Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum?

Arnar Pálsson, Jón Magnús Jóhannesson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Kórónuveirur eru fjölskylda veira sem nefnast á ensku 'coronaviruses'. Heitið er dregið af því að yfirborðsprótín veiranna minna á kórónu eða sólkrónu, sem er ysti hjúpur sólarinnar. Fyrsta kórónuveiran greindist árið 1937. Hún veldur berkjubólgu í fuglum en sýkir ekki menn.

COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Fjölskylda kórónuveira inniheldur sjö veirur sem sýkja menn. Auk veirunnar sem veldur COVID-19 tilheyra fjórar „kvefkórónuveirur“ fjölskyldunni og síðan tvær sem valda alvarlegum sjúkdómi í mönnum: SARS-kórónuveira (e. severe acute respiratory syndrome, SARS-CoV) og MERS-kórónuveira (e. Middle-East respiratory syndrome, MERS-CoV).

Kórónuveirur sem sýkja menn voru fyrst greindar um miðjan sjöunda áratug 20. aldar. Hér sést rafeindasmásjármynd af kórónuveirum sem nefnast 229E.

SARS kom fyrst fram árið 2002 og olli faraldri á árunum 2003-2004, með samtals 8.422 tilfellum í 26 löndum og 774 dauðsföllum. MERS greindist fyrst árið 2012 í Sádi-Arabíu og hefur frá þeim tíma valdið mörgum litlum faröldrum og stökum tilfellum, með yfir 2.500 greind tilfelli og yfir 850 dauðsföllum.

„Kvefkórónuveirurnar“ fjórar greindust fyrst um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og eru eftirfarandi::
  • 229E (alfa-kórónuveira)
  • NL63 (alfa-kórónuveira)
  • OC43 (beta-kórónuveira)
  • HKU1 (beta-kórónuveira)

Staðhæfingin sem spyrjandi vísar til, í upprunalegu spurningunni um að „að ónæmisminni sem myndast vegna einnar gerðar kórónuveiru mun ekki verja okkur gegn sýkingu annarrar gerðar kórónuveiru“, á við þessar fjórar ólíku gerðir.[1]

Erfðaefni þessara fjögurra gerða „kvefkórónuveira“ er mjög ólíkt erfðaefni SARS-CoV-2. Þær eru í raun jafn ólíkar og mismunandi tegundir dýra. Þó að ónæmiskerfi okkar hafi ráðið niðurlögum einnar gerðar af þeim, veitir það líklega enga vörn ef við sýkjumst af öðrum gerðum kórónuveira.

Þegar SARS-CoV-2 greindist sem orsakavaldur COVID-19 var strax farið að greina skyldleika veirunnar við aðrar veirur. Þá kom í ljós að af veirum sem sýkja menn er hún skyldust SARS-CoV en sú allra skyldasta er kórónuveira sem fannst fyrir nokkrum árum í vissri tegund leðurblaka.

Þá vaknar eðlilega spurningin um hvort ónæmi gegn SARS veiti einhverja vörn gegn COVID-19. Það væri svokallað krossónæmi. Sumir sýklar eru það líkir í vissum þáttum að ónæmi sem myndast vegna eins myndar einhvers konar ónæmi gegn hinum. Margt er óunnið í rannsóknum á þessu en það sem hingað til hefur verið gert, bendir til þess að eitthvað krossónæmi, þó takmarkað, geti átt sér stað milli SARS og COVID-19. Ekki er talið líklegt, hins vegar, að krossónæmi sé til staðar fyrir MERS, enda er munurinn á MERS-CoV og SARS-CoV-2 talsverður.

Ef sterkt krossónæmi myndaðist milli SARS og COVID-19 mundi aðeins lítill hópur einstaklinga njóta góðs af því. Ekki er talið líklegt að krossónæmi sé til staðar fyrir MERS, enda er munurinn á MERS-CoV og SARS-CoV-2 talsverður. Myndin er lituð rafeindasmásjármynd af MERS-CoV.

Hafa ber í huga að meira að segja ef sterkt krossónæmi myndaðist milli SARS og COVID-19 mundi aðeins lítill hópur einstaklinga njóta góðs af því - engin tilfelli SARS hafa greinst frá 2004, svo fjöldi ónæmra hleypur á nokkur þúsund. Þannig mundi þetta ekki hafa marktæk áhrif á dreifingu eða birtingarmynd COVID-19.

Tilvísun:
  1. ^ Vísindavefurinn: Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19? (Sótt 28.04.2020).

Heimildir:

Myndir:

Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli og hér er hluta hennar svarað:
Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára skilgreint 570 stökkbreytt afbrigði af SARS-CoV-2? Þá vísa ég líka til þess sem segir í öðru svari á Vísindavefnum: "Mikilvægt er þó að taka fram að ónæmisminni sem myndast vegna einnar gerðar kórónuveiru mun ekki verja okkur gegn sýkingu annarrar gerðar kórónuveiru." Sjá svar við spurningunni: Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?.

Höfundar

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.4.2020

Spyrjandi

Bjarni

Tilvísun

Arnar Pálsson, Jón Magnús Jóhannesson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2020. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79323.

Arnar Pálsson, Jón Magnús Jóhannesson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2020, 30. apríl). Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79323

Arnar Pálsson, Jón Magnús Jóhannesson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2020. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79323>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum?
Kórónuveirur eru fjölskylda veira sem nefnast á ensku 'coronaviruses'. Heitið er dregið af því að yfirborðsprótín veiranna minna á kórónu eða sólkrónu, sem er ysti hjúpur sólarinnar. Fyrsta kórónuveiran greindist árið 1937. Hún veldur berkjubólgu í fuglum en sýkir ekki menn.

COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Fjölskylda kórónuveira inniheldur sjö veirur sem sýkja menn. Auk veirunnar sem veldur COVID-19 tilheyra fjórar „kvefkórónuveirur“ fjölskyldunni og síðan tvær sem valda alvarlegum sjúkdómi í mönnum: SARS-kórónuveira (e. severe acute respiratory syndrome, SARS-CoV) og MERS-kórónuveira (e. Middle-East respiratory syndrome, MERS-CoV).

Kórónuveirur sem sýkja menn voru fyrst greindar um miðjan sjöunda áratug 20. aldar. Hér sést rafeindasmásjármynd af kórónuveirum sem nefnast 229E.

SARS kom fyrst fram árið 2002 og olli faraldri á árunum 2003-2004, með samtals 8.422 tilfellum í 26 löndum og 774 dauðsföllum. MERS greindist fyrst árið 2012 í Sádi-Arabíu og hefur frá þeim tíma valdið mörgum litlum faröldrum og stökum tilfellum, með yfir 2.500 greind tilfelli og yfir 850 dauðsföllum.

„Kvefkórónuveirurnar“ fjórar greindust fyrst um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og eru eftirfarandi::
  • 229E (alfa-kórónuveira)
  • NL63 (alfa-kórónuveira)
  • OC43 (beta-kórónuveira)
  • HKU1 (beta-kórónuveira)

Staðhæfingin sem spyrjandi vísar til, í upprunalegu spurningunni um að „að ónæmisminni sem myndast vegna einnar gerðar kórónuveiru mun ekki verja okkur gegn sýkingu annarrar gerðar kórónuveiru“, á við þessar fjórar ólíku gerðir.[1]

Erfðaefni þessara fjögurra gerða „kvefkórónuveira“ er mjög ólíkt erfðaefni SARS-CoV-2. Þær eru í raun jafn ólíkar og mismunandi tegundir dýra. Þó að ónæmiskerfi okkar hafi ráðið niðurlögum einnar gerðar af þeim, veitir það líklega enga vörn ef við sýkjumst af öðrum gerðum kórónuveira.

Þegar SARS-CoV-2 greindist sem orsakavaldur COVID-19 var strax farið að greina skyldleika veirunnar við aðrar veirur. Þá kom í ljós að af veirum sem sýkja menn er hún skyldust SARS-CoV en sú allra skyldasta er kórónuveira sem fannst fyrir nokkrum árum í vissri tegund leðurblaka.

Þá vaknar eðlilega spurningin um hvort ónæmi gegn SARS veiti einhverja vörn gegn COVID-19. Það væri svokallað krossónæmi. Sumir sýklar eru það líkir í vissum þáttum að ónæmi sem myndast vegna eins myndar einhvers konar ónæmi gegn hinum. Margt er óunnið í rannsóknum á þessu en það sem hingað til hefur verið gert, bendir til þess að eitthvað krossónæmi, þó takmarkað, geti átt sér stað milli SARS og COVID-19. Ekki er talið líklegt, hins vegar, að krossónæmi sé til staðar fyrir MERS, enda er munurinn á MERS-CoV og SARS-CoV-2 talsverður.

Ef sterkt krossónæmi myndaðist milli SARS og COVID-19 mundi aðeins lítill hópur einstaklinga njóta góðs af því. Ekki er talið líklegt að krossónæmi sé til staðar fyrir MERS, enda er munurinn á MERS-CoV og SARS-CoV-2 talsverður. Myndin er lituð rafeindasmásjármynd af MERS-CoV.

Hafa ber í huga að meira að segja ef sterkt krossónæmi myndaðist milli SARS og COVID-19 mundi aðeins lítill hópur einstaklinga njóta góðs af því - engin tilfelli SARS hafa greinst frá 2004, svo fjöldi ónæmra hleypur á nokkur þúsund. Þannig mundi þetta ekki hafa marktæk áhrif á dreifingu eða birtingarmynd COVID-19.

Tilvísun:
  1. ^ Vísindavefurinn: Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19? (Sótt 28.04.2020).

Heimildir:

Myndir:

Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli og hér er hluta hennar svarað:
Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára skilgreint 570 stökkbreytt afbrigði af SARS-CoV-2? Þá vísa ég líka til þess sem segir í öðru svari á Vísindavefnum: "Mikilvægt er þó að taka fram að ónæmisminni sem myndast vegna einnar gerðar kórónuveiru mun ekki verja okkur gegn sýkingu annarrar gerðar kórónuveiru." Sjá svar við spurningunni: Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?.
...