Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?

Thor Aspelund og Elías Freyr Guðmundsson

Upprunalega var spurningin:

Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma?

Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi.

Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá Landlæknisembættisins sem er í umsjá Hjartaverndar og nær til allra tilfella kransæðasjúkdóms á landinu meðal karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára, hefur nýgengi kransæðasjúkdóms lækkað um 65% frá 1981-2007 eða að jafnaði um 3,8% á ári.

Mynd 1. Aldursstaðlað nýgengi kransæðasjúkdóms meðal 25-74 ára íslenskra karla og kvenna á tímabilinu 1981-2007.

Sú lækkun samræmist þróun í dánartíðni vegna blóðþurrðar-hjartasjúkdóma (e. ischemic heart disease) en þá lækkun má að miklu leyti skýra með hagstæðri þróun áhættuþátta svo sem blóðþrýstings, kólesteróls og reykinga.[1]

Í nýlegri evrópskri úttekt á 50 löndum kemur fram að dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hefur almennt lækkað mikið í Evrópu á tíu ára tímabili en þó mismikið milli landa [2].

Hjá körlum lækkaði dánartíðnin vegna hjarta- og æðasjúkdóma að jafnaði um 20% en 21% hjá konum. Samsvarandi tíu ára lækkun á Íslandi var 31% og 34% sem er svipað meðallækkun innan Norðurlandanna. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi er áþekk því sem sést á hinum Norðurlöndunum. Norðurlöndin teljast almennt hafa fremur lága tíðni eða ríflega tvöfalt lægri en heildarmeðaltal allra Evrópulandanna og eru í lægri helmingnum hvað varðar dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Austur-Evrópulönd hafa hæstu tíðnina en lægsta tíðnin er í Suður-Evrópu til dæmis á Frakklandi og Spáni.

Mynd 2. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu. Tölur eiga við 2010-2012 hjá flestum löndum en 2009 fyrir Ísland.

Það er enn svigrúm til frekari lækkunar í nýgengi kransæðasjúkdóma, bæði á Íslandi sem og annars staðar, því er mikilvægt er að viðhalda áreiðanlegum skráningum á kransæðasjúkdómum og að fylgjast áfram með þróun áhættuþátta.

Tilvísanir:
  1. ^ Aspelund T. et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. PLoS ONE 5(11).
  2. ^ Nichols M, Townsend N, Scarborough P, Rayner M. Cardiovascular disease in Europe 2014: epidemiological update. Eur Heart J. 35(42):2950-9.

Myndir:
  • Hjartavernd 2015.
  • Mynd unnin upp úr Nichols 2014.

Höfundar

Thor Aspelund

prófessor við læknadeild HÍ og tölfræðingur hjá Hjartavernd

Elías Freyr Guðmundsson

faraldsfræðingur hjá Hjartavernd

Útgáfudagur

29.9.2015

Spyrjandi

Þóra Kristín Jónsdóttir

Tilvísun

Thor Aspelund og Elías Freyr Guðmundsson. „Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?“ Vísindavefurinn, 29. september 2015. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69734.

Thor Aspelund og Elías Freyr Guðmundsson. (2015, 29. september). Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69734

Thor Aspelund og Elías Freyr Guðmundsson. „Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2015. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69734>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?
Upprunalega var spurningin:

Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma?

Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi.

Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá Landlæknisembættisins sem er í umsjá Hjartaverndar og nær til allra tilfella kransæðasjúkdóms á landinu meðal karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára, hefur nýgengi kransæðasjúkdóms lækkað um 65% frá 1981-2007 eða að jafnaði um 3,8% á ári.

Mynd 1. Aldursstaðlað nýgengi kransæðasjúkdóms meðal 25-74 ára íslenskra karla og kvenna á tímabilinu 1981-2007.

Sú lækkun samræmist þróun í dánartíðni vegna blóðþurrðar-hjartasjúkdóma (e. ischemic heart disease) en þá lækkun má að miklu leyti skýra með hagstæðri þróun áhættuþátta svo sem blóðþrýstings, kólesteróls og reykinga.[1]

Í nýlegri evrópskri úttekt á 50 löndum kemur fram að dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hefur almennt lækkað mikið í Evrópu á tíu ára tímabili en þó mismikið milli landa [2].

Hjá körlum lækkaði dánartíðnin vegna hjarta- og æðasjúkdóma að jafnaði um 20% en 21% hjá konum. Samsvarandi tíu ára lækkun á Íslandi var 31% og 34% sem er svipað meðallækkun innan Norðurlandanna. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi er áþekk því sem sést á hinum Norðurlöndunum. Norðurlöndin teljast almennt hafa fremur lága tíðni eða ríflega tvöfalt lægri en heildarmeðaltal allra Evrópulandanna og eru í lægri helmingnum hvað varðar dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Austur-Evrópulönd hafa hæstu tíðnina en lægsta tíðnin er í Suður-Evrópu til dæmis á Frakklandi og Spáni.

Mynd 2. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma í Evrópu. Tölur eiga við 2010-2012 hjá flestum löndum en 2009 fyrir Ísland.

Það er enn svigrúm til frekari lækkunar í nýgengi kransæðasjúkdóma, bæði á Íslandi sem og annars staðar, því er mikilvægt er að viðhalda áreiðanlegum skráningum á kransæðasjúkdómum og að fylgjast áfram með þróun áhættuþátta.

Tilvísanir:
  1. ^ Aspelund T. et al. Analysing the Large Decline in Coronary Heart Disease Mortality in the Icelandic Population Aged 25-74 between the Years 1981 and 2006. PLoS ONE 5(11).
  2. ^ Nichols M, Townsend N, Scarborough P, Rayner M. Cardiovascular disease in Europe 2014: epidemiological update. Eur Heart J. 35(42):2950-9.

Myndir:
  • Hjartavernd 2015.
  • Mynd unnin upp úr Nichols 2014.

...