókn frá Ísrael sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer-bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu (11). Minna veirumagn gæti dregið úr smiti.

Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2-smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna-bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira (12). Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska B.1.1.7, brasilíska P.1 og suður-afríska B.1.351 afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra.

Lokaorð

Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning geti dregið úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2-veirunnar, allavega upprunalega stofnsins, en þær takmörkuðu upplýsingar sem liggja fyrir benda til að vernd gegn smiti sé mun minni heldur en gegn COVID-19-sjúkdómi. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, eins og því breska B.1.1.7 (9), nema fyrir Pfizer-bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmissvari, sem sum tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu B.1.351 (13).

Meðan tíðni SARS-CoV-2-smita er há í flestum löndum í kringum okkur og við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar er mikilvægt að skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, því þeir geta sannarlega borið smit og því líklega smitað aðra. Þannig getum við hindrað að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn.

Tilvísun:
  1. ^ Tölur innan sviga vísa til tölusettra heimilda í heimildaskrá.

Heimildir:

  1. Polack FP, Thomas SJ, Kitchin N, et al. Safety and Efficacy of the BNT162b2 mRNA Covid-19 Vaccine. N Engl J Med. 2020 Dec 31;383(27):2603-2615. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2034577
  2. Baden LR, El Sahly HM, Essnik B, Kotloff K, et al. Efficacy and Safety of the mRNA-1273 SARS-CoV-2 Vaccine. Engl J Med. 2021 Feb 4;384(5):403-416. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2035389
  3. Voysey M, Clemens SAC, Madhi SA, et al. Safety and efficacy of the ChAdOx1 nCoV-19 vaccine (AZD1222) against SARS-CoV-2: an interim analysis of four randomised controlled trials in Brazil, South Africa, and the UK. Lancet 2020 Dec 8;S0140-6736(20)32661-1. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32661-1
  4. Voysey M, Costa Clemens SA, Madhi SA, Weckx LY, et al. Single-dose administration and the influence of the timing of the booster dose on immunogenicity and efficacy of ChAdOx1 nCoV-19 (AZD1222) vaccine: a pooled analysis of four randomised trials. Lancet. 2021 Mar 6;397(10277):881-891. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(21)00432-3
  5. Lopez Bernal J, Andrews N, Gower C, Stowe J, et al. Early effectiveness of COVID-19 vaccination with BNT162b2 mRNA vaccine and ChAdOx1 adenovirus vector vaccine on symptomatic disease, hospitalisations and mortality in older adults in England. https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.03.01.21252652v1
  6. Vasileiou P, Simpson CR, Robertson C, Shi T et al. Effectiveness of first dose of COVID-19 vaccines against hospital admissions in Scotland: national prospective cohort study of 5.4 million people. Preprint with the Lancet. https://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=3789264
  7. FDA Briefing Document. Janssen Ad26.COV2.S Vaccine for the Prevention of COVID-19. Vaccines and Related Biological Products Advisory Committee Meeting. February 26, 2021. https://www.fda.gov/media/146217/download
  8. Background document on the Janssen Ad26.COV2.S (COVID-19) vaccine: Background document to the WHO Interim recommendations for use of Ad26.COV2.S (COVID-19) vaccine https://www.who.int/publications/i/item/WHO-2019-nCoV-vaccines-SAGE-recommendation-Ad26.COV2.S-background-2021.1
  9. Davies NG, Abbott S, Barnard RC, Jarvis CI, et al. Estimated transmissibility and impact of SARS-CoV-2 lineage B.1.1.7 in England. Science. 2021 Mar 3;eabg3055. https://doi.org/10.1126/science.abg3055
  10. Dagan N, Barda N, Kepten E, et al. BNT162b2 mRNA Covid-19 vaccine in a nationwide mass vaccination setting. N Engl J Med2021. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2101765
  11. Levine-Tiefenbrun M, Yelin I, Katz R, Herzel E et al. Initial report of decreased SARS-CoV-2 viral load after inoculation with the BNT162b2 vaccine. Nat Med (2021). https://doi.org/10.1038/s41591-021-01316-7
  12. Lipsitch M, Kahn R. Interpreting vaccine efficacy trial results for infection and transmission. medRxiv (preprint not peer-reviewed) https://doi.org/10.1101/2021.02.25.21252415
  13. Madhi SA, Baillie V, Cutland CL, Voysey M, et al. Efficacy of the ChAdOx1 nCoV-19 Covid-19 Vaccine against the B.1.351 Variant. N Engl J Med. 2021 Mar 16. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2102214

Mynd:...