Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 87 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?

Þó að miklar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinslækninga á undanförnum árum og áratugum þá fjölgar sífellt þeim sem fá krabbamein og er það nú næst algengasta dánarorsök Íslendinga á eftir sjúkdómum í blóðrásarkerfi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda dauðsfalla á ári, greind eftir dá...

category-iconLæknisfræði

Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?

Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?

Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Norður-Kóreu og hvaða aðilar veita upplýsingar um fólksfjölda þar?

Norður-Kórea er eitt lokaðasta ríki jarðar og erfitt er að nálgast traustar upplýsingar um land og þjóð. Það á jafnt við um lýðfræði (svo sem fólksfjöldi, fæðingartíðni, dánartíðni, fólksflutningar og svo framvegis) sem og önnur svið. Upplýsingar um fólksfjölda eru því ekki byggðar á opinberum tölum frá Norður-Kór...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?

Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað. Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst k...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna voru konur 20% fleiri en karlar í manntalinu 1703?

Þegar fyrst var tekið manntal á Íslandi, árið 1703, töldust karlar vera 22.867 en konur 27.491. Yfirfjöldi kvenna var þannig 4.624 eða rúmlega 20% af fjölda karla. Það merkti til dæmis að hefðu allir Íslendingar verið paraðir saman, karlar og konur, svo lengi sem karlarnir hrukku til, hefðu 4.624 konur orðið afgan...

category-iconLæknisfræði

Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?

Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda yfirleitt litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn. Inflúensa er veir...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja á Íslandi af völdum reykinga?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd. Uppruni þeirra er margvíslegur; tóbaksjurtin sjálf, efni notuð við ræktun hennar, efni notuð við vinnslu plöntunnar og efni notuð til að auka fíknaráhrif nikótíns. Fjölmörg þessara efna og efnasambanda eru hættuleg heilsu manna enda hafa margar rannsóknir sýnt f...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja á Íslandi á dag?

Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars upplýsingar um það hversu margir fæðast og deyja á Íslandi á ári hverju. Hægt er greina upplýsingarnar á ýmsan hátt, til dæmis eftir aldri, kyni, sveitarfélögum og dánarorsök. Ef litið er á 25 ára tímabil, frá 1993 til 2017, sést að dauðsföllum f...

category-iconLæknisfræði

Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?

Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala mun...

category-iconLæknisfræði

Hver væri dánartíðni inflúensu ef ekki væri bólusett fyrir henni?

Inflúensa (eða flensa) er veirusýking af völdum fjölskyldu veira sem kallast inflúensuveirur. Þessum veirum má skipta í fjóra flokka: A, B, C og D. Inflúensa C veldur vægum veikindum og inflúensa D veldur ekki sjúkdómi í mönnum. Þannig er mesta áherslan lögð á inflúensu A og B. Inflúensa A er algengasti orsakavald...

category-iconLandafræði

Fæðast börn um allan heim á hverri sekúndu eins og sagt er?

Að meðaltali fæðast rúmlega 4 börn á sekúndu einhvers staðar í heiminum. Mestar líkur eru á að þessi börn séu í Asíu þar sem meira en þriðjungur allra barna fæðist þar. Á sama tíma deyja að meðaltali tæplega 2 manneskjur. Það þýðir að á hverjum sólarhring fjölgar mannkyninu um rúmlega 200.000. Til samanburða...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Thor Aspelund rannsakað?

Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði í læknadeild Háskóla Íslands, við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og forstöðumaður Tölfræðiráðgjafar Heilbrigðisvísindasviðs. Thor hefur rannsakað áhrif áhættuþátta á hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki og hvernig er hægt að nota þá sem forspárþætti í áhættureiknum. Einni...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er lýðfræði?

Hugtakið lýðfræði er þýðing á erlenda orðinu "demography/demografie". Demos merkir fólk og graphic merkir lýsing. Samsetta orðið "demography" er notað um lýsingu á fólksfjölda, einkum tölulegs eðlis, sem varðar fyrirbæri eins og mannfjölgun eða -fækkun, fæðingartíðni, dánartíðni, giftingartíðni, frjósemi og önnur ...

Fleiri niðurstöður