Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:16 • Sest 21:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:56 • Síðdegis: 22:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:30 • Síðdegis: 16:26 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:16 • Sest 21:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:56 • Síðdegis: 22:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:30 • Síðdegis: 16:26 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað varð um COVID, er það bara kvef núna?

Arnar Pálsson

COVID-19 borði í flokk
Í stuttu mál þá er kórónuveiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 enn á sveimi. Hún berst manna á milli og heldur áfram að þróast. Einkennin sem hún veldur geta verið mismunandi eftir einstaklingum, hjá sumum kvef en öðrum alvarlegri sjúkdómur.

Lengra svar

COVID-19 orsakast af sýkingu veirunnar SARS-CoV-2 sem fyrst barst í fólk árið 2019 og olli heimsfaraldri. Þótt fáar fréttir berist nú af veirunni er hún síður en svo horfin og heldur áfram að smita fólk. Veiran tekur stöðugum breytingum og þróast. Þróunin felur í sér að stökkbreytingar verða á erfðaefni veirunnar og úr veljast ákveðin afbrigði sem verða algengari eða jafnvel allsráðandi, rétt eins og gerðist með delta- og ómíkron-afbrigðin snemma í faraldrinum.[1]

Sumarið 2025 höfðu heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af svonefndu NB.1.8.1 afbrigði en í lok október sama ár höfðu yfirvöld í Evrópu meiri áhyggjur af BA.2.86. Bæði þessi afbrigði eru afkomendur ómíkron. Ný afbrigði munu alltaf verða til og rísa.

Tíðni greindra afbrigða veirunnar SARS-CoV-2 á heimsvísu frá janúar 2021 til janúar 2022. Ómíkron-afbrigðið er rauðleitt og vel sést á myndinni hvernig það það hóf að yfirtaka delta-afbrigðið sem er litað blágrátt.

Tíðni greindra afbrigða veirunnar SARS-CoV-2 á heimsvísu frá janúar 2021 til janúar 2022. Ómíkron-afbrigðið er rauðleitt og vel sést á myndinni hvernig það það hóf að yfirtaka delta-afbrigðið sem er litað blágrátt.

Til að svara spurningunni um það hvort COVID-19 sé bara kvef núna, þarf að horfa annars vegar til þess að alvarleiki einkenna vegna veirusýkinga veltur á eiginleikum veirunnar og hins vegar til líffræði hýsilsins. Byrjum á veirunni. Vitað er um sjö kórónuveirur sem smitað hafa menn, SARS-CoV-1, SARS-CoV-2, MERS-CoV og fjórar veirur sem valda einföldu kvefi.[2] Alvarleiki SARS-CoV-2 sýkinga byggir að miklu leyti á smithæfni veirunnar. Dánartíðni við fyrsta smit var hátt, en samt mun lægra en af SARS-CoV-1 þar sem dánartíðnin var rétt undir 10%.[3] Árið 2025 voru staðfest SARS-CoV-2 tilfelli á heimsvísu um 800 milljónir. Af þeim létust um 14 milljóna manna sem jafngildir 1,7% dánartíðni, sem var reyndar misdreift um heiminn.[4]

Líffræði hýslanna og munur þeirra á milli skiptir líka máli. Einstaklingar eru mismunandi vegna aldurs, áhrifa gena, umhverfisþátta og tilviljana. Snemma kom í ljós að veiran olli alvarlegri sjúkdómi í eldra fólki. Einnig sást að gen á litningi 3 tengist auknum líkum á því að þróa alvarleg einkenni COVID-19.[5] Þetta þýðir að einstaklingar voru misnæmir fyrir veirunni til að byrja með. Þeir sem smituðust og lifðu sýkinguna af framleiddu mótefni við veirunni. Einnig þeir sem fengu bóluefni gegn veirunni. En mótefni okkar gegn SARS-veirum viðhaldast ekki lengi í líkamanum, mögulega bara nokkur ár, sama hvort er vegna smits eða bóluefnis. Þess vegna er mikilvægt að fá bólusetningar reglulega, rétt eins og er gert vegna inflúensu. Ónæmiskerfi hvers einstaklings lærir á það (eða þau) afbrigði veirunnar sem sýkja viðkomandi, og auðvitað af bóluefnum.

Þannig erum við misjafnlega varin eftir því hvaða bóluefni eða veiruabrigði við fengum, sem í sumum tilfellum var fjölbreytt samsetning af ólíkum bóluefnum og veiruafbrigðum. Til dæmis smitaði ómíkron fólk auðveldlega þrátt fyrir að það hefði mótefni gegn fyrstu afbrigðum veirunnar. Ómíkron var torsýnilegt ónæmiskerfi fólks sem smitast hafði af fyrstu útgáfum veirunnar. Eins geta ný tilbrigði af ómíkron smitað okkur aftur ef þau eru orðin nógu ólík, eða vegna þess mótefnin hafi dvínað nægilega.

Fyrri sýkingar og bólusetningar endurstilla ónæmisfrumur einstaklinga og breyta landslaginu fyrir veirurnar. Líklegast er að sama eigi við um næstu afbrigði veirunnar SARS-CoV-2. En urðu eða munu einkennin verða mildari með tímanum? Samantekt Edouard Mathieu og félaga á vefmiðlinum Our world in data, á gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. WHO), sýnir að dánartíðni vegna COVID-19 breyttist mikið fyrstu tvö ár faraldursins. Munur var á milli svæða, tímabila og þjóðfélagshópa. Munur á dánartíðni milli aldurshópa og kynja kom líka í ljós mjög snemma. Einnig sést að dánartíðnin virðist lægri nú en í upphafi faraldursins, þó gögnin séu reyndar frekar takmörkuð undanfarin tvö og hálft ár. Meðaldánartíðnin er samt hærri en vegna kórónuveiranna fjögurra sem valda kvefi í okkur. Sjúkdómurinn COVID-19 er þess vegna ekki orðinn að kvefi.

Mat á dánartíðni vegna COVID-19 frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni frá 1. september 2020 til 28. september 2025 (á x-ásnum). Á y-ásnum er CFR-hlutfall (e. case fatality rate) sem er hlutfall staðfestra andláta vegna veirunnar og fjölda staðfestra smita. Notast er við sjö daga meðaltal, sem er hliðrað um 10 daga. Með öðrum orðum, meðalfjöldi látinn yfir heila viku, deilt í með meðalfjölda staðfestra smita 10 dögum fyrr.

Mat á dánartíðni vegna COVID-19 frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni frá 1. september 2020 til 28. september 2025 (á x-ásnum). Á y-ásnum er CFR-hlutfall (e. case fatality rate) sem er hlutfall staðfestra andláta vegna veirunnar og fjölda staðfestra smita. Notast er við sjö daga meðaltal, sem er hliðrað um 10 daga. Með öðrum orðum, meðalfjöldi látinn yfir heila viku, deilt í með meðalfjölda staðfestra smita 10 dögum fyrr.

Alvarleiki COVID-19 er ekki aðeins metinn út frá dánartíðni heldur líka þeirra afleiðinga sem sjúkdómurinn hefur haft á marga. Langvinn einkenni COVID-19 (e. Long covid) er samheiti yfir fjölda einkenna sem vara löngu eftir að viðkomandi fengu sjúkdóminn. Samkvæmt rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands, í Danmörku og Skotlandi birtist þetta meðal annars sem kraftleysi, mæði og brjóstverkur, og virðist sérstaklega algengt hjá þeim sem fengu alvarlega sýkingu.[6] Einnig sýndi rannsókn á rúmlega 2000 þýskum börnum sem fengu COVID-19 að tíðni langvarandi COVID-19 var lægri meðal þeirra sem fengu bólusetningu fyrir veirunni.[7]

Það er því full ástæða til að taka COVID-19 ennþá alvarlega. Gott er að minnast orða Anthony Fauci, sóttvarnarlæknis BNA á meðan á faraldrinum stóð.

Tilkoma nýrra sýkinga og endurkoma eldri smitgerða, er að miklu leyti afleiðing áhrifa og inngripa mannsins í náttúruna. Þar sem samfélög mannsins þenjast út, í sífellt samtengdari veröld, og röskun hefur orðið á samskiptum manna og náttúru, verða til tækifæri sem loftslagsbreytingar magna upp - fyrir smitandi lífverur til að taka stökkið, yfir í menn og í sumum tilfellum aðlagast og dreifast hratt. Þegar rætt er um tilkomu nýrra sýkinga, er þetta aldrei búið.[8]

Samantekt

  • Veiran berst um, smitar fólk og þróast.
  • Þegar nær allir hafa smitast, breytist landslagið fyrir veiruna.
  • Varnir okkar gagnvart SARS-CoV-2 veikjast með tímanum, og endursmit verða.
  • Að meðaltali er COVID-19 ekki orðið að kvefi.

Tilvísanir:
  1. ^ Afbrigði veirunnar voru einkennd með grískum stöfum, meðal annars til að losna við að auðkenna þau við lönd eða þjóðir. En afbrigðum og undir-afbrigðum fjölgaði það hratt að við endum með flóknari nafngiftir.
  2. ^ Samkvæmt Valgerði Andrésdóttur geta um 200 tegundir veira valdið kvefi, sjá svar hennar við spurningunni Af hverju telja vísindamenn að hægt sé að búa til bóluefni við COVID-19 þegar enn hefur ekki tekist að gera bóluefni við HIV?
  3. ^ Alls voru staðfest 8.089 smit af völdum SARS-CoV-1 og af þeim létust 774. Dánartíðnin var því rétt undir 10%
  4. ^ Staðfest tilfelli segja ekki alla söguna, sennilega hefur veiran náð að smita nær alla á jörðinni, og marga oftar en einu sinni.
  5. ^ Sjá svar sama höfundar við spurningunni Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?
  6. ^ Sjá til dæmis frétt á vef HÍ: Langvarandi líkamleg einkenni algengust hjá þeim sem veiktust mest af COVID-19
  7. ^ Höppner o.fl. 2025.
  8. ^ Sjá Lewis, 2022: „The emergence of new infections and the reemergence of old ones are largely the result of human interactions with and encroachment on nature. As human societies expand in a progressively interconnected world and the human–animal interface is perturbed, opportunities are created, often aided by climate changes, for unstable infectious agents to emerge, jump species, and in some cases adapt to spread among humans. When it comes to emerging infectious diseases, it’s never over.“

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

26.11.2025

Spyrjandi

Þórey

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Hvað varð um COVID, er það bara kvef núna?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2025, sótt 26. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88234.

Arnar Pálsson. (2025, 26. nóvember). Hvað varð um COVID, er það bara kvef núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88234

Arnar Pálsson. „Hvað varð um COVID, er það bara kvef núna?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2025. Vefsíða. 26. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88234>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað varð um COVID, er það bara kvef núna?
Í stuttu mál þá er kórónuveiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 enn á sveimi. Hún berst manna á milli og heldur áfram að þróast. Einkennin sem hún veldur geta verið mismunandi eftir einstaklingum, hjá sumum kvef en öðrum alvarlegri sjúkdómur.

Lengra svar

COVID-19 orsakast af sýkingu veirunnar SARS-CoV-2 sem fyrst barst í fólk árið 2019 og olli heimsfaraldri. Þótt fáar fréttir berist nú af veirunni er hún síður en svo horfin og heldur áfram að smita fólk. Veiran tekur stöðugum breytingum og þróast. Þróunin felur í sér að stökkbreytingar verða á erfðaefni veirunnar og úr veljast ákveðin afbrigði sem verða algengari eða jafnvel allsráðandi, rétt eins og gerðist með delta- og ómíkron-afbrigðin snemma í faraldrinum.[1]

Sumarið 2025 höfðu heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af svonefndu NB.1.8.1 afbrigði en í lok október sama ár höfðu yfirvöld í Evrópu meiri áhyggjur af BA.2.86. Bæði þessi afbrigði eru afkomendur ómíkron. Ný afbrigði munu alltaf verða til og rísa.

Tíðni greindra afbrigða veirunnar SARS-CoV-2 á heimsvísu frá janúar 2021 til janúar 2022. Ómíkron-afbrigðið er rauðleitt og vel sést á myndinni hvernig það það hóf að yfirtaka delta-afbrigðið sem er litað blágrátt.

Tíðni greindra afbrigða veirunnar SARS-CoV-2 á heimsvísu frá janúar 2021 til janúar 2022. Ómíkron-afbrigðið er rauðleitt og vel sést á myndinni hvernig það það hóf að yfirtaka delta-afbrigðið sem er litað blágrátt.

Til að svara spurningunni um það hvort COVID-19 sé bara kvef núna, þarf að horfa annars vegar til þess að alvarleiki einkenna vegna veirusýkinga veltur á eiginleikum veirunnar og hins vegar til líffræði hýsilsins. Byrjum á veirunni. Vitað er um sjö kórónuveirur sem smitað hafa menn, SARS-CoV-1, SARS-CoV-2, MERS-CoV og fjórar veirur sem valda einföldu kvefi.[2] Alvarleiki SARS-CoV-2 sýkinga byggir að miklu leyti á smithæfni veirunnar. Dánartíðni við fyrsta smit var hátt, en samt mun lægra en af SARS-CoV-1 þar sem dánartíðnin var rétt undir 10%.[3] Árið 2025 voru staðfest SARS-CoV-2 tilfelli á heimsvísu um 800 milljónir. Af þeim létust um 14 milljóna manna sem jafngildir 1,7% dánartíðni, sem var reyndar misdreift um heiminn.[4]

Líffræði hýslanna og munur þeirra á milli skiptir líka máli. Einstaklingar eru mismunandi vegna aldurs, áhrifa gena, umhverfisþátta og tilviljana. Snemma kom í ljós að veiran olli alvarlegri sjúkdómi í eldra fólki. Einnig sást að gen á litningi 3 tengist auknum líkum á því að þróa alvarleg einkenni COVID-19.[5] Þetta þýðir að einstaklingar voru misnæmir fyrir veirunni til að byrja með. Þeir sem smituðust og lifðu sýkinguna af framleiddu mótefni við veirunni. Einnig þeir sem fengu bóluefni gegn veirunni. En mótefni okkar gegn SARS-veirum viðhaldast ekki lengi í líkamanum, mögulega bara nokkur ár, sama hvort er vegna smits eða bóluefnis. Þess vegna er mikilvægt að fá bólusetningar reglulega, rétt eins og er gert vegna inflúensu. Ónæmiskerfi hvers einstaklings lærir á það (eða þau) afbrigði veirunnar sem sýkja viðkomandi, og auðvitað af bóluefnum.

Þannig erum við misjafnlega varin eftir því hvaða bóluefni eða veiruabrigði við fengum, sem í sumum tilfellum var fjölbreytt samsetning af ólíkum bóluefnum og veiruafbrigðum. Til dæmis smitaði ómíkron fólk auðveldlega þrátt fyrir að það hefði mótefni gegn fyrstu afbrigðum veirunnar. Ómíkron var torsýnilegt ónæmiskerfi fólks sem smitast hafði af fyrstu útgáfum veirunnar. Eins geta ný tilbrigði af ómíkron smitað okkur aftur ef þau eru orðin nógu ólík, eða vegna þess mótefnin hafi dvínað nægilega.

Fyrri sýkingar og bólusetningar endurstilla ónæmisfrumur einstaklinga og breyta landslaginu fyrir veirurnar. Líklegast er að sama eigi við um næstu afbrigði veirunnar SARS-CoV-2. En urðu eða munu einkennin verða mildari með tímanum? Samantekt Edouard Mathieu og félaga á vefmiðlinum Our world in data, á gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. WHO), sýnir að dánartíðni vegna COVID-19 breyttist mikið fyrstu tvö ár faraldursins. Munur var á milli svæða, tímabila og þjóðfélagshópa. Munur á dánartíðni milli aldurshópa og kynja kom líka í ljós mjög snemma. Einnig sést að dánartíðnin virðist lægri nú en í upphafi faraldursins, þó gögnin séu reyndar frekar takmörkuð undanfarin tvö og hálft ár. Meðaldánartíðnin er samt hærri en vegna kórónuveiranna fjögurra sem valda kvefi í okkur. Sjúkdómurinn COVID-19 er þess vegna ekki orðinn að kvefi.

Mat á dánartíðni vegna COVID-19 frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni frá 1. september 2020 til 28. september 2025 (á x-ásnum). Á y-ásnum er CFR-hlutfall (e. case fatality rate) sem er hlutfall staðfestra andláta vegna veirunnar og fjölda staðfestra smita. Notast er við sjö daga meðaltal, sem er hliðrað um 10 daga. Með öðrum orðum, meðalfjöldi látinn yfir heila viku, deilt í með meðalfjölda staðfestra smita 10 dögum fyrr.

Mat á dánartíðni vegna COVID-19 frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni frá 1. september 2020 til 28. september 2025 (á x-ásnum). Á y-ásnum er CFR-hlutfall (e. case fatality rate) sem er hlutfall staðfestra andláta vegna veirunnar og fjölda staðfestra smita. Notast er við sjö daga meðaltal, sem er hliðrað um 10 daga. Með öðrum orðum, meðalfjöldi látinn yfir heila viku, deilt í með meðalfjölda staðfestra smita 10 dögum fyrr.

Alvarleiki COVID-19 er ekki aðeins metinn út frá dánartíðni heldur líka þeirra afleiðinga sem sjúkdómurinn hefur haft á marga. Langvinn einkenni COVID-19 (e. Long covid) er samheiti yfir fjölda einkenna sem vara löngu eftir að viðkomandi fengu sjúkdóminn. Samkvæmt rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands, í Danmörku og Skotlandi birtist þetta meðal annars sem kraftleysi, mæði og brjóstverkur, og virðist sérstaklega algengt hjá þeim sem fengu alvarlega sýkingu.[6] Einnig sýndi rannsókn á rúmlega 2000 þýskum börnum sem fengu COVID-19 að tíðni langvarandi COVID-19 var lægri meðal þeirra sem fengu bólusetningu fyrir veirunni.[7]

Það er því full ástæða til að taka COVID-19 ennþá alvarlega. Gott er að minnast orða Anthony Fauci, sóttvarnarlæknis BNA á meðan á faraldrinum stóð.

Tilkoma nýrra sýkinga og endurkoma eldri smitgerða, er að miklu leyti afleiðing áhrifa og inngripa mannsins í náttúruna. Þar sem samfélög mannsins þenjast út, í sífellt samtengdari veröld, og röskun hefur orðið á samskiptum manna og náttúru, verða til tækifæri sem loftslagsbreytingar magna upp - fyrir smitandi lífverur til að taka stökkið, yfir í menn og í sumum tilfellum aðlagast og dreifast hratt. Þegar rætt er um tilkomu nýrra sýkinga, er þetta aldrei búið.[8]

Samantekt

  • Veiran berst um, smitar fólk og þróast.
  • Þegar nær allir hafa smitast, breytist landslagið fyrir veiruna.
  • Varnir okkar gagnvart SARS-CoV-2 veikjast með tímanum, og endursmit verða.
  • Að meðaltali er COVID-19 ekki orðið að kvefi.

Tilvísanir:
  1. ^ Afbrigði veirunnar voru einkennd með grískum stöfum, meðal annars til að losna við að auðkenna þau við lönd eða þjóðir. En afbrigðum og undir-afbrigðum fjölgaði það hratt að við endum með flóknari nafngiftir.
  2. ^ Samkvæmt Valgerði Andrésdóttur geta um 200 tegundir veira valdið kvefi, sjá svar hennar við spurningunni Af hverju telja vísindamenn að hægt sé að búa til bóluefni við COVID-19 þegar enn hefur ekki tekist að gera bóluefni við HIV?
  3. ^ Alls voru staðfest 8.089 smit af völdum SARS-CoV-1 og af þeim létust 774. Dánartíðnin var því rétt undir 10%
  4. ^ Staðfest tilfelli segja ekki alla söguna, sennilega hefur veiran náð að smita nær alla á jörðinni, og marga oftar en einu sinni.
  5. ^ Sjá svar sama höfundar við spurningunni Er eitthvað til í því að gen frá neanderdalsmönnum valdi verri COVID-19-sjúkdómi?
  6. ^ Sjá til dæmis frétt á vef HÍ: Langvarandi líkamleg einkenni algengust hjá þeim sem veiktust mest af COVID-19
  7. ^ Höppner o.fl. 2025.
  8. ^ Sjá Lewis, 2022: „The emergence of new infections and the reemergence of old ones are largely the result of human interactions with and encroachment on nature. As human societies expand in a progressively interconnected world and the human–animal interface is perturbed, opportunities are created, often aided by climate changes, for unstable infectious agents to emerge, jump species, and in some cases adapt to spread among humans. When it comes to emerging infectious diseases, it’s never over.“

Heimildir:

Myndir:...